„Þetta er eitthvað sem fylgir manni út ævina“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 13. október 2024 10:22 Alex Jóhannsson tekst á við erfiða fortíð í gegnum tónlistina. vísir „Maður „lokar” auðvitað aldrei á þessa reynslu þannig séð. Þetta er eitthvað sem fylgir manni út ævina og maður þarf að lifa með því,“ segir Alex Jóhannsson en hann varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu starfsmanns barnaverndar þegar hann var barn og unglingur. Brotin áttu eftir að hafa alvarlegar og langvarandi áhrif á líf hans en umræddur starfsmaður var á sínum tíma dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa brotið á Alex, og fleiri börnum. Alex er tónlistamaður og sínum tíma samdi hann lag sem byggt er á þessari þungbæru reynslu. Það var ekki fyrr en nýlega að hann ákvað að taka lagið lengra en með laginu vonast hann til að veita öðrum brotaþolum styrk, og hvetja þá til að leita réttar síns. Kerfið brást Ítarlega var fjallað um málið í fjölmiðlum á sínum tíma. Forsaga málsins er sú að í apríl 2018 var stuðningsfulltrúi barnaverndar ákærður fyrir kynferðisbrot. Maðurinn var yfirmaður á skammtímaheimili á vegum Barnaverndar Reykjavíkur og átti þar heimili. Hann var ákærður fyrir brot gegn fjórum börnum og einum ungum pilti. Alex var þar á meðal. Í ákæru kom fram að maðurinn hefði brotið gróflega gegn Alex þegar Alex var átta til fjórtán ára. Hann hafði meðal annars sofið með hann uppi í rúmi hjá Alex og nauðgað honum. Maðurinn var sýknaður í Héraðsdómi á sínum tíma, árið 2018. Árið 2020 var maðurinn hins vegar dæmdur í fimm ára fangelsi í Landsrétti, fyrir þrjú af þessum fimm brotum. Í kjölfar málsins breytti Barnavernd Reykjavíkur verkferlum sínum og bauð fyrrverandi skjólstæðingum mannsins í viðtal til að ganga úr skugga um hvort þeir hefðu orðið fyrir ofbeldi af hendi mannsins. Reyndi að svipta sig lífi Í lok ágúst 2020, ekki löngu eftir að dómurinn féll í Landsrétti, mætti Alex í viðtal í Kastljósi ásamt systur sinni Sjönu Rut Jóhannsdóttur og ræddi þar um áhrifin sem kynferðisofbeldið, og dómsmeðferðin hafði á líf hans. Í viðtalinu kom fram að kerfið hefði ítrekað brugðist þeim systkinum. Barnavernd Reykjavíkur og lögregla brugðust ekki við ítrekuðum ábendingum um brot mannsins. „Maður missir von, það er ekkert annað. Þetta er kerfi sem er byggt á þeim grunni að það eigi að hjálpa fólki en það gerir það ekki,“ sagði Alex á einum stað í viðtalinu. Á öðrum stað bætti hann við að sýknudómurinn yfir manninum hefði verið honum svo mikið áfall að hann reyndi að svipta sig lífi. „Ég ákvað bara að reyna að minnka sársaukann og enda lífi mitt. Núna í dag finnst mér ég vera þokkalegur en á þeim tíma….,“ sagði Alex og hikaði. „Ég hef talað nógu mikið um þetta, það hefur hjálpað mér alveg gríðarlega mikið.“ Í nóvember þetta sama ár greindi Vísir síðan frá því að Reykjavíkurborg hefði hafið samningaviðræður um skaðabætur við Alex. Í samtali við Vísi sagði Alex að hann hefði verið greindur með áfallastreituröskun og nýlega með áráttuhegðun sem var talin vera tengd við ofbeldið. „Það má enginn koma við hárið á mér þá hrekk ég í kút og það má enginn segja mér til því þá bregst ég mjög illa við og ég er alltaf með einhvern hlut á mér til þess að láta mér líða betur. Hann einmitt sagði mér stundum til og var oft að strjúka á mér höfuðið, þessi maður,“ sagði Alex og bætti við á öðrum stað að afleiðingarnar ættu enn eftir að koma í ljós. Andlega og fjárhagslega tjónið væri þó gríðarlegt. Hann hefði flosnað upp úr mörgum vinnum vegna vanlíðunar sem hann tengdi við ofbeldið sem hann varð fyrir. „Bara hætt og gefist upp og þetta er eitthvað sem er að fylgja mér núna og þess vegna er ég í meðferð við áfallastreituröskun.“ Nokkrum mánuðum síðar, í febrúar árið 2021, greindi Vísir síðan frá því að Alex og Reykjavíkurborg hefðu komist að samkomulagi um skaðabætur. „Þetta fór betur en ég hélt því að allt svona tekur gríðarlega mikinn tíma og þegar svona mál er í ferli þá er þetta mikil andleg pressa á mann. Þannig að það er svakalega mikill léttir á manni að vita að þessu er loksins lokið. Þau hafa viðurkennt mistök sín og eru að gera upp þetta mál og mér finnst það bara geggjað, ég gæti ekki verið sáttari,“ sagði Alex í samtali við Vísi. Þá sagðist hann vona að mál hans myndi veita öðrum þolendum innblástur til að leita réttar síns. „Ég vona að með þessu áframhaldi geti aðrir sem eru í minni stöðu tekið þetta mál til fyrirmyndar og ekki gefist upp því það er alveg gríðarlega erfitt að vera í þessari baráttu.“ Sjálfmenntaður í tónlist Í dag eru hátt í fjögur ár liðin. Alex segist aldrei hafa séð eftir því að hafa tjáð sig opinberlega um málið á sínum tíma. Það hafi verið mikill léttir þegar samkomulag náðist við Reykjavíkurborg, en eftir stendur þó að skaðinn sem hann varð fyrir á sínum tíma er óbætanlegur. „Þessar bætur voru engan veginn að samsvara málskostnaðinum. En mér var alveg sama um það, enda snerist þetta aldrei um einhverja peninga. Þetta er tjón sem er þess eðlis að peningar eru aldrei að fara að bæta það upp. Þetta er brot sem verður aldrei tekið til baka, það er bara þannig. Enda voru það mín lokaorð fyrir Landsrétti þarna á sínum tíma; ég tók það fram að mér var alveg sama um peninga. Ég hafði heyrt að þessi maður væri að fara að eignast barn, og ég tók það fram í þessum lokaorðum að ég vildi ekki að hann fengi tækifæri til að rústa æsku þessa barns – eins og hann rústaði æsku minni.“ Tónlistin spilar stóran sess í lífi Alex. „Menntunarsagan mín í tónlist er í eiginlega dapurleg og fyndin á sama tíma. Ég byrjaði í söngskóla Maríu Bjarkar á sínum tíma og var þar með æðislegan söngkennara, alveg yndisleg kona. Síðan frétti ég að hún hefði látist. Ég fór síðan í Gítarskóla Ólafs Gauks, og stuttu eftir það lést Ólafur Gaukur. Þvínæst fór ég í Gítarskóla Íslands og stuttu eftir að ég byrjaði hætti kennarinn og flutti erlendis.“ Alex er þarf af leiðandi sjálfmenntaður í tónlistinni að miklu leyti. Hann spilar á gítar, piano og á trommur. „Það sem ég gerði var bara að spila endalaust, á hverjum einasta degi. Ég eyddi mörgum klukkutímum á dag í að spila, og hlustaði á sama tíma gífurlega mikið á tónlist, aðallega þessa klassísku píanómeistara eins og Bach og Chopin. Svo færði ég mig seinna meir yfir í þungarokkið. Ég byrjaði að spila á trommur fyrir tíu árum og það var svolítið merkilegt þegar ég settist fyrst fyrir framan trommusett og tók upp kjuðana. Ég vissi nákvæmlega hvað ég átti að gera; það var ekkert sem var að flækjast fyrir mér.“ Alex byrjaði að semja lög þegar hann var tólf ára gamall og hefur gefið út fjölmörg lög í gegnum árin sem finna má á streymisveitum á borð við Spotify. „Svo hef ég líka verið að útsetja lög fyrir aðra og verið svokallaður „ghostwriter” fyrir hina og þessa, semja melodíur fyrir þá. Það eru yfirleitt falin skilaboð í textunum sem ég sem; einhverskonar boðskapur. Og ég sem yfirleitt texta sem er alveg hlutlaus þegar kemur að kynjum.“ Lagið Þegar fyrrnefnt kynferðisbrotamál var fyrir Landsrétti samdi Alex lag. „Þetta voru svo svakalega stórar og erfiðar tilfinningar sem ég var að upplifa á þessum tíma og það kemur fram í textanum. En ég þorði aldrei sýna neinum lagið, þetta var auðvitað rosalega persónuleg og sársaukafull reynsla,“ segir Alex og bætir við að það hafi ekki verið fyrr en fyrr á þessu ári að hann ákvað loks að fara lengra með lagið. Mig dreymdi draum eina nóttina, þar sem ég stóð uppi á sviði og var að flytja lagið. Og í kjölfarið var ég ákveðinn í því að láta reyna á þetta. Jafnvel þó að ég sé með alveg hrikalega mikinn sviðskrekk. Ég ákvað bara að kýla á þetta. Mér finnst þetta líka eiga vel við núna í dag, út frá allri umræðunni og fréttaflutningum sem er búinn að vera í gangi í samfélaginu.“ Alex segir að textinn í laginu sé beittur. Með laginu vilji hann veita öðrum brotaþolum hvatningu til að stíga fram og láta í sér heyra. Nú er svo komið að Alex hyggst senda lagið í keppni. Og hann er með afar skýra mynd í huga þegar kemur að bakgrunni lagsins. „Mig langar að hafa bakgrunninn þannig að það eru margar mismunandi myndir af raunverulegum brotaþolum, það er að segja skuggamyndir þar sem að það sést ekki í andlit heldur einungis útlínur viðkomandi. Mér finnst svo sterkur leikur að hafa „alvöru“ brotaþola þarna á bak við, og því fleiri, því betra.“ Á dögunum birti Alex færslu á facebook til að kanna hvort hugsanlega væru brotaþolar úti í samfélaginu sem hefðu áhuga á að taka þátt í verkefninu og vera með skugga mynd af sér í bakgrunni lagsins. „Það kom mér satt að segja mjög á óvart hvað ég fékk mikil viðbrögð. Ég var í þrjá eða fjóra daga að fara í gegnum öll skilaboðin sem ég fékk,“ segir Alex en bætir við að leitin standi enn yfir og hverjum sem er sem hafi áhuga á að taka þátt sé velkomið að hafa samband við hann. „Hugmyndin á bak við verkið er að þetta sé „ekta“ , að þetta sé alvöru. Að sýna öðrum brotaþolum og öðru fólki að þetta er raunveruleikinn, og við þurfum að horfast í augu við þennan raunveruleika.“ Alex er á góðum stað í dag og á von á sínu fyrsta barni í vor.Aðsend Bjartsýnn á framtíðina Í dag líður Alex vel. Hann horfir fram á við. „Veistu, ef ég á að vera hreinskilinn þá hefur lífið mitt gengið æðislega undanfarin ár. Ég kynntist núverandi unnustu minni, og við byrjuðum saman ekki löngu eftir að dómurinn féll. Við eigum von á barni í apríl. Ég er búinn að fara í margar sálfræðimeðferðir og hef unnið í sjálfum mér. Eitt af því sem hefur líka hjálpað rosalega mikið er að hugleiða. Ég kynntist hugleiðslu fyrir þremur árum og hef síðan þá hugleitt á hverjum einasta degi. Ég hef lært að sleppa smám saman takinu og lifa með fortíðinni.“ Tónlist Kynferðisofbeldi Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Alex er tónlistamaður og sínum tíma samdi hann lag sem byggt er á þessari þungbæru reynslu. Það var ekki fyrr en nýlega að hann ákvað að taka lagið lengra en með laginu vonast hann til að veita öðrum brotaþolum styrk, og hvetja þá til að leita réttar síns. Kerfið brást Ítarlega var fjallað um málið í fjölmiðlum á sínum tíma. Forsaga málsins er sú að í apríl 2018 var stuðningsfulltrúi barnaverndar ákærður fyrir kynferðisbrot. Maðurinn var yfirmaður á skammtímaheimili á vegum Barnaverndar Reykjavíkur og átti þar heimili. Hann var ákærður fyrir brot gegn fjórum börnum og einum ungum pilti. Alex var þar á meðal. Í ákæru kom fram að maðurinn hefði brotið gróflega gegn Alex þegar Alex var átta til fjórtán ára. Hann hafði meðal annars sofið með hann uppi í rúmi hjá Alex og nauðgað honum. Maðurinn var sýknaður í Héraðsdómi á sínum tíma, árið 2018. Árið 2020 var maðurinn hins vegar dæmdur í fimm ára fangelsi í Landsrétti, fyrir þrjú af þessum fimm brotum. Í kjölfar málsins breytti Barnavernd Reykjavíkur verkferlum sínum og bauð fyrrverandi skjólstæðingum mannsins í viðtal til að ganga úr skugga um hvort þeir hefðu orðið fyrir ofbeldi af hendi mannsins. Reyndi að svipta sig lífi Í lok ágúst 2020, ekki löngu eftir að dómurinn féll í Landsrétti, mætti Alex í viðtal í Kastljósi ásamt systur sinni Sjönu Rut Jóhannsdóttur og ræddi þar um áhrifin sem kynferðisofbeldið, og dómsmeðferðin hafði á líf hans. Í viðtalinu kom fram að kerfið hefði ítrekað brugðist þeim systkinum. Barnavernd Reykjavíkur og lögregla brugðust ekki við ítrekuðum ábendingum um brot mannsins. „Maður missir von, það er ekkert annað. Þetta er kerfi sem er byggt á þeim grunni að það eigi að hjálpa fólki en það gerir það ekki,“ sagði Alex á einum stað í viðtalinu. Á öðrum stað bætti hann við að sýknudómurinn yfir manninum hefði verið honum svo mikið áfall að hann reyndi að svipta sig lífi. „Ég ákvað bara að reyna að minnka sársaukann og enda lífi mitt. Núna í dag finnst mér ég vera þokkalegur en á þeim tíma….,“ sagði Alex og hikaði. „Ég hef talað nógu mikið um þetta, það hefur hjálpað mér alveg gríðarlega mikið.“ Í nóvember þetta sama ár greindi Vísir síðan frá því að Reykjavíkurborg hefði hafið samningaviðræður um skaðabætur við Alex. Í samtali við Vísi sagði Alex að hann hefði verið greindur með áfallastreituröskun og nýlega með áráttuhegðun sem var talin vera tengd við ofbeldið. „Það má enginn koma við hárið á mér þá hrekk ég í kút og það má enginn segja mér til því þá bregst ég mjög illa við og ég er alltaf með einhvern hlut á mér til þess að láta mér líða betur. Hann einmitt sagði mér stundum til og var oft að strjúka á mér höfuðið, þessi maður,“ sagði Alex og bætti við á öðrum stað að afleiðingarnar ættu enn eftir að koma í ljós. Andlega og fjárhagslega tjónið væri þó gríðarlegt. Hann hefði flosnað upp úr mörgum vinnum vegna vanlíðunar sem hann tengdi við ofbeldið sem hann varð fyrir. „Bara hætt og gefist upp og þetta er eitthvað sem er að fylgja mér núna og þess vegna er ég í meðferð við áfallastreituröskun.“ Nokkrum mánuðum síðar, í febrúar árið 2021, greindi Vísir síðan frá því að Alex og Reykjavíkurborg hefðu komist að samkomulagi um skaðabætur. „Þetta fór betur en ég hélt því að allt svona tekur gríðarlega mikinn tíma og þegar svona mál er í ferli þá er þetta mikil andleg pressa á mann. Þannig að það er svakalega mikill léttir á manni að vita að þessu er loksins lokið. Þau hafa viðurkennt mistök sín og eru að gera upp þetta mál og mér finnst það bara geggjað, ég gæti ekki verið sáttari,“ sagði Alex í samtali við Vísi. Þá sagðist hann vona að mál hans myndi veita öðrum þolendum innblástur til að leita réttar síns. „Ég vona að með þessu áframhaldi geti aðrir sem eru í minni stöðu tekið þetta mál til fyrirmyndar og ekki gefist upp því það er alveg gríðarlega erfitt að vera í þessari baráttu.“ Sjálfmenntaður í tónlist Í dag eru hátt í fjögur ár liðin. Alex segist aldrei hafa séð eftir því að hafa tjáð sig opinberlega um málið á sínum tíma. Það hafi verið mikill léttir þegar samkomulag náðist við Reykjavíkurborg, en eftir stendur þó að skaðinn sem hann varð fyrir á sínum tíma er óbætanlegur. „Þessar bætur voru engan veginn að samsvara málskostnaðinum. En mér var alveg sama um það, enda snerist þetta aldrei um einhverja peninga. Þetta er tjón sem er þess eðlis að peningar eru aldrei að fara að bæta það upp. Þetta er brot sem verður aldrei tekið til baka, það er bara þannig. Enda voru það mín lokaorð fyrir Landsrétti þarna á sínum tíma; ég tók það fram að mér var alveg sama um peninga. Ég hafði heyrt að þessi maður væri að fara að eignast barn, og ég tók það fram í þessum lokaorðum að ég vildi ekki að hann fengi tækifæri til að rústa æsku þessa barns – eins og hann rústaði æsku minni.“ Tónlistin spilar stóran sess í lífi Alex. „Menntunarsagan mín í tónlist er í eiginlega dapurleg og fyndin á sama tíma. Ég byrjaði í söngskóla Maríu Bjarkar á sínum tíma og var þar með æðislegan söngkennara, alveg yndisleg kona. Síðan frétti ég að hún hefði látist. Ég fór síðan í Gítarskóla Ólafs Gauks, og stuttu eftir það lést Ólafur Gaukur. Þvínæst fór ég í Gítarskóla Íslands og stuttu eftir að ég byrjaði hætti kennarinn og flutti erlendis.“ Alex er þarf af leiðandi sjálfmenntaður í tónlistinni að miklu leyti. Hann spilar á gítar, piano og á trommur. „Það sem ég gerði var bara að spila endalaust, á hverjum einasta degi. Ég eyddi mörgum klukkutímum á dag í að spila, og hlustaði á sama tíma gífurlega mikið á tónlist, aðallega þessa klassísku píanómeistara eins og Bach og Chopin. Svo færði ég mig seinna meir yfir í þungarokkið. Ég byrjaði að spila á trommur fyrir tíu árum og það var svolítið merkilegt þegar ég settist fyrst fyrir framan trommusett og tók upp kjuðana. Ég vissi nákvæmlega hvað ég átti að gera; það var ekkert sem var að flækjast fyrir mér.“ Alex byrjaði að semja lög þegar hann var tólf ára gamall og hefur gefið út fjölmörg lög í gegnum árin sem finna má á streymisveitum á borð við Spotify. „Svo hef ég líka verið að útsetja lög fyrir aðra og verið svokallaður „ghostwriter” fyrir hina og þessa, semja melodíur fyrir þá. Það eru yfirleitt falin skilaboð í textunum sem ég sem; einhverskonar boðskapur. Og ég sem yfirleitt texta sem er alveg hlutlaus þegar kemur að kynjum.“ Lagið Þegar fyrrnefnt kynferðisbrotamál var fyrir Landsrétti samdi Alex lag. „Þetta voru svo svakalega stórar og erfiðar tilfinningar sem ég var að upplifa á þessum tíma og það kemur fram í textanum. En ég þorði aldrei sýna neinum lagið, þetta var auðvitað rosalega persónuleg og sársaukafull reynsla,“ segir Alex og bætir við að það hafi ekki verið fyrr en fyrr á þessu ári að hann ákvað loks að fara lengra með lagið. Mig dreymdi draum eina nóttina, þar sem ég stóð uppi á sviði og var að flytja lagið. Og í kjölfarið var ég ákveðinn í því að láta reyna á þetta. Jafnvel þó að ég sé með alveg hrikalega mikinn sviðskrekk. Ég ákvað bara að kýla á þetta. Mér finnst þetta líka eiga vel við núna í dag, út frá allri umræðunni og fréttaflutningum sem er búinn að vera í gangi í samfélaginu.“ Alex segir að textinn í laginu sé beittur. Með laginu vilji hann veita öðrum brotaþolum hvatningu til að stíga fram og láta í sér heyra. Nú er svo komið að Alex hyggst senda lagið í keppni. Og hann er með afar skýra mynd í huga þegar kemur að bakgrunni lagsins. „Mig langar að hafa bakgrunninn þannig að það eru margar mismunandi myndir af raunverulegum brotaþolum, það er að segja skuggamyndir þar sem að það sést ekki í andlit heldur einungis útlínur viðkomandi. Mér finnst svo sterkur leikur að hafa „alvöru“ brotaþola þarna á bak við, og því fleiri, því betra.“ Á dögunum birti Alex færslu á facebook til að kanna hvort hugsanlega væru brotaþolar úti í samfélaginu sem hefðu áhuga á að taka þátt í verkefninu og vera með skugga mynd af sér í bakgrunni lagsins. „Það kom mér satt að segja mjög á óvart hvað ég fékk mikil viðbrögð. Ég var í þrjá eða fjóra daga að fara í gegnum öll skilaboðin sem ég fékk,“ segir Alex en bætir við að leitin standi enn yfir og hverjum sem er sem hafi áhuga á að taka þátt sé velkomið að hafa samband við hann. „Hugmyndin á bak við verkið er að þetta sé „ekta“ , að þetta sé alvöru. Að sýna öðrum brotaþolum og öðru fólki að þetta er raunveruleikinn, og við þurfum að horfast í augu við þennan raunveruleika.“ Alex er á góðum stað í dag og á von á sínu fyrsta barni í vor.Aðsend Bjartsýnn á framtíðina Í dag líður Alex vel. Hann horfir fram á við. „Veistu, ef ég á að vera hreinskilinn þá hefur lífið mitt gengið æðislega undanfarin ár. Ég kynntist núverandi unnustu minni, og við byrjuðum saman ekki löngu eftir að dómurinn féll. Við eigum von á barni í apríl. Ég er búinn að fara í margar sálfræðimeðferðir og hef unnið í sjálfum mér. Eitt af því sem hefur líka hjálpað rosalega mikið er að hugleiða. Ég kynntist hugleiðslu fyrir þremur árum og hef síðan þá hugleitt á hverjum einasta degi. Ég hef lært að sleppa smám saman takinu og lifa með fortíðinni.“
Tónlist Kynferðisofbeldi Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira