Æfur út í eigendur Man. Utd: „Hendi þeim öllum í risapoka af skít“ Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2024 23:31 Sir Alex Ferguson er enn fastagestur á leikjum Manchester United. Eric Cantona krefst þess að Jim Ratcliffe og aðrir stjórnendur félagsins sýni Ferguson óendanlega virðingu. Samsett/Getty Eigendur Manchester United hafa ákveðið að endurnýja ekki samning við Sir Alex Ferguson um að starfa sem sendiherra félagsins. Eric Cantona er æfur yfir þessu og segir félagið sýna stjóranum sigursæla vanvirðingu. Cantona varð goðsögn í sögu United þegar hann lék með liðinu undir stjórn Ferguson, og átti stóran þátt í fyrsta Englandsmeistaratitlinum sem Ferguson skilaði á Old Trafford. Alls unnu þeir fjóra Englandsmeistaratitla saman en Ferguson fagnaði þrettánda Englandsmeistaratitlinum vorið 2013, þegar hann hætti sem knattspyrnustjóri United. Frá því ári hefur Ferguson verið sendiherra United og fengið tvær milljónir punda á ári í laun sem slíkur. Þau laun fær hinn 83 ára gamli Skoti ekki lengur en sú ákvörðun er hluti af aðhaldsaðgerðum hjá United. „Ætti að fá að gera það sem hann lystir þar til hann deyr“ The Independent segist hafa heimildir fyrir því að ákvörðunin hafi verið tekin eftir vinalegar viðræður á milli stjórnenda United og Ferguson. Cantona er engu að síður á því að félagið eigi að gera betur við stjórann magnaða og sparaði ekki stóru orðin í garð eigenda United: „Sir Alex Ferguson ætti að fá að gera það sem hann lystir hjá félaginu þangað til að hann deyr. Þvílíkur skortur á virðingu. Þetta er algjört hneyksli. Sir Alex Ferguson verður stjórinn minn að eilífu! Og ég hendi þeim öllum í risapoka af skít,“ skrifaði Cantona á Instagram. Eric Cantona's response to reports that INEOS have ended Sir Alex Ferguson's ambassadorial contract with Man United 👀 pic.twitter.com/wtSNUIGfLt— Football on TNT Sports (@footballontnt) October 15, 2024 Gengi United hefur verið afleitt í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð en liðið er þar í 14. sæti eftir að hafa endað í 8. sæti á síðustu leiktíð, sem er versti árangur liðsins frá stofnun úrvalsdeildarinnar árið 1992. Félagið eyddi yfir 200 milljónum punda í leikmenn í sumar en það hefur ekki skilað sér hingað til í deildinni. Alls hefur um 600 milljónum punda verið varið í leikmenn síðan að Erik ten Hag tók við stjórn sumarið 2022. Í síðasta mánuði tilkynnti United að tap félagsins á síðasta tekjuári, sem lauk 30. júní, hefði numið 113,2 milljónum punda. Félagið fullyrti þó að það stæðist allar reglur um fjárhagslegt aðhald, en brot á þeim geta varðað stigafrádrætti. Samkvæmt frétt The Independent áætlar félagið að geta sparað sér 40-45 milljónir punda með aðhaldsaðgerðum. Enski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Sjá meira
Cantona varð goðsögn í sögu United þegar hann lék með liðinu undir stjórn Ferguson, og átti stóran þátt í fyrsta Englandsmeistaratitlinum sem Ferguson skilaði á Old Trafford. Alls unnu þeir fjóra Englandsmeistaratitla saman en Ferguson fagnaði þrettánda Englandsmeistaratitlinum vorið 2013, þegar hann hætti sem knattspyrnustjóri United. Frá því ári hefur Ferguson verið sendiherra United og fengið tvær milljónir punda á ári í laun sem slíkur. Þau laun fær hinn 83 ára gamli Skoti ekki lengur en sú ákvörðun er hluti af aðhaldsaðgerðum hjá United. „Ætti að fá að gera það sem hann lystir þar til hann deyr“ The Independent segist hafa heimildir fyrir því að ákvörðunin hafi verið tekin eftir vinalegar viðræður á milli stjórnenda United og Ferguson. Cantona er engu að síður á því að félagið eigi að gera betur við stjórann magnaða og sparaði ekki stóru orðin í garð eigenda United: „Sir Alex Ferguson ætti að fá að gera það sem hann lystir hjá félaginu þangað til að hann deyr. Þvílíkur skortur á virðingu. Þetta er algjört hneyksli. Sir Alex Ferguson verður stjórinn minn að eilífu! Og ég hendi þeim öllum í risapoka af skít,“ skrifaði Cantona á Instagram. Eric Cantona's response to reports that INEOS have ended Sir Alex Ferguson's ambassadorial contract with Man United 👀 pic.twitter.com/wtSNUIGfLt— Football on TNT Sports (@footballontnt) October 15, 2024 Gengi United hefur verið afleitt í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð en liðið er þar í 14. sæti eftir að hafa endað í 8. sæti á síðustu leiktíð, sem er versti árangur liðsins frá stofnun úrvalsdeildarinnar árið 1992. Félagið eyddi yfir 200 milljónum punda í leikmenn í sumar en það hefur ekki skilað sér hingað til í deildinni. Alls hefur um 600 milljónum punda verið varið í leikmenn síðan að Erik ten Hag tók við stjórn sumarið 2022. Í síðasta mánuði tilkynnti United að tap félagsins á síðasta tekjuári, sem lauk 30. júní, hefði numið 113,2 milljónum punda. Félagið fullyrti þó að það stæðist allar reglur um fjárhagslegt aðhald, en brot á þeim geta varðað stigafrádrætti. Samkvæmt frétt The Independent áætlar félagið að geta sparað sér 40-45 milljónir punda með aðhaldsaðgerðum.
Enski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Sjá meira