Innlent

Beint: Bjarni fer á fund for­seta

Lovísa Arnardóttir skrifar
Bjarni Benediktsson ræði við fréttamenn fyrir utan Bessastaði í morgun, mánudaginn 14. október 2024.
Bjarni Benediktsson ræði við fréttamenn fyrir utan Bessastaði í morgun, mánudaginn 14. október 2024. Vísir/Vilhelm

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hittir forseta Íslands klukkan níu til að óska eftir þingrofi sem hann vonast til að geti formlega átt sér stað á fimmtudag. Verði af því munu kosningar að öllum líkindum fara fram í lok næsta mánaðar. 

Bjarni boðaði óvænt til blaðamannafundar í forsætisráðuneytinu klukkan hálf fjögur í gær og sleit stjórnarsamstarfinu. Hann sagði ágreiningsmálin í samstarfinu hafa verið orðin of mörg og alvarleg og því rétt að slíta því.

Eftir fund sinn í dag með Bjarna mun Halla Tómasdóttir einnig ræða við formenn annarra flokka. Hægt verður að fylgjast með frá Bessastöðum í beinni í spilaranum hér að neðan. 

Fylgst er með fundi Bjarna og Höllu í vaktinni hér að neðan. Ef hún birtist ekki ráð að endurhlaða síðunni:




Fleiri fréttir

Sjá meira
×