Brotthvarf Katrínar hafi verið dauðadómur samstarfsins Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. október 2024 17:44 Inga Sæland, formaður Flokk fólksins. Vísir/Arnar „Upphafið að þessu öllu saman var þegar að Katrín labbaði frá þeim. Það var eiginlega dauðadómur þessarar ríkisstjórnar. Það eru allt aðrar áherslur sem koma með þessum nýja formanni Vinstri grænna. Hún með sín þrjú prósent heldur virkilega að hún sé með dagskrávaldið og ætlar að ákveða kosningar og ég veit ekki hvað og hvað.“ Þetta segir Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, í samtali við Vísi um ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra en hann tilkynnti í dag að stjórnarsamstarfinu yrði slitið og boðað yrði til kosninga í nóvember. Bjarni fundar með Höllu Tómasdóttur forseta klukkan níu í fyrramálið og leggja fyrir hana tillögu um þingrof. 150 prósent tilbúin fyrir kosningar Hún segir ákvörðunina hafa teiknast upp alveg eins og hafi verið fyrirséð í þó nokkurn tíma. Hún segir ríkisstjórnina ekki hafa átt neina von síðan að Svandís Svavarsdóttir var kjörin formaður Vinstri grænna á landsfundi flokksins á dögunum. Inga kveðst ánægð með ákvörðun Bjarna sem hafi verið það eina í stöðunni. „Staðreyndin er sú að Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Þetta var eina spilið sem hann átti uppi í erminni til þess að standa í fæturnar og sýna djörfung og dug. Það var að taka ábyrgð. Hans fylgi er líka að fjara út eins og þú veist.“ Hún segir að um stuttan fyrirvara sé að ræða fyrir kosningar en tekur fram að Flokkur fólksins sé tilbúinn í kosningabaráttu. „Ég er miklu meira en ánægð með þessa ákvörðun því það eina sem er í boði núna er að kjósendur fái að koma að borðinu. Þjóðin fái að segja sína skoðun og taka ákvörðun um hverjir eigi að taka við stjórnartaumunum. Ég fæddist tilbúin til að takast á við þessi verkefni og ég hlakka til að gera það. Við erum 150 prósent tilbúin og við fæddumst tilbúin.“ „Við formann Vinstri grænna segi ég einfaldlega þetta“ Inga gagnrýnir formann Vinstri Grænna og segir niðurstöðuna ekki geta komið Svandísi á óvart. Svandís sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hún hafi ekki talið þingrof næst á dagskrá og að hún væri hugsi vegna þessa. „Það er engin samstarfsviðleitni og enginn samstarfsvilji hjá nýkjörnum formanni Vinstri grænna. Það var athyglisvert þegar hún kom fram og sagði að þetta kom henni á óvart. Við formann Vinstri grænna segi ég einfaldlega þetta, þú ert að uppskera nákvæmlega því sem þú sáðir, ágæta Svandís Svavarsdóttir.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þetta segir Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, í samtali við Vísi um ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra en hann tilkynnti í dag að stjórnarsamstarfinu yrði slitið og boðað yrði til kosninga í nóvember. Bjarni fundar með Höllu Tómasdóttur forseta klukkan níu í fyrramálið og leggja fyrir hana tillögu um þingrof. 150 prósent tilbúin fyrir kosningar Hún segir ákvörðunina hafa teiknast upp alveg eins og hafi verið fyrirséð í þó nokkurn tíma. Hún segir ríkisstjórnina ekki hafa átt neina von síðan að Svandís Svavarsdóttir var kjörin formaður Vinstri grænna á landsfundi flokksins á dögunum. Inga kveðst ánægð með ákvörðun Bjarna sem hafi verið það eina í stöðunni. „Staðreyndin er sú að Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Þetta var eina spilið sem hann átti uppi í erminni til þess að standa í fæturnar og sýna djörfung og dug. Það var að taka ábyrgð. Hans fylgi er líka að fjara út eins og þú veist.“ Hún segir að um stuttan fyrirvara sé að ræða fyrir kosningar en tekur fram að Flokkur fólksins sé tilbúinn í kosningabaráttu. „Ég er miklu meira en ánægð með þessa ákvörðun því það eina sem er í boði núna er að kjósendur fái að koma að borðinu. Þjóðin fái að segja sína skoðun og taka ákvörðun um hverjir eigi að taka við stjórnartaumunum. Ég fæddist tilbúin til að takast á við þessi verkefni og ég hlakka til að gera það. Við erum 150 prósent tilbúin og við fæddumst tilbúin.“ „Við formann Vinstri grænna segi ég einfaldlega þetta“ Inga gagnrýnir formann Vinstri Grænna og segir niðurstöðuna ekki geta komið Svandísi á óvart. Svandís sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hún hafi ekki talið þingrof næst á dagskrá og að hún væri hugsi vegna þessa. „Það er engin samstarfsviðleitni og enginn samstarfsvilji hjá nýkjörnum formanni Vinstri grænna. Það var athyglisvert þegar hún kom fram og sagði að þetta kom henni á óvart. Við formann Vinstri grænna segi ég einfaldlega þetta, þú ert að uppskera nákvæmlega því sem þú sáðir, ágæta Svandís Svavarsdóttir.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira