Innlent

Nokkrir for­eldrar sóttu börn á lög­reglu­stöð

Lovísa Arnardóttir skrifar
Lögreglan var með virkt eftirlit í bænum í nótt með ungmennum. 
Lögreglan var með virkt eftirlit í bænum í nótt með ungmennum.  Vísir/Kolbeinn Tumi

Þrír gistu í fangaklefa Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Einn þeirra hafði verið til vandræða í hverfi 105 en hinir tveir í miðbæ. Annar sló mann í andlitið með glasi og hinn var til vandræða fyrir utan skemmtistað.

Frá klukkan 17 til 5 í morgun voru skráð 101 mál í kerfi lögreglunnar. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að lögreglan sinnti til dæmis skipulögðu eftirliti með umferð í nótt þar sem töluverður fjöldi ökumanna var stöðvaður og kærður fyrir að brjóta lög með hraðakstri eða að aka án ökuréttinda.

Þá sinnti lögregla einnig virku eftirliti með ungmennum undir aldri í miðbænum. Nokkrir foreldrar þurftu að koma á lögreglustöðina til að ná í börn sín sem ekki höfðu aldur til að vera í miðbænum eða vera undir áhrifum áfengis eða vímuefna.

Í dagbókinni kemur einnig fram að brotist hafi verið inn í geymslu í hverfi 108 og verðmætum stolið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×