Hótar því að banna georgísku stjórnarandstöðuna Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2024 09:03 Bidzina Ivanishvili ávarpaði kosningafund Georgíska draumsins í gær. Hann sést sjaldan opinberlega en er talinn halda um valdaþræði á bak við tjöldin í Georgíu. Vísir/EPA Stofnandi Georgíska draumsins, stjórnarflokks Georgíu, ítrekaði í gær hótanir sínar um að banna stjórnarandstöðuflokkana vinni flokkur hans sigur í þingkosningum um helgina. Niðurstöður þeirra ráða því hvort Georgía leiti aftur í faðm Rússlands eða efli tengslin til vesturs. Hörð barátta á sér nú stað í Georgíu um framtíðarstefnu landsins. Georgía fékk stöðu umsóknarríkis um Evrópusambandsaðild í fyrra en samskipti georgísku ríkisstjórnarinnar undir forystu Georgíska draumsins við sambandið hefur hrakað mjög að undanförnu. Sérstaklega voru það lög um útsendara erlendra ríkja sem eru í anda rússneskra laga hefur verið beitt til þess að bæla niður gagnrýnisraddir á stjórnvöld sem mældust illa fyrir hjá vestrænum bandamönnum Georgíu. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að rússnesku lögin stríddu gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands, var hluti af sendinefnd frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum, og ávarpaði mótmælendur laganna umdeildu í Tblisi í maí. Á móti stjórninni stendur Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, en embætti hennar er að mestu leyti táknrænt. Hún hefur verið ötull talsmaður Evrópusambandsaðildar landsins og reyndi að beita neitunarvaldi gegn „rússnesku lögunum“ eins og þau voru nefnd. Aukin harka virðist hafa færst í baráttu andstæðra póla. Bidzina Ivanishvili, auðkýfingurinn sem stofnaði Georgíska drauminn og fyrrverandi forsætisráðherra, hét því á kosningafundi í Tblisi í gær að draga stjórnarandstöðuna til ábyrgðar fyrir „stríðsglæpi“ sem hún ætti að hafa framið gegn þjóðinni, að því er kemur fram í frétt Reuters. Hann tilgreindi þó ekki hverjir þeir meintu glæpir ættu að vera. Ivanishvili hefur áður hótað að láta banna stjórnarandstöðuna. Milljarðamæringurinn hefur áður sakað vestræn ríki um að reyna egna til átaka á milli Georgíu og Rússlands. Georgíski draumurinn mælist enn stærsti flokkur landsins í skoðanakönnunum þótt fylgi hans sé ekki í sömu hæðum og þegar hann hlaut tæpan helming atkvæða og nauman þingmeirihluta. Georgía Utanríkismál Tengdar fréttir Telur rússnesk lög um erlenda útsendara stríða gegn mannréttindum Mannréttindadómstóll Evrópu segir að rússnesk lög sem þvinga félagasamtök og fjölmiðla til þess að skrá sig sem útsendara erlendra ríkja brot gegn tjáningar- og samkomufrelsi. Markmið þeirra virðist vera að ógna og refsa andófsröddum. 22. október 2024 13:32 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Hörð barátta á sér nú stað í Georgíu um framtíðarstefnu landsins. Georgía fékk stöðu umsóknarríkis um Evrópusambandsaðild í fyrra en samskipti georgísku ríkisstjórnarinnar undir forystu Georgíska draumsins við sambandið hefur hrakað mjög að undanförnu. Sérstaklega voru það lög um útsendara erlendra ríkja sem eru í anda rússneskra laga hefur verið beitt til þess að bæla niður gagnrýnisraddir á stjórnvöld sem mældust illa fyrir hjá vestrænum bandamönnum Georgíu. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að rússnesku lögin stríddu gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands, var hluti af sendinefnd frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum, og ávarpaði mótmælendur laganna umdeildu í Tblisi í maí. Á móti stjórninni stendur Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, en embætti hennar er að mestu leyti táknrænt. Hún hefur verið ötull talsmaður Evrópusambandsaðildar landsins og reyndi að beita neitunarvaldi gegn „rússnesku lögunum“ eins og þau voru nefnd. Aukin harka virðist hafa færst í baráttu andstæðra póla. Bidzina Ivanishvili, auðkýfingurinn sem stofnaði Georgíska drauminn og fyrrverandi forsætisráðherra, hét því á kosningafundi í Tblisi í gær að draga stjórnarandstöðuna til ábyrgðar fyrir „stríðsglæpi“ sem hún ætti að hafa framið gegn þjóðinni, að því er kemur fram í frétt Reuters. Hann tilgreindi þó ekki hverjir þeir meintu glæpir ættu að vera. Ivanishvili hefur áður hótað að láta banna stjórnarandstöðuna. Milljarðamæringurinn hefur áður sakað vestræn ríki um að reyna egna til átaka á milli Georgíu og Rússlands. Georgíski draumurinn mælist enn stærsti flokkur landsins í skoðanakönnunum þótt fylgi hans sé ekki í sömu hæðum og þegar hann hlaut tæpan helming atkvæða og nauman þingmeirihluta.
Georgía Utanríkismál Tengdar fréttir Telur rússnesk lög um erlenda útsendara stríða gegn mannréttindum Mannréttindadómstóll Evrópu segir að rússnesk lög sem þvinga félagasamtök og fjölmiðla til þess að skrá sig sem útsendara erlendra ríkja brot gegn tjáningar- og samkomufrelsi. Markmið þeirra virðist vera að ógna og refsa andófsröddum. 22. október 2024 13:32 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Telur rússnesk lög um erlenda útsendara stríða gegn mannréttindum Mannréttindadómstóll Evrópu segir að rússnesk lög sem þvinga félagasamtök og fjölmiðla til þess að skrá sig sem útsendara erlendra ríkja brot gegn tjáningar- og samkomufrelsi. Markmið þeirra virðist vera að ógna og refsa andófsröddum. 22. október 2024 13:32