Mourinho fékk rautt spjald en liðið hans tók stig af Man. Utd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2024 20:52 Clement Turpin dómari hefur hér gefið Jose Mourinho rautt spjald en Portúgalinn þykist ekkert skilja. Getty/ Burak Kara Jose Mourinho var að sjálfsögðu í sviðsljósinu þegar lið hans mætti gömlum lærisveinum Portúgalsans í Evrópudeildinni í kvöld. Fenerbahce gerði 1-1 jafntefli við Manchester United á heimavelli sínum. Christian Eriksen kom United í 1-0 strax á fimmtándu mínútu eftir stoðsendingu frá Joshua Zirkzee. Leikmenn tyrkneska liðsins komu öflugir til baka eftir hálfleiksræðu Mourinho og Youssef En-Nesyri jafnaði metin á fjórðu mínútu í seinni hálfleik. Mourinho var kannski aðeins of æstur því hann fékk rauða spjaldið frá Clement Turpin dómara á 58. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki og United menn eiga því enn eftir að vinna leik í Evrópu í vetur. Eftir þetta jafntefli þá er United liðið aðeins í 21. sæti í Evrópudeildinni með þrjú jafntefli í þremur leikjum. Lærisveinar Mourinho í Fenerbahce eru í 14. sæti með fimm stig en liðið hefur enn ekki tapað leik í deildarkeppninni. Evrópudeild UEFA
Jose Mourinho var að sjálfsögðu í sviðsljósinu þegar lið hans mætti gömlum lærisveinum Portúgalsans í Evrópudeildinni í kvöld. Fenerbahce gerði 1-1 jafntefli við Manchester United á heimavelli sínum. Christian Eriksen kom United í 1-0 strax á fimmtándu mínútu eftir stoðsendingu frá Joshua Zirkzee. Leikmenn tyrkneska liðsins komu öflugir til baka eftir hálfleiksræðu Mourinho og Youssef En-Nesyri jafnaði metin á fjórðu mínútu í seinni hálfleik. Mourinho var kannski aðeins of æstur því hann fékk rauða spjaldið frá Clement Turpin dómara á 58. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki og United menn eiga því enn eftir að vinna leik í Evrópu í vetur. Eftir þetta jafntefli þá er United liðið aðeins í 21. sæti í Evrópudeildinni með þrjú jafntefli í þremur leikjum. Lærisveinar Mourinho í Fenerbahce eru í 14. sæti með fimm stig en liðið hefur enn ekki tapað leik í deildarkeppninni.