Uppgjörið: Víkingur - Cercle Brugge 3-1 | Sögulegur sigur Víkings Hjörvar Ólafsson skrifar 24. október 2024 16:24 Víkingar fagna marki Ara Sigurpálssonar. Vísir/Anton Brink Víkingur vann sinn fyrsta sigur í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla þegar liðið vann frækinn sigur gegn Cercle Brugge í annari umferð deildarinnar á Kópavogsvelli í dag. Lokatölur í leiknum urðu 3-1 Víkingi í vil. Leikurinn fór fremur rólega af stað en bæði lið voru að þreifa á hvort öðru án þess að ná að skpaa sér opin færi. Það var svo Kazeem Olaigbe sem kom Cercle Brugge yfir eftir tæplega 20 mínútna leik. Aron Elís Þrándarson lék í fremstu víglínu hjá Víkingi í fyrri hálfleik. Vísir/Anton Brink Við það mark opnaðist leikurinn og Víkingar sóttu í sig veðrið. Skömmu eftir að hafa lent undir var Ari Sigurpálsson búinn að jafna metin með einkar huggulegu marki. Ari lét skotið ríða af við vítateigshornið og körlaði boltann upp í samskeytin fjær. Ari fékk svo upplagt færi til þess að koma Víkingi þegar hann komst í frábært færi eftir frábært spil hjá Víkingum sem sundurspiluðu vörn Cercle Brugge. Skoti Ara var hins vegar bjargað á línu. Víkingur fékk svo annað upplagt færi til þess að ná forystunni þegar Gísli Gottskálk Þórðarson nældi í vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri háfleiks. Danijel Dejan Djuric fór á vítapunktinn en skot hans fór í þverslána. Danijel var í eldlínunni í uppbótartíma fyrri hálfleiksins en stuttu eftir að hann brenndi af vítaspyrnunni var hann við það að slepppa í gegn og féll eftir viðskipti við varnarmann Cercle Brugge. Víkingar vildu fá aukaspyrnu og rautt spjald en fengu ekkert fyrir sinn snúð. Danijel Dejan Djuric fer hér niður en fær ekki aukaspyrnu. Vísir/Anton Brink Danijel hélt svo uppteknum hætti í upphafi seinni hálfleiks. Hann fékk þá dauðafæri eftir góðan undirbúning hjá Ara. Aftur náði Danijel ekki að finna netmöskvana á marki Cercle Brugge. Niko Hansen, sem kom inná sem varamaður fyrir Aron Elís Þrándarson í hálfleik, fékk svo gott skallafæri um miðjan seinni hálfleik en náði ekki að hitta markið. Þegar um það bil stundarfjórðungur var eftir af leiknum sýndi Danijel fram á það að allt er þegar þrennt er. Danijel fékk þá hárnákvæma sendingu frá Erlingi Agnarssyni. Danijel var ískaldur og slúttaði með frábæru skoti upp í samskeytin. Ingvar Jónsson var kominn aftur í markið hjá Víkingi. Vísir/Anton Brink Gunnar Vatnhamar innsiglaði svo sigur Víkings þegar hann stangaði boltann í netið fimm mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Fyrirgjöf Gísla Gottskálks Þórðarson rataði þá á kollinn á færeyska varnarmanninum sem skoraði þriðja mark Víkings og róaði taugar heimamanna. Víkingur er þar af leiðandi fyrsta íslensa liðið til þess að komast á blað í deildar- eða riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Fram undan er svo úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn við Breiðablik á sunnudagskvöldið kemur. Ari Sigurpálsson jafnaði metin í 1-1 nánast strax eftir að gestirnir komust yfir.vísir/Anton Karl Friðleifur Gunnarsson lagði upp algjört dauðafæri fyrir Ara Sigurpálsson í fyrri hálfleik en gestirnir náðu að bjarga á marklínu.vísir/Anton Atvik leiksins Danijel Djuric breyttust úr skúrk í hetju þegar hann kom Víkingi yfir í upphafi seinni hálfleiks. Danijel bognaði svo sannarlega ekki þrátt fyrir erfiða fæðingu að marki sínu. Stjörnur og skúrkar Ingvar Jónsson greip vel inn í þegar á reyndi í marki Víkings. Gunnar Vatnhamar var eins og klettur í hjarta varnarinnar og skoraði svo markið sem sigldi sigrinum endanlega í höfn. Gísli Gottskálk sýndi þroskaða frammistöðu inni á miðsvæðinu og lagði upp mark. Danijel Dejan var síógnandi og uppskar eins og hann sáði í öðru markinu. Erling og Ari voru svo flottir á vængjunum. Gísli Gottskálk Þórðarson og Viktor Örlygur Andrason voru flottir inni á miðri miðjunni. Vísir/Anton Brink Dómarar leiksins Vitālijs Spasjoņņikovs, dómari leiksins, og teymið í kringum hann stóðu sig með prýði og ekkert upp á þá að klaga. Þeir fá átta í einkunn. Stemming og umgjörð Víkingum tókst vel upp við að færa Heimavöll hamingjunnar í höfuðstöðvar erkifjenda sinna í Kópavoginum. Góð stemming var á þessu fallega Evrópukvöldi og leikmenn Víkings voru vel studdir af stuðningsmönnum sínum. Leikmenn Víkings léku við hvurn sinn fingur í þessum leik. Vísir/Anton Brink Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík
Víkingur vann sinn fyrsta sigur í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla þegar liðið vann frækinn sigur gegn Cercle Brugge í annari umferð deildarinnar á Kópavogsvelli í dag. Lokatölur í leiknum urðu 3-1 Víkingi í vil. Leikurinn fór fremur rólega af stað en bæði lið voru að þreifa á hvort öðru án þess að ná að skpaa sér opin færi. Það var svo Kazeem Olaigbe sem kom Cercle Brugge yfir eftir tæplega 20 mínútna leik. Aron Elís Þrándarson lék í fremstu víglínu hjá Víkingi í fyrri hálfleik. Vísir/Anton Brink Við það mark opnaðist leikurinn og Víkingar sóttu í sig veðrið. Skömmu eftir að hafa lent undir var Ari Sigurpálsson búinn að jafna metin með einkar huggulegu marki. Ari lét skotið ríða af við vítateigshornið og körlaði boltann upp í samskeytin fjær. Ari fékk svo upplagt færi til þess að koma Víkingi þegar hann komst í frábært færi eftir frábært spil hjá Víkingum sem sundurspiluðu vörn Cercle Brugge. Skoti Ara var hins vegar bjargað á línu. Víkingur fékk svo annað upplagt færi til þess að ná forystunni þegar Gísli Gottskálk Þórðarson nældi í vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri háfleiks. Danijel Dejan Djuric fór á vítapunktinn en skot hans fór í þverslána. Danijel var í eldlínunni í uppbótartíma fyrri hálfleiksins en stuttu eftir að hann brenndi af vítaspyrnunni var hann við það að slepppa í gegn og féll eftir viðskipti við varnarmann Cercle Brugge. Víkingar vildu fá aukaspyrnu og rautt spjald en fengu ekkert fyrir sinn snúð. Danijel Dejan Djuric fer hér niður en fær ekki aukaspyrnu. Vísir/Anton Brink Danijel hélt svo uppteknum hætti í upphafi seinni hálfleiks. Hann fékk þá dauðafæri eftir góðan undirbúning hjá Ara. Aftur náði Danijel ekki að finna netmöskvana á marki Cercle Brugge. Niko Hansen, sem kom inná sem varamaður fyrir Aron Elís Þrándarson í hálfleik, fékk svo gott skallafæri um miðjan seinni hálfleik en náði ekki að hitta markið. Þegar um það bil stundarfjórðungur var eftir af leiknum sýndi Danijel fram á það að allt er þegar þrennt er. Danijel fékk þá hárnákvæma sendingu frá Erlingi Agnarssyni. Danijel var ískaldur og slúttaði með frábæru skoti upp í samskeytin. Ingvar Jónsson var kominn aftur í markið hjá Víkingi. Vísir/Anton Brink Gunnar Vatnhamar innsiglaði svo sigur Víkings þegar hann stangaði boltann í netið fimm mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Fyrirgjöf Gísla Gottskálks Þórðarson rataði þá á kollinn á færeyska varnarmanninum sem skoraði þriðja mark Víkings og róaði taugar heimamanna. Víkingur er þar af leiðandi fyrsta íslensa liðið til þess að komast á blað í deildar- eða riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Fram undan er svo úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn við Breiðablik á sunnudagskvöldið kemur. Ari Sigurpálsson jafnaði metin í 1-1 nánast strax eftir að gestirnir komust yfir.vísir/Anton Karl Friðleifur Gunnarsson lagði upp algjört dauðafæri fyrir Ara Sigurpálsson í fyrri hálfleik en gestirnir náðu að bjarga á marklínu.vísir/Anton Atvik leiksins Danijel Djuric breyttust úr skúrk í hetju þegar hann kom Víkingi yfir í upphafi seinni hálfleiks. Danijel bognaði svo sannarlega ekki þrátt fyrir erfiða fæðingu að marki sínu. Stjörnur og skúrkar Ingvar Jónsson greip vel inn í þegar á reyndi í marki Víkings. Gunnar Vatnhamar var eins og klettur í hjarta varnarinnar og skoraði svo markið sem sigldi sigrinum endanlega í höfn. Gísli Gottskálk sýndi þroskaða frammistöðu inni á miðsvæðinu og lagði upp mark. Danijel Dejan var síógnandi og uppskar eins og hann sáði í öðru markinu. Erling og Ari voru svo flottir á vængjunum. Gísli Gottskálk Þórðarson og Viktor Örlygur Andrason voru flottir inni á miðri miðjunni. Vísir/Anton Brink Dómarar leiksins Vitālijs Spasjoņņikovs, dómari leiksins, og teymið í kringum hann stóðu sig með prýði og ekkert upp á þá að klaga. Þeir fá átta í einkunn. Stemming og umgjörð Víkingum tókst vel upp við að færa Heimavöll hamingjunnar í höfuðstöðvar erkifjenda sinna í Kópavoginum. Góð stemming var á þessu fallega Evrópukvöldi og leikmenn Víkings voru vel studdir af stuðningsmönnum sínum. Leikmenn Víkings léku við hvurn sinn fingur í þessum leik. Vísir/Anton Brink
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“