Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Árni Sæberg skrifar 23. október 2024 11:46 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Vísir/Einar Landsbankinn hefur hagnast um 26,9 milljarða króna eftir skatta á árinu, þar af um 10,8 milljarða á þriðja ársfjórðungi. Hreinar vaxtatekjur bankans á árinu nema 44,1 milljarði króna eða sem nemur tæplega fimm milljörðum á mánuði að meðaltali. Í samandregnum árshlutareikningi Landsbankans, sem var birtur í dag, segir að hagnaður samstæðu Landsbankans hafi numið 26,9 milljörðum króna á árinu en hafi numið 22,4 milljörðum króna á sama tímabili í fyrra. Arðsemi eigin fjár hafi verið 11,7 prósent, samanborið við 10,5 prósent í fyrra, en bankinn hafi væntingar um að arðsemin á fjárhagsárinu verði á bilinu 11 til 13 prósent. Hlutfall kostnaðar af tekjum hafi verið 32,3 prósent, samanborið við 34,6 prósent í fyrra. Góð ávöxtun í háu vaxtaumhverfi Hreinar vaxtatekjur á tímabilinu hafi numið 44.090 milljónum króna og haldi áfram að aukast með góðri ávöxtun lausafjár í háu vaxtaumhverfi ásamt því sem efnahagsreikningur bankans fari stækkandi. Aukning hreinna vaxtatekna nemi 3,1 prósent á milli ára. Hreinar þjónustutekjur hafi numið 8.068 milljónum króna og dragist saman um 0,2 prósent á milli ára. Hreinn hagnaður af fjáreignum og fjárskuldum á gangvirði hafi numið 7.502 milljónum króna, samanborið við 2.251 milljónir króna í fyrra, og sé tilkominn vegna hækkunar bæði á gangvirði hlutabréfa og skuldabréfa. Starfmönnum fækkaði um níu Hrein virðisrýrnun fjáreigna hafi numið 2.018 milljónum króna á tímabilinu en 1.839 milljónum krónum í fyrra. Laun og launatengd gjöld hafi numið 12.005 milljónum króna og aukist um 4,1 prósetn á milli ára, einkum vegna samningsbundinna launahækkana. Meðalfjöldi ársverka á tímabilinu hafi verið 807, samanborið við 816 í fyrra. Bankinn í sókn Í tilkynningu bankans til Kauphallar er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, að uppgjörið endurspegli traustan rekstur og aukin umsvif. „Bankinn er í sókn á öllum sviðum og þjónustutekjur eru sterkar, enda höfum við lagt áherslu á að bæta við nýjum þjónustuþáttum og auka hlutdeild bankans. Sífelld þróun á Landsbankaappinu og nýjungar skila sér greinilega í aukinni notkun, ekki síst á meðal ungs fólks. Þetta á til dæmis við um lífeyrissparnað, en samningum um viðbótarlífeyrissparnað við ungt fólk fjölgaði um 17,3% eftir að þessum möguleika var bætt við í appinu.“ Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Ráðnir forstöðumenn hjá OK Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Í samandregnum árshlutareikningi Landsbankans, sem var birtur í dag, segir að hagnaður samstæðu Landsbankans hafi numið 26,9 milljörðum króna á árinu en hafi numið 22,4 milljörðum króna á sama tímabili í fyrra. Arðsemi eigin fjár hafi verið 11,7 prósent, samanborið við 10,5 prósent í fyrra, en bankinn hafi væntingar um að arðsemin á fjárhagsárinu verði á bilinu 11 til 13 prósent. Hlutfall kostnaðar af tekjum hafi verið 32,3 prósent, samanborið við 34,6 prósent í fyrra. Góð ávöxtun í háu vaxtaumhverfi Hreinar vaxtatekjur á tímabilinu hafi numið 44.090 milljónum króna og haldi áfram að aukast með góðri ávöxtun lausafjár í háu vaxtaumhverfi ásamt því sem efnahagsreikningur bankans fari stækkandi. Aukning hreinna vaxtatekna nemi 3,1 prósent á milli ára. Hreinar þjónustutekjur hafi numið 8.068 milljónum króna og dragist saman um 0,2 prósent á milli ára. Hreinn hagnaður af fjáreignum og fjárskuldum á gangvirði hafi numið 7.502 milljónum króna, samanborið við 2.251 milljónir króna í fyrra, og sé tilkominn vegna hækkunar bæði á gangvirði hlutabréfa og skuldabréfa. Starfmönnum fækkaði um níu Hrein virðisrýrnun fjáreigna hafi numið 2.018 milljónum króna á tímabilinu en 1.839 milljónum krónum í fyrra. Laun og launatengd gjöld hafi numið 12.005 milljónum króna og aukist um 4,1 prósetn á milli ára, einkum vegna samningsbundinna launahækkana. Meðalfjöldi ársverka á tímabilinu hafi verið 807, samanborið við 816 í fyrra. Bankinn í sókn Í tilkynningu bankans til Kauphallar er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, að uppgjörið endurspegli traustan rekstur og aukin umsvif. „Bankinn er í sókn á öllum sviðum og þjónustutekjur eru sterkar, enda höfum við lagt áherslu á að bæta við nýjum þjónustuþáttum og auka hlutdeild bankans. Sífelld þróun á Landsbankaappinu og nýjungar skila sér greinilega í aukinni notkun, ekki síst á meðal ungs fólks. Þetta á til dæmis við um lífeyrissparnað, en samningum um viðbótarlífeyrissparnað við ungt fólk fjölgaði um 17,3% eftir að þessum möguleika var bætt við í appinu.“
Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Ráðnir forstöðumenn hjá OK Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira