Fanney verður ekki með gegn Ólympíumeisturunum Aron Guðmundsson skrifar 24. október 2024 10:21 Fanney Inga Birkisdóttir með góð tilþrif. Vísir/Anton Brink Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving, markvörður Stjörnunnar, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðið í knattspyrnu í stað Fanneyjar Ingu Birkisdóttir sem fékk höfuðhögg á æfingu sem veldur því að hún mun ekki geta tekið þátt í tveimur æfingaleikjum gegn ríkjandi Ólympíumeisturum Bandaríkjanna. Fyrri leikur Íslands og Bandaríkjanna hefst rétt fyrir miðnætti í kvöld á íslenskum tíma og verður leikurinn spilaður á Q2 leikvanginum í Austin í Texas. Liðin mætast svo öðru sinni þremur dögum síðar á Geodis Park í Nashville, Tennessee. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari er tilneyddur til þess að gera þessa breytingu á landsliðshópnum í kjölfar æfingar íslenska landsliðsins en þarf fékk Fanney Inga höfuðhögg sem veldur því að hún getur ekki tekið þátt í þeim tveimur leikjum sem Ísland á fyrir höndum gegn Bandaríkjunum ytra. ➡️ Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving hefur verið kölluð inn í hóp A kvenna fyrir leikina tvo gegn Bandaríkjunum.⬅️ Fanney Inga Birkisdóttir getur ekki tekið þátt í leikjunum vegna meiðsla.#viðerumísland pic.twitter.com/eZnJEAIPV6— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 24, 2024 „Hún fékk eitthvað smá höfuðhögg á æfingu og verður ekki klár fyrir leikinn. Að öðru leiti eru allir aðrir leikmenn klárir,“ sagði Þorsteinn um stöðuna á Fanneyju sem og öðrum leikmönnum Íslands í viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum KSÍ. Fanney, sem lék lykilhlutverk í marki bikarmeistara Vals á nýafstöðnu tímabili, hefur varið mark íslenska landsliðsins að undanförnu. Auður Scheving sem hefur verið kölluð inn í landsliðshópinn í hennar stað spilaði fimm leiki í Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili með Stjörnunni. Fyrir voru þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Inter Milan, og Telma Ívarsdóttir, markvörður nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks í íslenska landsliðshópnum og mun Auður nú mynda markvarðarteymi Íslands með þeim. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Olmo mættur aftur með látum Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Sjá meira
Fyrri leikur Íslands og Bandaríkjanna hefst rétt fyrir miðnætti í kvöld á íslenskum tíma og verður leikurinn spilaður á Q2 leikvanginum í Austin í Texas. Liðin mætast svo öðru sinni þremur dögum síðar á Geodis Park í Nashville, Tennessee. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari er tilneyddur til þess að gera þessa breytingu á landsliðshópnum í kjölfar æfingar íslenska landsliðsins en þarf fékk Fanney Inga höfuðhögg sem veldur því að hún getur ekki tekið þátt í þeim tveimur leikjum sem Ísland á fyrir höndum gegn Bandaríkjunum ytra. ➡️ Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving hefur verið kölluð inn í hóp A kvenna fyrir leikina tvo gegn Bandaríkjunum.⬅️ Fanney Inga Birkisdóttir getur ekki tekið þátt í leikjunum vegna meiðsla.#viðerumísland pic.twitter.com/eZnJEAIPV6— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 24, 2024 „Hún fékk eitthvað smá höfuðhögg á æfingu og verður ekki klár fyrir leikinn. Að öðru leiti eru allir aðrir leikmenn klárir,“ sagði Þorsteinn um stöðuna á Fanneyju sem og öðrum leikmönnum Íslands í viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum KSÍ. Fanney, sem lék lykilhlutverk í marki bikarmeistara Vals á nýafstöðnu tímabili, hefur varið mark íslenska landsliðsins að undanförnu. Auður Scheving sem hefur verið kölluð inn í landsliðshópinn í hennar stað spilaði fimm leiki í Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili með Stjörnunni. Fyrir voru þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Inter Milan, og Telma Ívarsdóttir, markvörður nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks í íslenska landsliðshópnum og mun Auður nú mynda markvarðarteymi Íslands með þeim.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Olmo mættur aftur með látum Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Sjá meira