Samþykktu naumlega að stefna að ESB-aðild Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2024 10:33 Maia Sandu, forseti Moldóvu, þegar hún greiddi atkvæði á sunnudag. Hún hlaut 42 prósent atkvæða í fyrri umferð forsetakosninganna. Það hefði verið mikill ósigur fyrir hana ef ESB-aðild hefði verið hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslunni. AP/Vadim Ghirda Naumur meirihluti kjósenda í Moldóvu samþykkti stjórnarskrárbreytingu sem leggur grunninn að Evrópusambandsaðild fyrrum Sovétlýðveldisins. Niðurstaðan þykir koma á óvart þar sem talið var að breytingin yrði samþykkt með ríflegum meirihluta. Forseti landsins sakar Rússa um að reyna að hafa áhrif á úrslitin. Þegar 99,41 prósent atkvæða höfðu verið talin reyndust 50,39 prósent hafa greitt atkvæði með tillögunni en 49,61 prósent gegn henni, samkvæmt tölum yfirkjörstjórnar Moldóvu. „Nei“ var með forystu í talningu þar til aðeins nokkur þúsund atkvæði voru enn ótalin, að sögn AP-fréttastofunnar. Maia Sandu, forseti Moldóvu, ítrekaði ásakanir sínar um stórfelld kosningasvik og önnur afskipti runnin undan rifjum stjórnvalda í Kreml. Stjórn hennar er fylgjandi Evrópusambandsaðildinni og studdi stjórnarskrárbreytingunni með ráð og dáð. Moldóva sótti um aðild að ESB eftir innrás Rússa í Úkraínu árið 2022 og hlaut stöðu umsóknarríkis þá um sumarið. Nú í sumar samþykkti sambandið að hefja aðildarviðræður við Moldóvu. Rússar hafa meðal annars verið sakaðir um að fjármagna andstöðuhópa, dreifa upplýsingafalsi og að reyna að hafa áhrif á úrslit kosninga, meðal annars með því að standa að atkvæðakaupum. Talsmaður Evrópusambandsins segir að kosningarnar hafi farið fram í skugga fordæmalausra afskipta og ógnana Rússa. Því hafna rússnesk stjórnvöld. Fréttaritarar breska ríkisútvarpsins BBC urðu þó persónulega vitni að því að kona sem greiddi atkvæði á kjörstað fyrir íbúa Transnistríu, héraðs Moldóvíu sem er hernumið af Rússum, spurði kosningaeftirlitsmann hvar hún fengi greitt fyrir það. Hún viðurkenndi það fúslega fyrir fréttamönnunum að henni hefði verið lofað greiðslu fyrir að kjósa en sagði ekki hvað hún kaus. Greitt fyrir atkvæði og lagt á ráðin um ófrið Lögreglan í Moldóvu afhjúpaði umfangsmikil atkvæðakaup sem Ilan Shor, auðkýfingur sem er hallur undir Rússland, skipualagði. Shor er í sjálfskipaðri útlegð í Rússlandi en hann var dæmdur í fimmtán ára fangelsi í fyrra fyrir fjársvik og peningaþvætti vegna fúlgna fjár sem hurfu úr moldóvskum bönkum árið 2014. Shor greiddi 130.000 manns alls fimmtán milljónir evra til þess að kjósa gegn stjórnarskrárbreytingunni og Sandu í fyrri umferð forsetakosninga sem fóru fram samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þá segjast moldóvsk yfirvöld hafa stöðvað ráðabrugg um ófrið sem átti að spilla fyrir atkvæðagreiðslunum tveimur. Fleiri en hundrað ungmenni eru sögð hafa hlotið þjálfun málaliðahópa í Moskvu í að efna til ófriðar. Moldóva Evrópusambandið Sovétríkin Rússland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Þegar 99,41 prósent atkvæða höfðu verið talin reyndust 50,39 prósent hafa greitt atkvæði með tillögunni en 49,61 prósent gegn henni, samkvæmt tölum yfirkjörstjórnar Moldóvu. „Nei“ var með forystu í talningu þar til aðeins nokkur þúsund atkvæði voru enn ótalin, að sögn AP-fréttastofunnar. Maia Sandu, forseti Moldóvu, ítrekaði ásakanir sínar um stórfelld kosningasvik og önnur afskipti runnin undan rifjum stjórnvalda í Kreml. Stjórn hennar er fylgjandi Evrópusambandsaðildinni og studdi stjórnarskrárbreytingunni með ráð og dáð. Moldóva sótti um aðild að ESB eftir innrás Rússa í Úkraínu árið 2022 og hlaut stöðu umsóknarríkis þá um sumarið. Nú í sumar samþykkti sambandið að hefja aðildarviðræður við Moldóvu. Rússar hafa meðal annars verið sakaðir um að fjármagna andstöðuhópa, dreifa upplýsingafalsi og að reyna að hafa áhrif á úrslit kosninga, meðal annars með því að standa að atkvæðakaupum. Talsmaður Evrópusambandsins segir að kosningarnar hafi farið fram í skugga fordæmalausra afskipta og ógnana Rússa. Því hafna rússnesk stjórnvöld. Fréttaritarar breska ríkisútvarpsins BBC urðu þó persónulega vitni að því að kona sem greiddi atkvæði á kjörstað fyrir íbúa Transnistríu, héraðs Moldóvíu sem er hernumið af Rússum, spurði kosningaeftirlitsmann hvar hún fengi greitt fyrir það. Hún viðurkenndi það fúslega fyrir fréttamönnunum að henni hefði verið lofað greiðslu fyrir að kjósa en sagði ekki hvað hún kaus. Greitt fyrir atkvæði og lagt á ráðin um ófrið Lögreglan í Moldóvu afhjúpaði umfangsmikil atkvæðakaup sem Ilan Shor, auðkýfingur sem er hallur undir Rússland, skipualagði. Shor er í sjálfskipaðri útlegð í Rússlandi en hann var dæmdur í fimmtán ára fangelsi í fyrra fyrir fjársvik og peningaþvætti vegna fúlgna fjár sem hurfu úr moldóvskum bönkum árið 2014. Shor greiddi 130.000 manns alls fimmtán milljónir evra til þess að kjósa gegn stjórnarskrárbreytingunni og Sandu í fyrri umferð forsetakosninga sem fóru fram samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þá segjast moldóvsk yfirvöld hafa stöðvað ráðabrugg um ófrið sem átti að spilla fyrir atkvæðagreiðslunum tveimur. Fleiri en hundrað ungmenni eru sögð hafa hlotið þjálfun málaliðahópa í Moskvu í að efna til ófriðar.
Moldóva Evrópusambandið Sovétríkin Rússland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira