Albert fór meiddur af velli en liðið fór á kostum 20. október 2024 15:00 Albert Guðmundsson meiddist snemma leiks og gat ekki haldið áfram. Getty/Claudio Villa Albert Guðmundsson var í byrjunarliðinu þegar Fiorentina vann sex marka stórsigur á Lecce á útivelli en dagurinn var stuttur hjá íslenska framherjanum. Albert meiddist í byrjun leiks og þurfti að yfirgefa völlinn strax á níundu mínútu. Þá var staðan enn markalaus en Fiorentona menn voru komnir 3-0 yfir í hálfleik. Lokastaðan var 6-0 fyrir Flórensmenn. Danilo Cataldi skoraði fyrsta markið á 20. mínútu, Andrea Colpani bætti við öðru marki á 34. minútu og Cataldi skoraði síðan aftur á lokamínútu fyrri hálfleiksins. Cataldi skoraði seinna markið beint úr aukaspyrnu en áður hafði Leece maðurinn Antonino Gallo verið rekinn útaf með rautt spjald. Colpani bætti við fjórða marki Fiorentina og öðru marki sínu á 54. mínútu. Lucas Beltran, sá sem kom inn á fyrir Albert, skoraði síðan fimmta markið á 61. minútu. Sjötta markið skoraði Fabiano Parisi á 72. mínútu. Ítalski boltinn
Albert Guðmundsson var í byrjunarliðinu þegar Fiorentina vann sex marka stórsigur á Lecce á útivelli en dagurinn var stuttur hjá íslenska framherjanum. Albert meiddist í byrjun leiks og þurfti að yfirgefa völlinn strax á níundu mínútu. Þá var staðan enn markalaus en Fiorentona menn voru komnir 3-0 yfir í hálfleik. Lokastaðan var 6-0 fyrir Flórensmenn. Danilo Cataldi skoraði fyrsta markið á 20. mínútu, Andrea Colpani bætti við öðru marki á 34. minútu og Cataldi skoraði síðan aftur á lokamínútu fyrri hálfleiksins. Cataldi skoraði seinna markið beint úr aukaspyrnu en áður hafði Leece maðurinn Antonino Gallo verið rekinn útaf með rautt spjald. Colpani bætti við fjórða marki Fiorentina og öðru marki sínu á 54. mínútu. Lucas Beltran, sá sem kom inn á fyrir Albert, skoraði síðan fimmta markið á 61. minútu. Sjötta markið skoraði Fabiano Parisi á 72. mínútu.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti