Lenya vill forystusæti hjá Pírötum í Reykjavík Lovísa Arnardóttir skrifar 17. október 2024 10:09 Lenya hefur verið varaþingmaður en vill vera þingmaður. Vísir/Vilhelm Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, sækist eftir fyrsta sæti í prófkjöri Pírata í Reykjavíkurkjördæmunum. Það tilkynnti Lenya á Facebook í færslu í gær. Hún hefur síðustu þrjú ár sinnt varaþingmennsku fyrir flokkinn en segir tíma til kominn að hleypa nýju fólki að borðinu. Í síðustu Alþingiskosningum leiddu Björn Leví Gunnarsson og Halldóra Mogensen í Reykjavíkurkjördæmunum. Bæði hafa þau gefið út að þau ætli að halda áfram og því ljóst að slagur verður um oddvitasætin í kjördæmunum. Píratar eru með sameiginlegt prófkjör í Reykjavík en raða svo á lista í báðum kjördæmunum miðað við niðurstöðu í kosningu. Skráning í prófkjörið opnaði 15. október og lýkur á sunnudag, 20. október. Kosning fer svo fram 20. til 22. október. „Á síðustu dögum hefur staðan í stjórnmálum tekið ýmsum breytingum og ímynda ég mér að fólkið í landinu sé orðið spennt fyrir raunverulegum breytingum - breytingum á því hvernig stjórnmál eru stunduð og breytingum á stjórnmálamönnum sjálfum. Því sækist ég eftir því að leiða listann í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Það er kominn tími á að hleypa nýju fólki að borðinu, sem er eðlilegt og heilbrigt í öllum flokkum. Mikilvægt er að flokkur sem talar fyrir breytingum fagni breytingum innan flokksins,“ segir Lenya Rún í færslu sem hún birti á Facebook í gærkvöldi. Ný forysta marki nýjan kafla Þar segir hún einnig að ný forysta eigi að marka nýjan kafla í flokknum og að aldrei hafi verið jafn mikil þörf á því að hamra á upphaflegu gildum Pírata. „Forysta og ábyrgð í stjórnmálaflokki krefst trausts, og er ég að biðja um það traust. Ég vil að þingmenn tali fyrir fólk en ekki yfir fólk. Ég vil færa valdið aftur í hendur fólksins, enda er beint lýðræði ein af grunnstoðum Pírata. Þingseta er ekki sjálfgefin og er hún einungis möguleg í krafti umboðs grasrótarinnar. Verði mér treyst fyrir því umboði, mun ég sjá til þess að áhersla grasrótar sé endurspegluð í komandi kosningabaráttu og á Alþingi,“ segir Lenya. Alþingiskosningar 2024 Píratar Alþingi Tengdar fréttir Halldóra vill vera áfram á þingi Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, hyggst áfram gefa kost á sér til að gegna þingmennsku í komandi alþingiskosningum. Þannig hafa þrír af sex sitjandi þingmönnum flokksins gefið það út að þeir hyggi aftur á framboð. Auk Halldóru ætla Björn Leví Gunnarsson og Gísli Rafn Ólafsson að gefa kost á sér áfram, en Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir ætlar hins vegar ekki fram aftur. 15. október 2024 12:54 Andrés og Sunna áfram og borgarfulltrúi undir feldi Andrés Ingi Jónsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmenn Pírata ætla henda sér í prófkjör Pírata fyrir komandi kosningar til Alþingis. Þetta staðfesta þau við fréttastofu. Flokkarnir þurfa að skila framboðslistum sínum til landskjörstjórnar í síðasta lagi 31. október. Tíminn er því knappur. 16. október 2024 11:11 Píratar komnir í kosningaham Píratar eru komnir í kosningaham og hafa nokkrir þeirra þegar gefið út að þeir muni sækjast eftir sæti á lista. Þeirra á meðal eru þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson og Gísli Rafn Ólafsson og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir sem nýlega gekk til liðs við flokkinn. Öll hafa þau birt færslur á samfélagsmiðlum þar sem þau kalla eftir stuðningi. 15. október 2024 09:36 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Í síðustu Alþingiskosningum leiddu Björn Leví Gunnarsson og Halldóra Mogensen í Reykjavíkurkjördæmunum. Bæði hafa þau gefið út að þau ætli að halda áfram og því ljóst að slagur verður um oddvitasætin í kjördæmunum. Píratar eru með sameiginlegt prófkjör í Reykjavík en raða svo á lista í báðum kjördæmunum miðað við niðurstöðu í kosningu. Skráning í prófkjörið opnaði 15. október og lýkur á sunnudag, 20. október. Kosning fer svo fram 20. til 22. október. „Á síðustu dögum hefur staðan í stjórnmálum tekið ýmsum breytingum og ímynda ég mér að fólkið í landinu sé orðið spennt fyrir raunverulegum breytingum - breytingum á því hvernig stjórnmál eru stunduð og breytingum á stjórnmálamönnum sjálfum. Því sækist ég eftir því að leiða listann í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Það er kominn tími á að hleypa nýju fólki að borðinu, sem er eðlilegt og heilbrigt í öllum flokkum. Mikilvægt er að flokkur sem talar fyrir breytingum fagni breytingum innan flokksins,“ segir Lenya Rún í færslu sem hún birti á Facebook í gærkvöldi. Ný forysta marki nýjan kafla Þar segir hún einnig að ný forysta eigi að marka nýjan kafla í flokknum og að aldrei hafi verið jafn mikil þörf á því að hamra á upphaflegu gildum Pírata. „Forysta og ábyrgð í stjórnmálaflokki krefst trausts, og er ég að biðja um það traust. Ég vil að þingmenn tali fyrir fólk en ekki yfir fólk. Ég vil færa valdið aftur í hendur fólksins, enda er beint lýðræði ein af grunnstoðum Pírata. Þingseta er ekki sjálfgefin og er hún einungis möguleg í krafti umboðs grasrótarinnar. Verði mér treyst fyrir því umboði, mun ég sjá til þess að áhersla grasrótar sé endurspegluð í komandi kosningabaráttu og á Alþingi,“ segir Lenya.
Alþingiskosningar 2024 Píratar Alþingi Tengdar fréttir Halldóra vill vera áfram á þingi Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, hyggst áfram gefa kost á sér til að gegna þingmennsku í komandi alþingiskosningum. Þannig hafa þrír af sex sitjandi þingmönnum flokksins gefið það út að þeir hyggi aftur á framboð. Auk Halldóru ætla Björn Leví Gunnarsson og Gísli Rafn Ólafsson að gefa kost á sér áfram, en Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir ætlar hins vegar ekki fram aftur. 15. október 2024 12:54 Andrés og Sunna áfram og borgarfulltrúi undir feldi Andrés Ingi Jónsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmenn Pírata ætla henda sér í prófkjör Pírata fyrir komandi kosningar til Alþingis. Þetta staðfesta þau við fréttastofu. Flokkarnir þurfa að skila framboðslistum sínum til landskjörstjórnar í síðasta lagi 31. október. Tíminn er því knappur. 16. október 2024 11:11 Píratar komnir í kosningaham Píratar eru komnir í kosningaham og hafa nokkrir þeirra þegar gefið út að þeir muni sækjast eftir sæti á lista. Þeirra á meðal eru þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson og Gísli Rafn Ólafsson og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir sem nýlega gekk til liðs við flokkinn. Öll hafa þau birt færslur á samfélagsmiðlum þar sem þau kalla eftir stuðningi. 15. október 2024 09:36 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Halldóra vill vera áfram á þingi Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, hyggst áfram gefa kost á sér til að gegna þingmennsku í komandi alþingiskosningum. Þannig hafa þrír af sex sitjandi þingmönnum flokksins gefið það út að þeir hyggi aftur á framboð. Auk Halldóru ætla Björn Leví Gunnarsson og Gísli Rafn Ólafsson að gefa kost á sér áfram, en Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir ætlar hins vegar ekki fram aftur. 15. október 2024 12:54
Andrés og Sunna áfram og borgarfulltrúi undir feldi Andrés Ingi Jónsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmenn Pírata ætla henda sér í prófkjör Pírata fyrir komandi kosningar til Alþingis. Þetta staðfesta þau við fréttastofu. Flokkarnir þurfa að skila framboðslistum sínum til landskjörstjórnar í síðasta lagi 31. október. Tíminn er því knappur. 16. október 2024 11:11
Píratar komnir í kosningaham Píratar eru komnir í kosningaham og hafa nokkrir þeirra þegar gefið út að þeir muni sækjast eftir sæti á lista. Þeirra á meðal eru þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson og Gísli Rafn Ólafsson og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir sem nýlega gekk til liðs við flokkinn. Öll hafa þau birt færslur á samfélagsmiðlum þar sem þau kalla eftir stuðningi. 15. október 2024 09:36