Dætur, systur, frænkur, vinkonur Jódís Skúladóttir skrifar 11. október 2024 08:02 Í dag er alþjóðlegur dagur stúlkubarnsins, dagur sem Sameinuðu þjóðirnar tileinka konum og stúlkum. Þennan dag ár hvert er staða stúlkna og kvenna í heiminum metin og vakin athygli á málefnum sem snúa að öryggi þeirra og velsæld. Meðal málefna sem athygli hefur verið vakin á undanfarin ár er að 130 milljónir stúlkna fá ekki að sækja sér menntun og tvær milljónir stúlkna verða mæður fyrir 15 ára aldur. Í ár er sjónum beint að þeirri staðreynd að 650 milljón konur og stúlkur í heiminum hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Það þýðir ein af hverjum fimm. Og þessi tala er vanáætluð því ekki er nálægt því allt kynferðisofbeldi tilkynnt til yfirvalda. Kynferðislegt og kynbundið ofbeldi er ógn við líf, heilsu, velsæld, líðan og framtíðarhorfur stúlkna um allan heim. Það er því ekki skrýtið að stúlkur í framhaldsskóla á Íslandi biðjist undan því að þurfa að lesa bækur í skólanum með grófum lýsingum á kynferðisofbeldi eins og mátti lesa um í fjölmiðlum á dögunum og að 78% stúlkna í tíunda bekk grunnskóla séu kvíðnar og daprar eins og fram kom í íslensku æskulýðsrannsókninni í fyrra. Stjórnvöld um allan heim bera ábyrgð á að gæta öryggis kvenna og stúlkna, gera hag þeirra, líf og framtíðarhorfur betri. Við á Íslandi höfum gert vel í mörgum málum er snúa að konum og stúlkum en betur má ef duga skal og sem betur fer er stöðugt unnið að framförum í jafnréttis- og kynjamálum. Á dögunum lagði félags- og vinnumarkaðsráðherra fyrir framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025–2028. Þar kennir ýmissa grasa sem öll snúa að því að bæta líf kvenna og stúlkna. Til að mynda er þar lagt til að gert verði mat á hugrænni vinnu kynjanna, öðru nafni þriðju vaktinni, sem konur inna af hendi að langmestu leyti ofan á aðra vinnu og ábyrgð. Í áætluninni er lögð áhersla á að greina og bæta stöðu kvenna í nýsköpunarumhverfinu og uppræta staðalímyndir kvenna af erlendum uppruna. Gervigreind leikur gríðarstórt hlutverk í lífi okkar, mun meira en við flest gerum okkur grein fyrir. Henni er til dæmis beitt til að skanna atvinnuumsóknir og greina sjúkdóma í læknisfræðilegum tilgangi og ekki má gleyma því að gervigreind er nýtt í síauknum mæli til að beita stafrænu kynferðisofbeldi. Og tæknin er ekki hlutlaus. Algrímin eru því miður oft hönnuð með karllæg gildi og karllæg gögn lögð til grundvallar. Það er lykilatriði að rannsaka og vera meðvituð um þessar skekkjur sem eru innbyggðar í gervigreindina en til þess er tekið í áætluninni. Meðal annarra mála sem tekið er á er greining á ójöfnu mati á virði karla- og kvennastarfa sem er með stærstu kynjuðu málunum á vinnumarkaði, staða kvenna í fangelsum landsins, áfallamiðuð nálgun í réttarvörslukerfinu, nýtt verklag um móttöku þolenda heimilisofbeldis hjá heilbrigðisstofnunum og forvarna- og viðbragðsáætlanir til að tryggja öryggi fatlaðra kvenna gegn ofbeldi. Eitt af því allra mikilvægasta í áætluninni snýr þó að markvissri kynja og jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum sem er eitt sterkasta vopnið í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Á alþjóðlegum degi stúlkubarnsins er er mikilvægt að við stoppum öll og hugsum, hvar standa okkar stúlkubörn? Dætur, systur, barnabörn, frænkur, vinkonur? Hvernig getum við með aðgerðum okkar og orðum hjálpað stúlkum að eiga betra og öruggara líf í okkar samfélagi? Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Réttindi barna Vinstri græn Jódís Skúladóttir Gervigreind Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur dagur stúlkubarnsins, dagur sem Sameinuðu þjóðirnar tileinka konum og stúlkum. Þennan dag ár hvert er staða stúlkna og kvenna í heiminum metin og vakin athygli á málefnum sem snúa að öryggi þeirra og velsæld. Meðal málefna sem athygli hefur verið vakin á undanfarin ár er að 130 milljónir stúlkna fá ekki að sækja sér menntun og tvær milljónir stúlkna verða mæður fyrir 15 ára aldur. Í ár er sjónum beint að þeirri staðreynd að 650 milljón konur og stúlkur í heiminum hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Það þýðir ein af hverjum fimm. Og þessi tala er vanáætluð því ekki er nálægt því allt kynferðisofbeldi tilkynnt til yfirvalda. Kynferðislegt og kynbundið ofbeldi er ógn við líf, heilsu, velsæld, líðan og framtíðarhorfur stúlkna um allan heim. Það er því ekki skrýtið að stúlkur í framhaldsskóla á Íslandi biðjist undan því að þurfa að lesa bækur í skólanum með grófum lýsingum á kynferðisofbeldi eins og mátti lesa um í fjölmiðlum á dögunum og að 78% stúlkna í tíunda bekk grunnskóla séu kvíðnar og daprar eins og fram kom í íslensku æskulýðsrannsókninni í fyrra. Stjórnvöld um allan heim bera ábyrgð á að gæta öryggis kvenna og stúlkna, gera hag þeirra, líf og framtíðarhorfur betri. Við á Íslandi höfum gert vel í mörgum málum er snúa að konum og stúlkum en betur má ef duga skal og sem betur fer er stöðugt unnið að framförum í jafnréttis- og kynjamálum. Á dögunum lagði félags- og vinnumarkaðsráðherra fyrir framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025–2028. Þar kennir ýmissa grasa sem öll snúa að því að bæta líf kvenna og stúlkna. Til að mynda er þar lagt til að gert verði mat á hugrænni vinnu kynjanna, öðru nafni þriðju vaktinni, sem konur inna af hendi að langmestu leyti ofan á aðra vinnu og ábyrgð. Í áætluninni er lögð áhersla á að greina og bæta stöðu kvenna í nýsköpunarumhverfinu og uppræta staðalímyndir kvenna af erlendum uppruna. Gervigreind leikur gríðarstórt hlutverk í lífi okkar, mun meira en við flest gerum okkur grein fyrir. Henni er til dæmis beitt til að skanna atvinnuumsóknir og greina sjúkdóma í læknisfræðilegum tilgangi og ekki má gleyma því að gervigreind er nýtt í síauknum mæli til að beita stafrænu kynferðisofbeldi. Og tæknin er ekki hlutlaus. Algrímin eru því miður oft hönnuð með karllæg gildi og karllæg gögn lögð til grundvallar. Það er lykilatriði að rannsaka og vera meðvituð um þessar skekkjur sem eru innbyggðar í gervigreindina en til þess er tekið í áætluninni. Meðal annarra mála sem tekið er á er greining á ójöfnu mati á virði karla- og kvennastarfa sem er með stærstu kynjuðu málunum á vinnumarkaði, staða kvenna í fangelsum landsins, áfallamiðuð nálgun í réttarvörslukerfinu, nýtt verklag um móttöku þolenda heimilisofbeldis hjá heilbrigðisstofnunum og forvarna- og viðbragðsáætlanir til að tryggja öryggi fatlaðra kvenna gegn ofbeldi. Eitt af því allra mikilvægasta í áætluninni snýr þó að markvissri kynja og jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum sem er eitt sterkasta vopnið í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Á alþjóðlegum degi stúlkubarnsins er er mikilvægt að við stoppum öll og hugsum, hvar standa okkar stúlkubörn? Dætur, systur, barnabörn, frænkur, vinkonur? Hvernig getum við með aðgerðum okkar og orðum hjálpað stúlkum að eiga betra og öruggara líf í okkar samfélagi? Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun