Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Árni Sæberg skrifar 23. október 2024 11:46 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Vísir/Einar Landsbankinn hefur hagnast um 26,9 milljarða króna eftir skatta á árinu, þar af um 10,8 milljarða á þriðja ársfjórðungi. Hreinar vaxtatekjur bankans á árinu nema 44,1 milljarði króna eða sem nemur tæplega fimm milljörðum á mánuði að meðaltali. Í samandregnum árshlutareikningi Landsbankans, sem var birtur í dag, segir að hagnaður samstæðu Landsbankans hafi numið 26,9 milljörðum króna á árinu en hafi numið 22,4 milljörðum króna á sama tímabili í fyrra. Arðsemi eigin fjár hafi verið 11,7 prósent, samanborið við 10,5 prósent í fyrra, en bankinn hafi væntingar um að arðsemin á fjárhagsárinu verði á bilinu 11 til 13 prósent. Hlutfall kostnaðar af tekjum hafi verið 32,3 prósent, samanborið við 34,6 prósent í fyrra. Góð ávöxtun í háu vaxtaumhverfi Hreinar vaxtatekjur á tímabilinu hafi numið 44.090 milljónum króna og haldi áfram að aukast með góðri ávöxtun lausafjár í háu vaxtaumhverfi ásamt því sem efnahagsreikningur bankans fari stækkandi. Aukning hreinna vaxtatekna nemi 3,1 prósent á milli ára. Hreinar þjónustutekjur hafi numið 8.068 milljónum króna og dragist saman um 0,2 prósent á milli ára. Hreinn hagnaður af fjáreignum og fjárskuldum á gangvirði hafi numið 7.502 milljónum króna, samanborið við 2.251 milljónir króna í fyrra, og sé tilkominn vegna hækkunar bæði á gangvirði hlutabréfa og skuldabréfa. Starfmönnum fækkaði um níu Hrein virðisrýrnun fjáreigna hafi numið 2.018 milljónum króna á tímabilinu en 1.839 milljónum krónum í fyrra. Laun og launatengd gjöld hafi numið 12.005 milljónum króna og aukist um 4,1 prósetn á milli ára, einkum vegna samningsbundinna launahækkana. Meðalfjöldi ársverka á tímabilinu hafi verið 807, samanborið við 816 í fyrra. Bankinn í sókn Í tilkynningu bankans til Kauphallar er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, að uppgjörið endurspegli traustan rekstur og aukin umsvif. „Bankinn er í sókn á öllum sviðum og þjónustutekjur eru sterkar, enda höfum við lagt áherslu á að bæta við nýjum þjónustuþáttum og auka hlutdeild bankans. Sífelld þróun á Landsbankaappinu og nýjungar skila sér greinilega í aukinni notkun, ekki síst á meðal ungs fólks. Þetta á til dæmis við um lífeyrissparnað, en samningum um viðbótarlífeyrissparnað við ungt fólk fjölgaði um 17,3% eftir að þessum möguleika var bætt við í appinu.“ Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Í samandregnum árshlutareikningi Landsbankans, sem var birtur í dag, segir að hagnaður samstæðu Landsbankans hafi numið 26,9 milljörðum króna á árinu en hafi numið 22,4 milljörðum króna á sama tímabili í fyrra. Arðsemi eigin fjár hafi verið 11,7 prósent, samanborið við 10,5 prósent í fyrra, en bankinn hafi væntingar um að arðsemin á fjárhagsárinu verði á bilinu 11 til 13 prósent. Hlutfall kostnaðar af tekjum hafi verið 32,3 prósent, samanborið við 34,6 prósent í fyrra. Góð ávöxtun í háu vaxtaumhverfi Hreinar vaxtatekjur á tímabilinu hafi numið 44.090 milljónum króna og haldi áfram að aukast með góðri ávöxtun lausafjár í háu vaxtaumhverfi ásamt því sem efnahagsreikningur bankans fari stækkandi. Aukning hreinna vaxtatekna nemi 3,1 prósent á milli ára. Hreinar þjónustutekjur hafi numið 8.068 milljónum króna og dragist saman um 0,2 prósent á milli ára. Hreinn hagnaður af fjáreignum og fjárskuldum á gangvirði hafi numið 7.502 milljónum króna, samanborið við 2.251 milljónir króna í fyrra, og sé tilkominn vegna hækkunar bæði á gangvirði hlutabréfa og skuldabréfa. Starfmönnum fækkaði um níu Hrein virðisrýrnun fjáreigna hafi numið 2.018 milljónum króna á tímabilinu en 1.839 milljónum krónum í fyrra. Laun og launatengd gjöld hafi numið 12.005 milljónum króna og aukist um 4,1 prósetn á milli ára, einkum vegna samningsbundinna launahækkana. Meðalfjöldi ársverka á tímabilinu hafi verið 807, samanborið við 816 í fyrra. Bankinn í sókn Í tilkynningu bankans til Kauphallar er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, að uppgjörið endurspegli traustan rekstur og aukin umsvif. „Bankinn er í sókn á öllum sviðum og þjónustutekjur eru sterkar, enda höfum við lagt áherslu á að bæta við nýjum þjónustuþáttum og auka hlutdeild bankans. Sífelld þróun á Landsbankaappinu og nýjungar skila sér greinilega í aukinni notkun, ekki síst á meðal ungs fólks. Þetta á til dæmis við um lífeyrissparnað, en samningum um viðbótarlífeyrissparnað við ungt fólk fjölgaði um 17,3% eftir að þessum möguleika var bætt við í appinu.“
Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira