Mourinho fékk rautt spjald en liðið hans tók stig af Man. Utd

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Clement Turpin dómari hefur hér gefið Jose Mourinho rautt spjald en Portúgalinn þykist ekkert skilja.
Clement Turpin dómari hefur hér gefið Jose Mourinho rautt spjald en Portúgalinn þykist ekkert skilja. Getty/ Burak Kara

Jose Mourinho var að sjálfsögðu í sviðsljósinu þegar lið hans mætti gömlum lærisveinum Portúgalsans í Evrópudeildinni í kvöld.

Fenerbahce gerði 1-1 jafntefli við Manchester United á heimavelli sínum.

Christian Eriksen kom United í 1-0 strax á fimmtándu mínútu eftir stoðsendingu frá Joshua Zirkzee.

Leikmenn tyrkneska liðsins komu öflugir til baka eftir hálfleiksræðu Mourinho og Youssef En-Nesyri jafnaði metin á fjórðu mínútu í seinni hálfleik.

Mourinho var kannski aðeins of æstur því hann fékk rauða spjaldið frá Clement Turpin dómara á 58. mínútu.

Fleiri urðu mörkin ekki og United menn eiga því enn eftir að vinna leik í Evrópu í vetur.

Eftir þetta jafntefli þá er United liðið aðeins í 21. sæti í Evrópudeildinni með þrjú jafntefli í þremur leikjum.

Lærisveinar Mourinho í Fenerbahce eru í 14. sæti með fimm stig en liðið hefur enn ekki tapað leik í deildarkeppninni.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira