Íslenskt verðlaunalið selur klósettpappír upp í ferð á stórmót Aron Guðmundsson skrifar 13. október 2024 09:02 Andrea Sif Pétursdóttir er landsliðsfyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í hópfimleikum og er með mikla stórmótareynslu. Vísir/Einar Landsliðsfólk okkar í hópfimleikum hefur þurft að fjármagna þátttöku sína á stórmótum með sölu á klósettpappír, lakkrís og túlípönum svo eitthvað sé nefnt. „Auka álag sem maður á ekki að þurfa að pæla í,“ segir Andrea Sif Pétursdóttir, landsliðsfyrirliði. Fimleikasamband Íslands sendir fimm landslið til leiks á komandi Evrópumót í hópfimleikum í Bakú sem hefst í næstu viku. Fulltrúar Íslands héldu af landi brott til Aserbaísjan í nótt. Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum er eitt þeirra liða sem keppir í Bakú en liðið hefur átt frábæru gengi að fagna undanfarin ár. Til að mynda vann það til gullverðlauna á Evrópumótinu árið 2021 og nældi í silfurverðlaun árið 2022. Í raun ætti að vera óhætt að segja að liðið sé eitt þeirra landsliða frá Íslandi sem oftast hefur átt sæti á verðlaunapalli á stórmótum undanfarin ár. Það kunna því margir að reka upp stór augu þegar að þeir frétta af því að landsliðsfólk Íslands þarf að borga með sér fyrir þátttöku á stórmótum. Kemur þetta meðal annars til af lægri styrks til Fimleikasambands Íslands úr afrekssjóði ÍSÍ milli ára sem og hækkun kostnaðar fyrir sambandið. „Sú stefna var sett fyrir einhverju síðan að við, sem myndum landsliðið í fullorðins flokki, ættum ekki að þurfa borga með okkur í landsliðsverkefni,“ segir Andrea í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „En af því að við fengum ekki jafnmikið úr afrekssjóði ÍSÍ erum við að borga einhvern hluta af ferðinni sjálf. Það hefur alltaf verið þannig. Mér finnst það frábær stefna hjá Fimleikasambandi Íslands að þú séu að reyna koma til móts við okkur en svo þegar að sambandið fer ekki þá fjármuni sem það hafði reiknað með þá breytist það náttúrulega.“ Þá sé lítið annað hægt að gera en að fara í fjáröflun. „Selja klósettpappír, lakkrís eða túlípana. Við höfum gert það. Labbað á milli húsa. Af því að það eiga ekkert allir efni á því að taka þetta upp úr eigin vasa.“ Er þetta stór upphæð sem hver og einn þarf að safna? „Já. Sérstaklega í unglingaflokkunum. Svo erum við með nokkra tvíbura sem eru að fara á þessi mót. Fyrir þær fjölskyldur er þetta rosa mikill pakki. Fullorðins liðin eru að borga eitthvað undir hundrað þúsund kall á mann. Unglingaliðin nokkur hundruð þúsund á mann.“ Og stendur landsliðsfólk okkar í hópfimleikum ekki eitt í þessu stappi en áður hefur verið sagt frá landsliðsfólki sem þarf að borga með sér í landsliðsferðum í bæði handbolta og körfubolta og án efa er hægt að taka dæmi úr fleiri íþróttagreinum. Á sama tíma hefur forysta ÍSÍ á sama tíma kallað eftir hærra framlagi frá ríkinu til afrekssjóðs. Þetta getur ekki átt að vera svona? „Nei. Það fylgir þessu smá auka stress. Auka álag sem maður á ekki alveg að vera pæla í. Við erum ekki að fá borgað á neinn hátt fyrir að æfa íþróttina eða að keppa. Svo þurfum við aukalega að borga fyrir þetta. Það er smá súrt.“ EM í hópfimleikum Fimleikar ÍSÍ Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Sjá meira
Fimleikasamband Íslands sendir fimm landslið til leiks á komandi Evrópumót í hópfimleikum í Bakú sem hefst í næstu viku. Fulltrúar Íslands héldu af landi brott til Aserbaísjan í nótt. Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum er eitt þeirra liða sem keppir í Bakú en liðið hefur átt frábæru gengi að fagna undanfarin ár. Til að mynda vann það til gullverðlauna á Evrópumótinu árið 2021 og nældi í silfurverðlaun árið 2022. Í raun ætti að vera óhætt að segja að liðið sé eitt þeirra landsliða frá Íslandi sem oftast hefur átt sæti á verðlaunapalli á stórmótum undanfarin ár. Það kunna því margir að reka upp stór augu þegar að þeir frétta af því að landsliðsfólk Íslands þarf að borga með sér fyrir þátttöku á stórmótum. Kemur þetta meðal annars til af lægri styrks til Fimleikasambands Íslands úr afrekssjóði ÍSÍ milli ára sem og hækkun kostnaðar fyrir sambandið. „Sú stefna var sett fyrir einhverju síðan að við, sem myndum landsliðið í fullorðins flokki, ættum ekki að þurfa borga með okkur í landsliðsverkefni,“ segir Andrea í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „En af því að við fengum ekki jafnmikið úr afrekssjóði ÍSÍ erum við að borga einhvern hluta af ferðinni sjálf. Það hefur alltaf verið þannig. Mér finnst það frábær stefna hjá Fimleikasambandi Íslands að þú séu að reyna koma til móts við okkur en svo þegar að sambandið fer ekki þá fjármuni sem það hafði reiknað með þá breytist það náttúrulega.“ Þá sé lítið annað hægt að gera en að fara í fjáröflun. „Selja klósettpappír, lakkrís eða túlípana. Við höfum gert það. Labbað á milli húsa. Af því að það eiga ekkert allir efni á því að taka þetta upp úr eigin vasa.“ Er þetta stór upphæð sem hver og einn þarf að safna? „Já. Sérstaklega í unglingaflokkunum. Svo erum við með nokkra tvíbura sem eru að fara á þessi mót. Fyrir þær fjölskyldur er þetta rosa mikill pakki. Fullorðins liðin eru að borga eitthvað undir hundrað þúsund kall á mann. Unglingaliðin nokkur hundruð þúsund á mann.“ Og stendur landsliðsfólk okkar í hópfimleikum ekki eitt í þessu stappi en áður hefur verið sagt frá landsliðsfólki sem þarf að borga með sér í landsliðsferðum í bæði handbolta og körfubolta og án efa er hægt að taka dæmi úr fleiri íþróttagreinum. Á sama tíma hefur forysta ÍSÍ á sama tíma kallað eftir hærra framlagi frá ríkinu til afrekssjóðs. Þetta getur ekki átt að vera svona? „Nei. Það fylgir þessu smá auka stress. Auka álag sem maður á ekki alveg að vera pæla í. Við erum ekki að fá borgað á neinn hátt fyrir að æfa íþróttina eða að keppa. Svo þurfum við aukalega að borga fyrir þetta. Það er smá súrt.“
EM í hópfimleikum Fimleikar ÍSÍ Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Sjá meira