Heimir um ummæli Dunne: „Ykkar starf að safna áskrifendum“ Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2024 09:01 Heimir Hallgrímsson sposkur á svip á æfingu írska landsliðsins í Helsinki í gær. Getty/Stephen McCarthy Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands, ætlar ekki að láta ummæli Richards Dunne trufla sig í aðdraganda leiksins við Finnland í dag, í Þjóðadeild UEFA í fótbolta. Svona sé bransinn og menn vilji sífellt reyna að bæta við sig áskrifendum. Heimir sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Helsinki í gær, líkt og venja er daginn fyrir leik. Þar var hann spurður út í ummæli Dunne sem er fyrrverandi landsliðsmaður Íra og lék um árabil í vörn Manchester City og Aston Villa. Dunne sagðist telja að Heimir væri strax farinn að finna fyrir pressunni sem fylgi því að þjálfa írska landsliðsins, og sagði mögulegt að hann yrði rekinn eftir komandi leiki við Finnland og Grikkland, þrátt fyrir að Heimir sé rétt búinn að hefja störf. Fyrstu leikir Íra undir hans stjórn voru í síðasta mánuði og töpuðust báðir, 2-0 gegn Englandi og Grikklandi. „Hann [Heimir] er með smá svigrúm vegna þess hve lengi írska knattspyrnusambandið var að finna stjóra, en ef þeir vinna hvorugan leikjanna við Finnland og Grikkland þá tel ég mögulegt að þeir fái nýjan mann inn,“ sagði Dunne við BetVictor, samkvæmt frétt Irish Mirror. Ekki tími til að hafa skoðanir á skoðunum Heimir svaraði þessu á blaðamannafundinum í gær: „Svona er bransinn. Ykkar starf er að safna áskrifendum, að hlustað sé á ykkur, blöðin ykkar keypt. Hvað sem þið skrifið, hvað sem þið þurfið til að fá áskrifendur. Og við verðum að virða ykkar skoðanir,“ sagði Heimir. „En að ég sé með skoðun á ykkar skoðunum, ef við þyrftum þess þá myndum við örugglega ekkert ná að þjálfa. Við höfum ekki tíma í það svo að hver svo sem skoðun manna er þá er það þeirra skoðun og við verðum að virða hana,“ sagði Heimir. Líður betur núna en í fyrstu leikjunum Heimir hefur nú haft smátíma til að aðlagast nýju starfi og er vongóður um betri úrslit í framhaldinu. „Í hreinskilni sagt þá líður mér mun betur í þessu verkefni, á æfingum. Það er mikið hærra tempó í því sem við erum að gera. Það segir mér að menn skilji hlutina betur en síðast og það er skiljanlegt, með tilkomu nýs þjálfara og nýrra hluta. Mér líður betur í þessu verkefni. Við náðum kannski fimm fundum, og höfum talað meira saman en æft. Við verðum að vera með alveg á hreinu hvað við viljum gera, og ekki íþyngja leikmönnum með of miklum upplýsingum. Við verðum að finna okkar leið til að vinna og þegar það tekst munum við vonandi halda áfram að vinna,“ sagði Eyjamaðurinn. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Sjá meira
Heimir sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Helsinki í gær, líkt og venja er daginn fyrir leik. Þar var hann spurður út í ummæli Dunne sem er fyrrverandi landsliðsmaður Íra og lék um árabil í vörn Manchester City og Aston Villa. Dunne sagðist telja að Heimir væri strax farinn að finna fyrir pressunni sem fylgi því að þjálfa írska landsliðsins, og sagði mögulegt að hann yrði rekinn eftir komandi leiki við Finnland og Grikkland, þrátt fyrir að Heimir sé rétt búinn að hefja störf. Fyrstu leikir Íra undir hans stjórn voru í síðasta mánuði og töpuðust báðir, 2-0 gegn Englandi og Grikklandi. „Hann [Heimir] er með smá svigrúm vegna þess hve lengi írska knattspyrnusambandið var að finna stjóra, en ef þeir vinna hvorugan leikjanna við Finnland og Grikkland þá tel ég mögulegt að þeir fái nýjan mann inn,“ sagði Dunne við BetVictor, samkvæmt frétt Irish Mirror. Ekki tími til að hafa skoðanir á skoðunum Heimir svaraði þessu á blaðamannafundinum í gær: „Svona er bransinn. Ykkar starf er að safna áskrifendum, að hlustað sé á ykkur, blöðin ykkar keypt. Hvað sem þið skrifið, hvað sem þið þurfið til að fá áskrifendur. Og við verðum að virða ykkar skoðanir,“ sagði Heimir. „En að ég sé með skoðun á ykkar skoðunum, ef við þyrftum þess þá myndum við örugglega ekkert ná að þjálfa. Við höfum ekki tíma í það svo að hver svo sem skoðun manna er þá er það þeirra skoðun og við verðum að virða hana,“ sagði Heimir. Líður betur núna en í fyrstu leikjunum Heimir hefur nú haft smátíma til að aðlagast nýju starfi og er vongóður um betri úrslit í framhaldinu. „Í hreinskilni sagt þá líður mér mun betur í þessu verkefni, á æfingum. Það er mikið hærra tempó í því sem við erum að gera. Það segir mér að menn skilji hlutina betur en síðast og það er skiljanlegt, með tilkomu nýs þjálfara og nýrra hluta. Mér líður betur í þessu verkefni. Við náðum kannski fimm fundum, og höfum talað meira saman en æft. Við verðum að vera með alveg á hreinu hvað við viljum gera, og ekki íþyngja leikmönnum með of miklum upplýsingum. Við verðum að finna okkar leið til að vinna og þegar það tekst munum við vonandi halda áfram að vinna,“ sagði Eyjamaðurinn.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Sjá meira