Beckham sárnar hvernig fólk lítur á ferilinn hans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. október 2024 12:31 David Beckham í búningsklefanum á gamla Wembley eftir að Manchester United vann Newcastle United í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar vorið 1999. getty/John Peters David Beckham viðurkennir að honum sárni að fólk líti frekar á hann sem stjörnu en fótboltamann. Beckham var einn besti leikmaður heims á sínum tíma. Hann var til að mynda í 2. sæti í valinu fyrir Gullboltann 1999, sama ár og Manchester United vann þrennuna. Hinn 49 ára Beckham er þó ekki síður þekktur fyrir lífið utan vallar. Og honum finnst að það skyggi á fótboltaferilinn. „Ég get ekki logið því. Það svíður aðeins. Því í gegnum árin hefur sennilega verið talað meira um þann hluta,“ sagði Beckham í viðtali við Rio Ferdinand, fyrrverandi samherja sinn hjá United og enska landsliðinu. „En ég geri ráð fyrir að það yrði alltaf minnst á það á einhverjum tímapunkti út af ferlinum sem ég átti. Ég var með eitthvað utan vallar sem var ekki jafn mikilvægt og fótboltinn en ég vinn við núna. Ég vissi að einhvern tímann þegar ég hætti að spila myndi ég leggja viðskiptin fyrir mig og það sem ég gerði á fótboltaferlinum myndi hjálpa mér með það.“ Minntu fólk á leikmanninn Beckham telur þó að Netflix heimildaþættirnir um hann hafa varpað ljósi á hversu góður fótboltamaður hann var og kynnt ferilinn hans fyrir yngri kynslóðum. „Ég er mjög lánsamur en augljóslega myndi ég frekar vilja að fólk segði að ég væri frábær leikmaður og frábær manneskja,“ sagði Beckham. „En fólk er farið að tala meira á þeim nótum. Þættirnir eiga sinn þátt í því. Þeir minntu fólk kannski á leikmanninn sem ég var.“ Beckham er í dag forseti og meðeigandi Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum auk þess að vera stjórnandi og meðeigandi enska D-deildarliðsins Salford City með nokkrum fyrrverandi samherjum sínum hjá United. Enski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Beckham var einn besti leikmaður heims á sínum tíma. Hann var til að mynda í 2. sæti í valinu fyrir Gullboltann 1999, sama ár og Manchester United vann þrennuna. Hinn 49 ára Beckham er þó ekki síður þekktur fyrir lífið utan vallar. Og honum finnst að það skyggi á fótboltaferilinn. „Ég get ekki logið því. Það svíður aðeins. Því í gegnum árin hefur sennilega verið talað meira um þann hluta,“ sagði Beckham í viðtali við Rio Ferdinand, fyrrverandi samherja sinn hjá United og enska landsliðinu. „En ég geri ráð fyrir að það yrði alltaf minnst á það á einhverjum tímapunkti út af ferlinum sem ég átti. Ég var með eitthvað utan vallar sem var ekki jafn mikilvægt og fótboltinn en ég vinn við núna. Ég vissi að einhvern tímann þegar ég hætti að spila myndi ég leggja viðskiptin fyrir mig og það sem ég gerði á fótboltaferlinum myndi hjálpa mér með það.“ Minntu fólk á leikmanninn Beckham telur þó að Netflix heimildaþættirnir um hann hafa varpað ljósi á hversu góður fótboltamaður hann var og kynnt ferilinn hans fyrir yngri kynslóðum. „Ég er mjög lánsamur en augljóslega myndi ég frekar vilja að fólk segði að ég væri frábær leikmaður og frábær manneskja,“ sagði Beckham. „En fólk er farið að tala meira á þeim nótum. Þættirnir eiga sinn þátt í því. Þeir minntu fólk kannski á leikmanninn sem ég var.“ Beckham er í dag forseti og meðeigandi Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum auk þess að vera stjórnandi og meðeigandi enska D-deildarliðsins Salford City með nokkrum fyrrverandi samherjum sínum hjá United.
Enski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira