Fótboltinn þurfi að njóta vafans hjá Val: „Er mjólkurkýr félagsins“ Aron Guðmundsson skrifar 18. október 2024 08:03 Tími Barkar Edvardssonar í embætti formanns knattspyrnudeildar Vals er að líða undir lok. Tuttugu og eins árs farsælu samstarfi að ljúka. Vísir Eftir tuttugu og eins árs feril í embætti formanns knattspyrnudeildar Vals hefur Börkur Edvardsson ákveðið að láta staðar numið og mun hann ekki bjóða sig fram til formanns sé stjórnarsetu á komandi haustfundi félagsins. Börkur vill að byggt verði meira á fótboltanum hjá Val í framtíðinni. Honum leyft að njóta vafans. Fótboltinn sé mjólkurkýr félagsins. Komið að tímamótum hjá bæði Berki og knattspyrnudeild Vals. Mikið vatn runnið til sjávar frá því árið 2003, fjórtán stórir titlar unnist og umgjörð deildarinnar tekið stakkaskiptum. Það hafði blundað í Berki í tæp fimm ár að stíga til hliðar frá formannsembættinu sem er sjálfboðaliðastarf, það reyndist hins vegar erfitt. „Í einhverjum tilvikum hefur mér nánast verið bannað að hætta. Mér hefur runnið blóðið til skyldunnar og ekki viljað skilja eftir mig eitthvað sem er ekki nógu gott. Mér finnst rétti tímapunkturinn núna til þess að láta staðar numið. Reksturinn er í góðum málum. Þetta er orðið mjög umfangsmikið starf. Nánast ógjörningur að sinna þessu í sjálfboðaliðastarfi. Eftir tuttugu og eitt ár í þessu embætti geng ég mjög stoltur frá borði. Beinn í baki. Er með glæsta sögu, ég og mínir félagar sem hafa staðið með mér vaktina allan þennan tíma. Bæði í titlum talið og ekki síður í uppbyggingunni. Ég hef fengið að kynnast alveg ótrúlega flottu og góðu fólki, bæði í Val en einnig fyrir utan Val. Vini fyrir lífstíð. Er ánægður þegar að ég lít um öxl núna. Kveð mjög sáttur.“ Börkur skilur við rekstur knattspyrnudeildarinnar að eigin sögn í góðum málum þrátt fyrir að smávægilegt tap gæti orðið á rekstri knattspyrnudeildar Vals í næsta uppgjöri. Deildin á hins vegar inni áttatíu til hundrað milljónir hjá aðalstjórn félagsins í uppsöfnuðum hagnaði. Eigið fé deildarinnar er svo um 111 milljónir. Það er hins vegar mat Barkar eftir allan þennan tíma að það sé gífurlega erfitt að reka félag eins og Val. Félag með sex stór lið í boltagreinunum stóru. Handbolta, körfubolta og fótbolta sem öll vilja titla. „Þar af leiðandi þarftu bestu leikmennina, bestu þjálfarana og bestu umgjörðina. Þetta er rosalega kostnaðarsamt. Menn þurfa kannski í Val að fara stilla miðið upp á nýtt og aðlaga sig að því að þetta er nánast ógjörningur. Að leggja svona mikið í þessa sex meistaraflokka. Því að fótboltinn er mjólkurkýrin í stóru myndinni. Því það eru gríðarlegir peningar sem fylgja því Evrópusæti í fótbolta karla og kvenna, sem og að vinna titla þeim megin. Því miður er það ekki þannig í körfubolta og handbolta. Við þurfum svolítið að gæta að fótboltanum í Val. Ýta meira á og byggja meira undir hans. Leyfa honum að njóta vafans. Því þar eru stóru peningarnir og ef þeir nást þá munu þeir nýtast félaginu öllu. Eins og árangur fótboltans hefur gert.“ Viðtalið við Börk í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Einnig má hlusta á viðtalið í hlaðvarpsformi en neðar. Klippa: Börkur stígur stoltur frá borði hjá Val Íslenski boltinn Besta deild karla Besta deild kvenna Valur Mest lesið Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Sport „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti Fleiri fréttir Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Sjá meira
Komið að tímamótum hjá bæði Berki og knattspyrnudeild Vals. Mikið vatn runnið til sjávar frá því árið 2003, fjórtán stórir titlar unnist og umgjörð deildarinnar tekið stakkaskiptum. Það hafði blundað í Berki í tæp fimm ár að stíga til hliðar frá formannsembættinu sem er sjálfboðaliðastarf, það reyndist hins vegar erfitt. „Í einhverjum tilvikum hefur mér nánast verið bannað að hætta. Mér hefur runnið blóðið til skyldunnar og ekki viljað skilja eftir mig eitthvað sem er ekki nógu gott. Mér finnst rétti tímapunkturinn núna til þess að láta staðar numið. Reksturinn er í góðum málum. Þetta er orðið mjög umfangsmikið starf. Nánast ógjörningur að sinna þessu í sjálfboðaliðastarfi. Eftir tuttugu og eitt ár í þessu embætti geng ég mjög stoltur frá borði. Beinn í baki. Er með glæsta sögu, ég og mínir félagar sem hafa staðið með mér vaktina allan þennan tíma. Bæði í titlum talið og ekki síður í uppbyggingunni. Ég hef fengið að kynnast alveg ótrúlega flottu og góðu fólki, bæði í Val en einnig fyrir utan Val. Vini fyrir lífstíð. Er ánægður þegar að ég lít um öxl núna. Kveð mjög sáttur.“ Börkur skilur við rekstur knattspyrnudeildarinnar að eigin sögn í góðum málum þrátt fyrir að smávægilegt tap gæti orðið á rekstri knattspyrnudeildar Vals í næsta uppgjöri. Deildin á hins vegar inni áttatíu til hundrað milljónir hjá aðalstjórn félagsins í uppsöfnuðum hagnaði. Eigið fé deildarinnar er svo um 111 milljónir. Það er hins vegar mat Barkar eftir allan þennan tíma að það sé gífurlega erfitt að reka félag eins og Val. Félag með sex stór lið í boltagreinunum stóru. Handbolta, körfubolta og fótbolta sem öll vilja titla. „Þar af leiðandi þarftu bestu leikmennina, bestu þjálfarana og bestu umgjörðina. Þetta er rosalega kostnaðarsamt. Menn þurfa kannski í Val að fara stilla miðið upp á nýtt og aðlaga sig að því að þetta er nánast ógjörningur. Að leggja svona mikið í þessa sex meistaraflokka. Því að fótboltinn er mjólkurkýrin í stóru myndinni. Því það eru gríðarlegir peningar sem fylgja því Evrópusæti í fótbolta karla og kvenna, sem og að vinna titla þeim megin. Því miður er það ekki þannig í körfubolta og handbolta. Við þurfum svolítið að gæta að fótboltanum í Val. Ýta meira á og byggja meira undir hans. Leyfa honum að njóta vafans. Því þar eru stóru peningarnir og ef þeir nást þá munu þeir nýtast félaginu öllu. Eins og árangur fótboltans hefur gert.“ Viðtalið við Börk í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Einnig má hlusta á viðtalið í hlaðvarpsformi en neðar. Klippa: Börkur stígur stoltur frá borði hjá Val
Íslenski boltinn Besta deild karla Besta deild kvenna Valur Mest lesið Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Sport „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti Fleiri fréttir Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Sjá meira