Rollubingó og hrútasýning á Flúðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. október 2024 21:04 Dómararnir að störfum á hrútasýningunni, sem fór fram í reiðhöllinni á Flúðum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Allir glæsilegustu hrútar í Hrunamannahreppi komu fram á hrútasýningu á Flúðum þar sem þeir voru þuklaðir í bak og fyrir til að finna út hver væri með bestu lærin, bakið og bringuna. Þá vakti rollubingó sýningarinnar mikla kátínu gesta. Hrútasýningin fór fram í gær í reiðhöllinni á Flúðum á vegum Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna. Mikil stemming var á sýningunni enda margt fólk og mikið af fallegu fé en um 3.200 vetrarfóðraðar kindur eru í Hrunamannahreppi. Presturinn í Hruna er einn af aðal mönnunum í sveitinni þegar íslenska sauðkindin er annars vegar. „Heyrðu, við erum hérna með sérlega sérfræðinga, sem þukla hrúta í hinum ýmsu flokkum. Það eru mislitir og hvítir lambhrútar og veturgamlir,” segir séra Óskar Hafsteinn Óskarsson og ritari í stjórn Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna. Óskar Hafsteinn Óskarsson, ritari Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna og prestur sveitarinnar, sem var allt í öllu á sýningunni í gær varðandi skipulagninguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo var það rollubingóið, sem sló algjörlega í gegn en hvernig fer það fram? „Þá setjum við kind inn á bingóspjald. Hún vafrar þar um og allir bíða í ofvæni eftir að hún geri stykkin sín og í þann reit, sem hún gerir stykkin sín, sá fær bingó,” segir Óskar Hafsteinn. Rollubingóið er alltaf vinsælt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og dómararnir höfðu meira en nóg að gera við dómarastörfin sín en þá er verið að leita af ákveðnum atriðum. „Það er bara bakið og lærin og bringan, þetta er allt massað af vöðvum,” segir Jökull Helgason, annar af dómurum dagsins. Dómararnir að störfum Sýningin tókst einstaklega vel enda var mikil ánægja með hana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sérstök dómnefnd valdi fallegustu gimbur á hrútasýningunni en það var flekkótt gimbur frá Ásatúni. Hún fékk strax nafnið Fegurðardrottning. Og það er vaninn á hrútasýningum í Hrunamannahreppi að útnefnda íhaldsmann ársins en í ár er það Björgvin Ólafsson í Hrepphólum, mikill íhaldsmaður. „Þetta er mikill heiður, ég fæ að velja á næsta ári næsta íhaldsmann,” segir Pétur hlæjandi. Björgvin Ólafsson í Hrepphólum með viðurkenningarskjalið sitt um að hann sé íhaldsmaður númer eitt í Hrunamannahreppi næsta árið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Sauðfé Landbúnaður Sýningar á Íslandi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Hrútasýningin fór fram í gær í reiðhöllinni á Flúðum á vegum Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna. Mikil stemming var á sýningunni enda margt fólk og mikið af fallegu fé en um 3.200 vetrarfóðraðar kindur eru í Hrunamannahreppi. Presturinn í Hruna er einn af aðal mönnunum í sveitinni þegar íslenska sauðkindin er annars vegar. „Heyrðu, við erum hérna með sérlega sérfræðinga, sem þukla hrúta í hinum ýmsu flokkum. Það eru mislitir og hvítir lambhrútar og veturgamlir,” segir séra Óskar Hafsteinn Óskarsson og ritari í stjórn Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna. Óskar Hafsteinn Óskarsson, ritari Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna og prestur sveitarinnar, sem var allt í öllu á sýningunni í gær varðandi skipulagninguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo var það rollubingóið, sem sló algjörlega í gegn en hvernig fer það fram? „Þá setjum við kind inn á bingóspjald. Hún vafrar þar um og allir bíða í ofvæni eftir að hún geri stykkin sín og í þann reit, sem hún gerir stykkin sín, sá fær bingó,” segir Óskar Hafsteinn. Rollubingóið er alltaf vinsælt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og dómararnir höfðu meira en nóg að gera við dómarastörfin sín en þá er verið að leita af ákveðnum atriðum. „Það er bara bakið og lærin og bringan, þetta er allt massað af vöðvum,” segir Jökull Helgason, annar af dómurum dagsins. Dómararnir að störfum Sýningin tókst einstaklega vel enda var mikil ánægja með hana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sérstök dómnefnd valdi fallegustu gimbur á hrútasýningunni en það var flekkótt gimbur frá Ásatúni. Hún fékk strax nafnið Fegurðardrottning. Og það er vaninn á hrútasýningum í Hrunamannahreppi að útnefnda íhaldsmann ársins en í ár er það Björgvin Ólafsson í Hrepphólum, mikill íhaldsmaður. „Þetta er mikill heiður, ég fæ að velja á næsta ári næsta íhaldsmann,” segir Pétur hlæjandi. Björgvin Ólafsson í Hrepphólum með viðurkenningarskjalið sitt um að hann sé íhaldsmaður númer eitt í Hrunamannahreppi næsta árið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Sauðfé Landbúnaður Sýningar á Íslandi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira