Verðugir verðlaunahafar Stefán Pálsson skrifar 13. október 2024 12:01 Í liðinni viku var tilkynnt að friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 2024 færu til Nioh Hidankyo, samtaka eftirlifenda kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí. Samtök þessi voru stofnuð árið 1956 í tvíþættum tilgangi. Í fyrsta lagi mátti fólkið sem lenti í árásunum afdrifaríku þola ótrúlega fordóma og útskúfun í japönsku samfélagi. Um þá ljótu sögu er meðal annars fjallað á áhrifamikinn hátt í kvikmyndinni Snertingu sem gerð var eftir samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, sem sjálfsagt er að hvetja alla til að kynna sér. Hitt meginmarkmið Nioh Hidankyo var frá upphafi að vekja athygli á ógnum kjarnorkuvopna og hvetja ráðamenn heimsins til að útrýma slíkum vopnum. Samtökin voru stofnuð um það leyti sem kjarnorkukapphlaup risaveldanna var að hefjast fyrir alvöru. Bæði Bandaríkin og Sovétríkin höfðu þróað vetnssprengjur sem voru margfalt öflugari en þær sprengjur sem varpað hafði verið á japönsku borgirnar tvær. Á næstu árum kepptust ríkin tvö við að framleiða sífellt kröftugri vopn og voru tilraunasprengingar þeirra tíðar, með alvarlegum afleiðingum fyrir líf og heilsu milljóna manna á stóru svæði. Því miður hefur barátta kjarnorkuvopnaandstæðinga sjaldan eða aldrei verið brýnni en nú um stundir. Bandaríkin og Rússland hafa á síðustu árum snúið baki við mörgum af veigamestu afvopnunarsáttmálum Kalda stríðsins, auk þess sem svimandi fjárhæðum er varið til þróunar á nýjum kjarnorkuvopnum. Í þeirri vinnu gæla herstjórnendur sífellt meira við möguleikann á „staðbundinni notkun“ kjarnorkuvopna – líkt og þau geti verið raunhæfur valkostur í hernaði í stað þess að vera álitið örþrifaráð sem líklega myndi leiða til gjöreyðingar mannkyns. Tvö kjarnorkuveldi, Rússland og Ísrael eiga nú í blóðugum styrjöldum sem auðveldlega geta stigmagnast. Þá má ekki gleyma hættunni á að kjarnavopnum verði beitt af misgáningi eða slys verði við umferð þeirra og flutninga. Fyrir Íslendinga er vert að hafa í huga að á hverjum degi sigla kafbátar með kjarnorkuvopn um höfin umhverfis landið. Friðarverðlaun Nóbels 2024 eru góð áminning um mikilvægi baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum. Þar er eitt öflugasta tækið sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum sem nærri 100 ríki hafa undirritað. Í þeim hópi eru því miður engin aðildarríki Nató, enda er bandalagið ekki hvað síst til um kjarnorkuvopn og áskilur sér rétt til að beita þeim að fyrra bragði. Það er sjálfsögð krafa að Ísland skipi sér tafarlaust í sveit þeirra ríkja sem vinna að útrýmingu kjarnorkuvopna. Höfundur er í miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Kjarnorka Nóbelsverðlaun Japan Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í liðinni viku var tilkynnt að friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 2024 færu til Nioh Hidankyo, samtaka eftirlifenda kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí. Samtök þessi voru stofnuð árið 1956 í tvíþættum tilgangi. Í fyrsta lagi mátti fólkið sem lenti í árásunum afdrifaríku þola ótrúlega fordóma og útskúfun í japönsku samfélagi. Um þá ljótu sögu er meðal annars fjallað á áhrifamikinn hátt í kvikmyndinni Snertingu sem gerð var eftir samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, sem sjálfsagt er að hvetja alla til að kynna sér. Hitt meginmarkmið Nioh Hidankyo var frá upphafi að vekja athygli á ógnum kjarnorkuvopna og hvetja ráðamenn heimsins til að útrýma slíkum vopnum. Samtökin voru stofnuð um það leyti sem kjarnorkukapphlaup risaveldanna var að hefjast fyrir alvöru. Bæði Bandaríkin og Sovétríkin höfðu þróað vetnssprengjur sem voru margfalt öflugari en þær sprengjur sem varpað hafði verið á japönsku borgirnar tvær. Á næstu árum kepptust ríkin tvö við að framleiða sífellt kröftugri vopn og voru tilraunasprengingar þeirra tíðar, með alvarlegum afleiðingum fyrir líf og heilsu milljóna manna á stóru svæði. Því miður hefur barátta kjarnorkuvopnaandstæðinga sjaldan eða aldrei verið brýnni en nú um stundir. Bandaríkin og Rússland hafa á síðustu árum snúið baki við mörgum af veigamestu afvopnunarsáttmálum Kalda stríðsins, auk þess sem svimandi fjárhæðum er varið til þróunar á nýjum kjarnorkuvopnum. Í þeirri vinnu gæla herstjórnendur sífellt meira við möguleikann á „staðbundinni notkun“ kjarnorkuvopna – líkt og þau geti verið raunhæfur valkostur í hernaði í stað þess að vera álitið örþrifaráð sem líklega myndi leiða til gjöreyðingar mannkyns. Tvö kjarnorkuveldi, Rússland og Ísrael eiga nú í blóðugum styrjöldum sem auðveldlega geta stigmagnast. Þá má ekki gleyma hættunni á að kjarnavopnum verði beitt af misgáningi eða slys verði við umferð þeirra og flutninga. Fyrir Íslendinga er vert að hafa í huga að á hverjum degi sigla kafbátar með kjarnorkuvopn um höfin umhverfis landið. Friðarverðlaun Nóbels 2024 eru góð áminning um mikilvægi baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum. Þar er eitt öflugasta tækið sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum sem nærri 100 ríki hafa undirritað. Í þeim hópi eru því miður engin aðildarríki Nató, enda er bandalagið ekki hvað síst til um kjarnorkuvopn og áskilur sér rétt til að beita þeim að fyrra bragði. Það er sjálfsögð krafa að Ísland skipi sér tafarlaust í sveit þeirra ríkja sem vinna að útrýmingu kjarnorkuvopna. Höfundur er í miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun