„Naut þessa leiks í botn“ Gunnar Gunnarsson skrifar 10. október 2024 23:14 Viðar Örn í ham á hliðarlínunni í fyrra Vísir/Bára Dröfn Höttur heldur efsta sætinu í Bónus-deild karla í körfuknattleik eftir 120-115 sigur á Keflavík í framlengdum leik á Egilsstöðum í kvöld. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari liðsins segir góða greiningu á Keflavíkurliðinu hafa átt stóran þátt í því að Hetti tókst að snúa leiknum sér í vil. „Við skerptum á varnarleiknum, stigum hærra á þá og vorum ákveðnari gegn [Wendell] Green. Við sendum hann á stóru mennina og létum hann taka erfið skot þar. Við vorum full linir gagnvart honum framan af leik, þá fann hann auðveldar sendingar en við hertum á því og náðum betri stoppum.“ „Sóknarlega fórum að hlaupa mikið með engan í horninu og þannig fengum við góðar opnanir,“ svaraði Viðar Örn, aðspurður um hvað hefði snúið leiknum Hetti í vil í lok fjórða leikhluta. Höttur var undir 89-95 þegar fjórar mínútur voru eftir og hafði elt leikinn allt frá öðrum leikhluta. Í hvert skipti sem liðið komst í seilingarfjarlægð við Keflavík virtust gestirnir eiga svör. En Hattarmenn héldu alltaf áfram og það bar árangur. Salvador fann lausnirnar við leik Keflavíkur Viðar sagði nýjan meðþjálfara sinn, Salvador Guardia, hafa átt stóran þátt í að Hetti tókst að leysa úr stöðunni og vinna sig til baka. „Hann á risa þátt í þessum sigri með að greina Keflavíkur liðið vel. Hann kom með hugmyndir um hvað við myndum gera varnarlega, hvernig við settum leikinn upp og það var stór hluti af því að við kláruðum leikinn. Hann kemur með reynslu og góðar hugmyndir inn í það sem við erum að gera.“ Leikurinn var alltaf jafn, hvorugt liðið komst í tíu stiga forustu og oft á tíðum settu leikmenn niður glæsileg skot. „Þetta var þrususkemmtilegur leikur og mikill hávaði í áhorfendum. Það voru læti, tekist á og alls konar barátta í gangi.“ Hattarlið Viðars hafa til þessa verið þekktust fyrir góðan varnarleik en fyrstu tvo leikina á nýju tímabili hefur liðið skorað meira en 100 stig í venjulegum leiktíma. „Þegar við erum samstilltir, hreyfum boltann vel, nýtum okkar fimm menn og ráðumst á vörn andstæðinganna þar sem við ætlum okkur erum við drulluflottir. Við vorum það í dag og síðast og byggjum á því.“ Viðar Örn vonast til að leikurinn gefi Hetti áframhaldandi sjálfstraust. „Við fáum bara tvö stig fyrir sigurinn, þrjú eru ekki í boði þótt við vildum. Sigurinn gefur okkur sjálfstraust og tvö stig. Þau verða ekki tekin af okkur. Við höfum enn hluti sem við getum bætt en við erum á fínum stað þannig það er stefnan að taka tvö stig næst og halda þannig áfram.“ Körfubolti Bónus-deild karla Höttur Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
„Við skerptum á varnarleiknum, stigum hærra á þá og vorum ákveðnari gegn [Wendell] Green. Við sendum hann á stóru mennina og létum hann taka erfið skot þar. Við vorum full linir gagnvart honum framan af leik, þá fann hann auðveldar sendingar en við hertum á því og náðum betri stoppum.“ „Sóknarlega fórum að hlaupa mikið með engan í horninu og þannig fengum við góðar opnanir,“ svaraði Viðar Örn, aðspurður um hvað hefði snúið leiknum Hetti í vil í lok fjórða leikhluta. Höttur var undir 89-95 þegar fjórar mínútur voru eftir og hafði elt leikinn allt frá öðrum leikhluta. Í hvert skipti sem liðið komst í seilingarfjarlægð við Keflavík virtust gestirnir eiga svör. En Hattarmenn héldu alltaf áfram og það bar árangur. Salvador fann lausnirnar við leik Keflavíkur Viðar sagði nýjan meðþjálfara sinn, Salvador Guardia, hafa átt stóran þátt í að Hetti tókst að leysa úr stöðunni og vinna sig til baka. „Hann á risa þátt í þessum sigri með að greina Keflavíkur liðið vel. Hann kom með hugmyndir um hvað við myndum gera varnarlega, hvernig við settum leikinn upp og það var stór hluti af því að við kláruðum leikinn. Hann kemur með reynslu og góðar hugmyndir inn í það sem við erum að gera.“ Leikurinn var alltaf jafn, hvorugt liðið komst í tíu stiga forustu og oft á tíðum settu leikmenn niður glæsileg skot. „Þetta var þrususkemmtilegur leikur og mikill hávaði í áhorfendum. Það voru læti, tekist á og alls konar barátta í gangi.“ Hattarlið Viðars hafa til þessa verið þekktust fyrir góðan varnarleik en fyrstu tvo leikina á nýju tímabili hefur liðið skorað meira en 100 stig í venjulegum leiktíma. „Þegar við erum samstilltir, hreyfum boltann vel, nýtum okkar fimm menn og ráðumst á vörn andstæðinganna þar sem við ætlum okkur erum við drulluflottir. Við vorum það í dag og síðast og byggjum á því.“ Viðar Örn vonast til að leikurinn gefi Hetti áframhaldandi sjálfstraust. „Við fáum bara tvö stig fyrir sigurinn, þrjú eru ekki í boði þótt við vildum. Sigurinn gefur okkur sjálfstraust og tvö stig. Þau verða ekki tekin af okkur. Við höfum enn hluti sem við getum bætt en við erum á fínum stað þannig það er stefnan að taka tvö stig næst og halda þannig áfram.“
Körfubolti Bónus-deild karla Höttur Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira