Er öldrunarhjúkrun gefandi? Ólína Kristín Jónsdóttir skrifar 20. október 2024 22:01 Fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga hélt vinnudag í september síðastliðnum þar sem þverfaglegur hópur kom saman og ræddi um tækifærin í öldrunarþjónustu. Eitt af því sem við gerðum var að upphugsa slagorð fyrir öldrun. Svona fyrir utan: „Er ekki bara best að vinna í öldrun“ komu upp hugtök eins og: „krefjandi,“ „skemmtileg“ og „fjölbreytt,“ sem öldrunarhjúkrun vissulega er og ég spurði hvort að við ættum ekki að segja “gefandi” líka. Einn sessunautur minn andmælti því kröftuglega, ef starfið væri gefandi værum við að segja að við þyrftum ekki að fá borgað almennilega fyrir það. Þetta hefur ekki liðið mér úr minni síðan, því mér finnst svo sannarlega gefandi að sinna starfi mínu. Það þýðir ekki að ég vilji ekki fá borgað fyrir menntun, ábyrgð og reynslu. En ég held að það geri mig að betri fagmanneskju og það er eitthvað sem ég vil að fólk viti af. Að vera í gefandi starfi hvetur mann áfram og maður vill gera enn betur. Það eru margar hliðar á starfinu fyrir utan að uppfylla grunnþarfir. Sem dæmi má nefna að hjálpa fólki að komast yfir erfið einkenni heilabilunar, að styðja við fólk sem er að takast á við nýtt umhverfi og aðstæður og hjálpa því að blómstra. Að veita fjölskyldum ráðgjöf og stuðning við hvernig best er að takast á við veikindi og breyttan veruleika. Að fylgja skjólstæðingum okkar síðustu metrana í lífinu og gera þá fallega í stað kvíðvænlega. En svo er það umræðan á samfélagsmiðlum og jafnvel fjölmiðlum. Það skrifar enginn smá pistil á Facebook um að mamma sé nýflutt á hjúkrunarheimili, það hafi verið tekið vel á móti henni og hún sé ótrúlega sátt þó að auðvitað hefði hún viljað vera lengur heima. Hún sitji við borð með fólki sem hún kannast við úr Breiðholtinu og sé allt í einu farin að syngja og spila bingó, sem hún var löngu hætt að gera eða gerði jafnvel aldrei áður. Að hún sé ekki lengur kvíðin yfir því að vera ein heima heldur sé umkringd fólki í sömu stöðu og góðhjörtuðu starfsfólki. Sem er líklega algengasti raunveruleikinn. Það er engin skömm falin í því að þurfa að flytjast á hjúkrunarheimili eða vera aðstandandi einhverns sem þarf að flytja á hjúkrunarheimili. Að flytjast á hjúkrunarheimili eru réttindi fólks sem ekki getur lengur búið heima vegna ýmissa ástæðna. Raunveruleikinn er sá að það er yfirleitt það neikvæða sem að ratar í umræðuna, hratt og örugglega. Nú er ég ekki að segja að umönnun á hjúkrunarheimilum sé fullkomin. Starfsfólk og stjórnendur eru mannlegir og geta gert mistök eða yfirsést hlutir og mögulega er pottur brotinn einhversstaðar. En þá er mikilvægt að hlutirnir fari í réttan farveg, að ræða við deildarstjóra, framkvæmdastjóra og ef það dugar ekki, þá Landlæknisembættið. Það vinnast engar baráttur á samfélagsmiðlum og umræðan dregur kjarkinn úr almennu starfsfólki sem ekki má segja sína hlið. Í grunninn hef ég þá trú að allir séu að gera sitt besta, og oftast er það nógu gott. Það mætti svo gjarnan heyrast líka. Og vissulega heyrist það, þó að það sé ekki á opinberum vettvangi. Eftir spjall um daginn sagði skjólstæðingur: ”Það er svo gott að tala við þig, það er eins og að fá volgt sjal yfir axlirnar”. Á alþjóða Alzheimerdeginum gekk til mín kona og faðmaði mig, sagði að pabbi hennar hefði verið hjá mér fyrir mörgum árum og vildi þakka fyrir allt. Aðstandendur á deildinni minni vildu gleðja starfsfólkið og keyptu pizzu og ís og mættu með gítar og skemmtilegheit seinni part dags. Svona hlutir eru valdeflandi í krefjandi starfi. Kannski er ég mjúka týpan en ég bara verð að segja að öldrunarhjúkrun er jafn gefandi og hún er fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg. Ég vil samt fá sanngjörn laun. Höfundur er öldrunarhjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á hjúkrunarheimili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga hélt vinnudag í september síðastliðnum þar sem þverfaglegur hópur kom saman og ræddi um tækifærin í öldrunarþjónustu. Eitt af því sem við gerðum var að upphugsa slagorð fyrir öldrun. Svona fyrir utan: „Er ekki bara best að vinna í öldrun“ komu upp hugtök eins og: „krefjandi,“ „skemmtileg“ og „fjölbreytt,“ sem öldrunarhjúkrun vissulega er og ég spurði hvort að við ættum ekki að segja “gefandi” líka. Einn sessunautur minn andmælti því kröftuglega, ef starfið væri gefandi værum við að segja að við þyrftum ekki að fá borgað almennilega fyrir það. Þetta hefur ekki liðið mér úr minni síðan, því mér finnst svo sannarlega gefandi að sinna starfi mínu. Það þýðir ekki að ég vilji ekki fá borgað fyrir menntun, ábyrgð og reynslu. En ég held að það geri mig að betri fagmanneskju og það er eitthvað sem ég vil að fólk viti af. Að vera í gefandi starfi hvetur mann áfram og maður vill gera enn betur. Það eru margar hliðar á starfinu fyrir utan að uppfylla grunnþarfir. Sem dæmi má nefna að hjálpa fólki að komast yfir erfið einkenni heilabilunar, að styðja við fólk sem er að takast á við nýtt umhverfi og aðstæður og hjálpa því að blómstra. Að veita fjölskyldum ráðgjöf og stuðning við hvernig best er að takast á við veikindi og breyttan veruleika. Að fylgja skjólstæðingum okkar síðustu metrana í lífinu og gera þá fallega í stað kvíðvænlega. En svo er það umræðan á samfélagsmiðlum og jafnvel fjölmiðlum. Það skrifar enginn smá pistil á Facebook um að mamma sé nýflutt á hjúkrunarheimili, það hafi verið tekið vel á móti henni og hún sé ótrúlega sátt þó að auðvitað hefði hún viljað vera lengur heima. Hún sitji við borð með fólki sem hún kannast við úr Breiðholtinu og sé allt í einu farin að syngja og spila bingó, sem hún var löngu hætt að gera eða gerði jafnvel aldrei áður. Að hún sé ekki lengur kvíðin yfir því að vera ein heima heldur sé umkringd fólki í sömu stöðu og góðhjörtuðu starfsfólki. Sem er líklega algengasti raunveruleikinn. Það er engin skömm falin í því að þurfa að flytjast á hjúkrunarheimili eða vera aðstandandi einhverns sem þarf að flytja á hjúkrunarheimili. Að flytjast á hjúkrunarheimili eru réttindi fólks sem ekki getur lengur búið heima vegna ýmissa ástæðna. Raunveruleikinn er sá að það er yfirleitt það neikvæða sem að ratar í umræðuna, hratt og örugglega. Nú er ég ekki að segja að umönnun á hjúkrunarheimilum sé fullkomin. Starfsfólk og stjórnendur eru mannlegir og geta gert mistök eða yfirsést hlutir og mögulega er pottur brotinn einhversstaðar. En þá er mikilvægt að hlutirnir fari í réttan farveg, að ræða við deildarstjóra, framkvæmdastjóra og ef það dugar ekki, þá Landlæknisembættið. Það vinnast engar baráttur á samfélagsmiðlum og umræðan dregur kjarkinn úr almennu starfsfólki sem ekki má segja sína hlið. Í grunninn hef ég þá trú að allir séu að gera sitt besta, og oftast er það nógu gott. Það mætti svo gjarnan heyrast líka. Og vissulega heyrist það, þó að það sé ekki á opinberum vettvangi. Eftir spjall um daginn sagði skjólstæðingur: ”Það er svo gott að tala við þig, það er eins og að fá volgt sjal yfir axlirnar”. Á alþjóða Alzheimerdeginum gekk til mín kona og faðmaði mig, sagði að pabbi hennar hefði verið hjá mér fyrir mörgum árum og vildi þakka fyrir allt. Aðstandendur á deildinni minni vildu gleðja starfsfólkið og keyptu pizzu og ís og mættu með gítar og skemmtilegheit seinni part dags. Svona hlutir eru valdeflandi í krefjandi starfi. Kannski er ég mjúka týpan en ég bara verð að segja að öldrunarhjúkrun er jafn gefandi og hún er fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg. Ég vil samt fá sanngjörn laun. Höfundur er öldrunarhjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á hjúkrunarheimili.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun