Hið rándýra bil milli borgar og byggðar - lygileg sjúkrasaga úr sveitinni Jakob Frímann Magnússon skrifar 18. október 2024 20:02 Um síðastliðna helgi birtist grein á visir.is eftir undirritaðan með hrollvekjandi lýsingum á aðstæðum sem kvöldinu áður höfðu blasað við fárveikum einstaklingi í 7 klukkustunda bið á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Sú grein vakti mikil og hörð viðbrögð og kallað hefur verið eftir tafarlausum, löngu tímabærum úrbótum á umræddri Bráðamóttöku. Þó að aðstæður þeirra sem veikjast alvarlega á höfuðborgarsvæðinu séu með þeim hætti er lýst var í umræddri grein, er ekki síður brýnt að beina kastljósum að aðstæðum þeirra sem veikjast á landsbyggðinni sem og þeim fjölþættu útgjöldum úr eigin vasa sem við landsbyggðafólki blasa, m.a.s. ef barn er í vændum og fæðingardeildir lokast eins og gerðist á Neskaupsstað sl. vetur. Hér skal höfð eftir sönn saga af Húsvíkingi sem nýverið greindist með alvaregt krabbamein. Plokk, plokk, plokk! Umræddur sjúklingur var skömmu eftir greiningu boðaður á Landspítalann í Reykjavík á tilteknum degi, þar sem meinið skyldi rannsakað, myndað og metið. Sjúkingurinn sem þurfti atfylgi maka síns í umræddri ferð mátti sjálfur standa straum af akstri og eldsneyti frá Húsavík til Akureyrar, gegnum gjaldskyld Vaðlaheiðargöng og loks að Akureyrarflugvelli þar sem beið hans (nýlega) gjaldskylt bílastæði. Þá tók við rándýrt flug til Reykjavíkur, sem fram og til baka nam liðlega 90.000 kr. fyrir hvorn einstakling Af Reykjavíkurflugvelli var tekinn leigubíll fyrir 5.000 kr. og tékkað inn á hótel fyrir 35.000 kr. eina nótt. Loks var tekinn 4.000 króna leigubíll frá hótelinu að Landsspítala. Þegar þangað var komið biðu sjúklingsins eftirfarandi skilaboð: „Jáskanninn sem ætlað er að mynda þig bilaði því miður í dag. Þér verður boðinn nýr tími við fyrstu hentugleika!“ Tók þá aftur við leigubíll frá sjúkrahúsinu að hótelinu, þaðan annar leigubíll daginn eftir að Reykjavíkurflugvelli, hvaðan flogið var til Akureyrar þar sem bíllinn beið á gjaldskylda bílastæðinu. Við tók akstur þeirra hjóna gegnum gjaldskyldu Vaðlaheiðargöngin heim að Húsavík. Viku síðar var okkar manni gert að koma aftur suður, til myndatöku í fyrrnefndum jáskanna. Tók þá við sama kostnaðarsama ferlið fyrir þau hjónin og fyrr var lýst, frá Húsavík til Reykjavíkur. Þegar sjúklingurinn var mættur á spítalann og lagstur í þar til gert rúm til og búinn að fá sprautu í æð og byrjaður að meðtaka sérstakan vökva til að gera myndatöku mögulega, varð skyndilega uppi fótur og fit: „Hér hafa orðið mistök, efnið sem við byrjuðum að gefa þér til að jáskanninn geti greint meinið er gallað og ekkert annað að hafa í bráð. Við eigum því miður þann kost einan að senda þig heim að nýju og bjóða þér aftur hingað að viku liðinni.“ Við það sat. Hjónin héldu fremur hnípin og ráðvillt til baka norður til Húsavíkur. Í þriðju kostnaðar- og tímafreku ferðinni var lokatakmarkinu að endingu náð. Útgjöld úr eigin vasa vegna alls þessa námu samtals hátt á fjórða hundruð þúsund króna, eftir að dregið hafði verið frá það brot af ferðakostnaði sem Sjúkratryggingum var heimilað að greiða vegna sjúklingsins en ekkert má greiða vegna fylgdaraðila. Annar tengdur kostnaður svo sem vegna vinnutaps, máltíða o.fl. er hér ekki talinn með. Líklegt má telja að fólki bregði við ofangreindar lýsingar og spyrji sig: Getur nokkuð slíkt virkilega vera raunin á hinu velmegandi Íslandi árið 2024? Og hví þá? Skyldi einhver velkjast í vafa um sannleiksgildi alls þessa, skal það tekið fram að þessi frásögn er höfð beint eftir þeim sem þetta mátti þola. Landsbyggðafólkið okkar á svo sannarlega betra skilið en það sem hér er lýst! Ljóst má vera að við blasa að líkindum mun fleiri brýn verkefni til úrlausnar í heilbrigðiskerfinu en okkur hefði nokkurn tíma grunað. Þar er ekki við okkar ágæta heilbrigðisstarfsfólk að sakast heldur kerfi sem er að kikna undan álagi og skortir yfirsýn yfir aðstæður fólks, ekki síst þeirra sem sækja þjónustu um langan veg. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Flokkur fólksins Heilbrigðismál Norðurþing Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Um síðastliðna helgi birtist grein á visir.is eftir undirritaðan með hrollvekjandi lýsingum á aðstæðum sem kvöldinu áður höfðu blasað við fárveikum einstaklingi í 7 klukkustunda bið á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Sú grein vakti mikil og hörð viðbrögð og kallað hefur verið eftir tafarlausum, löngu tímabærum úrbótum á umræddri Bráðamóttöku. Þó að aðstæður þeirra sem veikjast alvarlega á höfuðborgarsvæðinu séu með þeim hætti er lýst var í umræddri grein, er ekki síður brýnt að beina kastljósum að aðstæðum þeirra sem veikjast á landsbyggðinni sem og þeim fjölþættu útgjöldum úr eigin vasa sem við landsbyggðafólki blasa, m.a.s. ef barn er í vændum og fæðingardeildir lokast eins og gerðist á Neskaupsstað sl. vetur. Hér skal höfð eftir sönn saga af Húsvíkingi sem nýverið greindist með alvaregt krabbamein. Plokk, plokk, plokk! Umræddur sjúklingur var skömmu eftir greiningu boðaður á Landspítalann í Reykjavík á tilteknum degi, þar sem meinið skyldi rannsakað, myndað og metið. Sjúkingurinn sem þurfti atfylgi maka síns í umræddri ferð mátti sjálfur standa straum af akstri og eldsneyti frá Húsavík til Akureyrar, gegnum gjaldskyld Vaðlaheiðargöng og loks að Akureyrarflugvelli þar sem beið hans (nýlega) gjaldskylt bílastæði. Þá tók við rándýrt flug til Reykjavíkur, sem fram og til baka nam liðlega 90.000 kr. fyrir hvorn einstakling Af Reykjavíkurflugvelli var tekinn leigubíll fyrir 5.000 kr. og tékkað inn á hótel fyrir 35.000 kr. eina nótt. Loks var tekinn 4.000 króna leigubíll frá hótelinu að Landsspítala. Þegar þangað var komið biðu sjúklingsins eftirfarandi skilaboð: „Jáskanninn sem ætlað er að mynda þig bilaði því miður í dag. Þér verður boðinn nýr tími við fyrstu hentugleika!“ Tók þá aftur við leigubíll frá sjúkrahúsinu að hótelinu, þaðan annar leigubíll daginn eftir að Reykjavíkurflugvelli, hvaðan flogið var til Akureyrar þar sem bíllinn beið á gjaldskylda bílastæðinu. Við tók akstur þeirra hjóna gegnum gjaldskyldu Vaðlaheiðargöngin heim að Húsavík. Viku síðar var okkar manni gert að koma aftur suður, til myndatöku í fyrrnefndum jáskanna. Tók þá við sama kostnaðarsama ferlið fyrir þau hjónin og fyrr var lýst, frá Húsavík til Reykjavíkur. Þegar sjúklingurinn var mættur á spítalann og lagstur í þar til gert rúm til og búinn að fá sprautu í æð og byrjaður að meðtaka sérstakan vökva til að gera myndatöku mögulega, varð skyndilega uppi fótur og fit: „Hér hafa orðið mistök, efnið sem við byrjuðum að gefa þér til að jáskanninn geti greint meinið er gallað og ekkert annað að hafa í bráð. Við eigum því miður þann kost einan að senda þig heim að nýju og bjóða þér aftur hingað að viku liðinni.“ Við það sat. Hjónin héldu fremur hnípin og ráðvillt til baka norður til Húsavíkur. Í þriðju kostnaðar- og tímafreku ferðinni var lokatakmarkinu að endingu náð. Útgjöld úr eigin vasa vegna alls þessa námu samtals hátt á fjórða hundruð þúsund króna, eftir að dregið hafði verið frá það brot af ferðakostnaði sem Sjúkratryggingum var heimilað að greiða vegna sjúklingsins en ekkert má greiða vegna fylgdaraðila. Annar tengdur kostnaður svo sem vegna vinnutaps, máltíða o.fl. er hér ekki talinn með. Líklegt má telja að fólki bregði við ofangreindar lýsingar og spyrji sig: Getur nokkuð slíkt virkilega vera raunin á hinu velmegandi Íslandi árið 2024? Og hví þá? Skyldi einhver velkjast í vafa um sannleiksgildi alls þessa, skal það tekið fram að þessi frásögn er höfð beint eftir þeim sem þetta mátti þola. Landsbyggðafólkið okkar á svo sannarlega betra skilið en það sem hér er lýst! Ljóst má vera að við blasa að líkindum mun fleiri brýn verkefni til úrlausnar í heilbrigðiskerfinu en okkur hefði nokkurn tíma grunað. Þar er ekki við okkar ágæta heilbrigðisstarfsfólk að sakast heldur kerfi sem er að kikna undan álagi og skortir yfirsýn yfir aðstæður fólks, ekki síst þeirra sem sækja þjónustu um langan veg. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun