Viðskipti innlent

Bein út­sending: Kynna af­komuna og fara nánar yfir breytingarnar

Árni Sæberg skrifar
Einar Örn Ólafsson, forstjóri flugfélagsins Play og einn stærsti einstaki hlutahafi þess.
Einar Örn Ólafsson, forstjóri flugfélagsins Play og einn stærsti einstaki hlutahafi þess. Vísir/Einar

Flugfélagið Play boðar til fundar í Sykursalnum í Vatnsmýrinni þar sem afkoma þriðja ársfjórðungs verður kynnt. Þá verður farið nánar yfir þegar tilkynntar grundvallarbreytingar sem til stendur að gera á rekstrarmódeli félagsins. Sýnt verður frá fundinum hér á Vísi.

Play greindi frá því þann 16. október að félagið hefði sótt um flugrekstrarleyfi á Möltu og ætli að draga verulega úr umsvifum tengiflugs á milli Norður-Ameríku og Evrópu. 

Meiri fókus verði settur á sólarlandaáfangastaði frá Íslandi. Eftir breytingarnar verði um sex til sjö vélar staðsettar á Íslandi á íslenska flugrekstrarleyfinu og þrjár til fjórar erlendis.

Þessar breytingar verða kynntar nánar á fundinum, sem hefst klukkan 16, og farið verður yfir uppgjör félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. Fundinn má sjá í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×