Innlent

Meðal­aldur bænda er 66 ár - Tryggja þarf ný­liðun

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra er hér með Trausta Hjálmarssyni, formanni Bændasamtakanna á fundinum á Selfossi.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra er hér með Trausta Hjálmarssyni, formanni Bændasamtakanna á fundinum á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Það er mikill kraftur í tengslum við allt í kringum íslenskan landbúnað“, segir formaður Bændasamtaka á Íslands á sama tíma og hann leggur áherslu á nýliðun í bændastéttinni en meðal aldur bænda er 66 ár í dag.

Bændasamtök Íslands stóðu fyrir Degi landbúnaðarins í Hótel Selfoss í gær þar sem fjölmenni var komið sama til að hlusta á fróðleg erindi dagsins og hlusta á pallborðsumræður, sem fóru fram. Það var augljóst á deginum að það er mikill kraftur í bændum, engin væll, allt er upp á við.

„Og það er mikill kraftur í tengslum og allt í kringum íslenskan landbúnað. Það er bara vegna þess að bændur eru hugrakkir, þeir eru duglegir og þeir eru ekki að fara að gera neitt annað en að framleiða mat og standa með sínum neytendum og íslenskri þjóð,” segir Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands.

Þessari spurningu var reynt að svara á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Maður heyrir að það er heilmikil stemming á meðal bænda, það er allt að gerast, ertu sammála því?

„Já, já, bændur eru stemmingsfólk, hafa verið og eru og munu vera.”

Trausti segir nauðsynlegt að lækka meðalaldur bænda, sem er 66 ár í dag.

„Það er eitt af verkefnunum, það er að tryggja nýliðun, örva nýliðun og gera landbúnaðinn enn meira aðlaðandi og ganga hreint til verks í því að tryggja ættliðaskipti og nýliðun í landbúnaði og það þarf að gera það,” segir Trausti og bætir við.

„Það er mikill áhugi á íslenskum landbúnaði hjá ungu fólki. Það þarf að skapa því tækifæri til að geta gripið boltann og komast inn í greinina”.

Jón Bjarnason, sem var fundarstjóri dagsins og stóð sig vel í því hlutverki er hann er meðal annars oddviti Hrunamannahrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×