Handbolti

Vals­menn rufu fjöru­tíu marka múrinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bjarni í Selvindi skoraði níu mörk í kvöld og var ÍR-ingum afar erfiður.
Bjarni í Selvindi skoraði níu mörk í kvöld og var ÍR-ingum afar erfiður. Vísir/Anton Brink

Valsmenn fögnuðu í kvöld sínum þriðja sigri í röð í Olís deild karla í handbolta þegar liðið vann fimm marka sigur á ÍR-ingum á Hlíðarenda.

Valsliðið var í miklum sóknarham í leik kvöldsins og skoruðu alls 41 mark á móti 36 mörkum ÍR-inga.

Valsmenn voru komin með 24 mörk og sjö marka forystu í hálfleik.

Valsmenn náðu ekki að vinna í þremur fyrstu leikjum sínum í deildinni í vetur en hafa síðan unnið þrjá leiki í röð. Liðið er nú í fimmta til sjöunda sæti með jafnmörg stig og ÍBV og Haukar.

Bjarni í Selvindi var öflugur í kvöld með 9 mörk úr 12 skotum en ekkert þeirra kom úr víti. Ísak Gústafsson skoraði sex mörk og Allan Norðberg var með fimm mörk.

Björgvin Páll Gústavsson varði 16 skot og átti einnig tvær stoðsendingar fram í hraðaupphlaup samkvæmt tölfræði HBStatz.

Baldur Fritz Bjarnason var allt í öllu hjá ÍR-ingum með tólf mörk og fimm stoðsendingar. Bernard Kristján Darkoh skoraði níu mörk úr aðeins ellefu skotum.

ÍR-ingar unnu fyrsta leikinn sinn í vetur en hafa síðan tapað fjórum af síðustu fimm leikjum og eru fyrir vikið í næst neðsta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×