Foreldrar í Laugalækjarskóla uggandi yfir mögulegu verkfalli Lovísa Arnardóttir skrifar 9. október 2024 23:10 Bryndís Ýr Pétursdóttir, formaður foreldrafélags Laugalækjarskóla. Vísir Foreldrar barna í Laugalækjarskóla eru ósáttir við það að börn þeirra muni mögulega missa úr skóla verði verkfall í skólanum. Formaður foreldrafélagsins segist hafa heyrt háværan orðróm um að skólinn sé einn þeirra níu þar sem greidd eru atkvæði um verkfall. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands vildi ekkert tjá sig um orðróminn þegar fréttastofa hafði samband. Hann sagðist ekki ætla að tjá sig um málið fyrr en eftir morgundaginn. Á morgun lýkur atkvæðagreiðslu um verkfall í níu skólum. „Ég er formaður foreldrafélags skólans en tala líka bara sem foreldri barns í 10. bekk,“ segir Bryndís Ýr Pétursdóttir í samtali við fréttastofu. „Ég er búin að fá fjölda símtala og skilaboða í dag frá ósáttum foreldrum,“ segir Bryndís. Hún ítrekar að hún styðji kjarabaráttu kennara en telur þó að sá hópur sem verði fyrir mestum skaða af aðgerðunum verði börnin sem ekki munu geta mætt í skólann. „Upplýsingarnar um þessa skóla hafa ekki verið gefnar út en það skiptir í raun ekki máli hvaða skólar þetta eru. Með þessum aðgerðum mun kennsla falla niður vikum saman hjá ákveðnum nemendahópum og ótímabundið hjá öðrum,“ segir Bryndís Ýr. Ótækt að taka börnin úr sínu örugga umhverfi Hún segir að ef til dæmis sé litið til barna í 10. bekk séu þau núna allflest að undirbúa sig fyrir nám í framhaldsskóla. „Við vitum ekki hvaða áhrif það mun hafa á þeirra möguleika til að ná þeim markmiðum sem þau hafa sett sér. Fyrir mitt leyti, sem foreldri, neita ég að trúa því að eftir allt sem hefur undan á gengið eigi líka að leggja þetta á þau. Börnin hafi á síðustu misserum upplifað margt sem hafi mikil áhrif á þau. Til dæmi heimsfaraldur Covid og nú nýlega aukið ofbeldi. „Það er aukin félagsleg einangrun og vanlíðan og rannsóknir sem styðja það. Mér þykir ótrúlegt að það eigi að beita þennan viðkvæma hóp á þennan hátt. Þetta er hópurinn sem fer verst út úr þessu. Mér þykir ótækt að taka þennan hóp úr sínu örugga umhverfi og fyrir marga eina örugga umhverfið sem þeir hafa.“ Hún segir stóra verkefnið að styðja við velferð og öryggi barna í dag. Það hafi sem dæmi verið meginþema á stóru málþingi Foreldraþorpsins nýlega. „Það er verkefni samfélagsins og okkar allra sem stöndum að börnum. Foreldra, skóla, tómstunda og allra. Að halda utan um þennan hóp og standa vörð um þeirra velferð. Þau eru nú þegar í viðkvæmri stöðu og við höfum séð það raungerast síðustu misseri. Þessi börn munu upplifa mikla ósanngirni og þykja erfitt að vera tekin út.“ Hún vonast til þess að viðsemjendur nái saman sem fyrst. „Ég styð kjarabaráttu kennara og vona að samningar náist. En mér finnst þetta mjög sérstakar aðgerðir núna. Þegar þessi sami hópur er í sérlegra viðkvæmri stöðu akkúrat núna.“ Atkvæðagreiðslu lýkur á morgun Tilkynnt var í gær að félagsmenn aðildarfélaga Kennarasambands Íslands greiða atkvæði um verkföll sem hefjast eiga í lok mánaðar í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum og einum framhaldsskóla. Atkvæðagreiðslurnar hófust á hádegi í gær og lýkur á morgun. Ekki hefur verið greint frá því hvaða skóla um ræðir og ríkir um það mikil leynd. Í tilkynningu kom fram að verkföll í þessum skólum, verði þau samþykkt, hefjist á miðnætti 29. október næstkomandi, eða klukkan 00:01. Verkföll verði tímabundin í grunnskólunum og í framhaldsskólanum en í leikskólum verði boðað til ótímabundinna verkfalla. „Leikreglurnar eru með þeim hætti að við þurfum að hafa góðan fyrirvara til að láta vita af slíkum aðgerðum. Nú höfum við þennan kosningafrest sem hefur verið kynntur. Í hádeginu á fimmtudaginn mun koma í ljós hvort þessir átta skólar, mögulega sá níundi, hafi ákveðið að fara í verkfall til að styðja við okkar málstað,“ sagði Magnús Þór í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær. Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Tónlistarnám Reykjavík Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands vildi ekkert tjá sig um orðróminn þegar fréttastofa hafði samband. Hann sagðist ekki ætla að tjá sig um málið fyrr en eftir morgundaginn. Á morgun lýkur atkvæðagreiðslu um verkfall í níu skólum. „Ég er formaður foreldrafélags skólans en tala líka bara sem foreldri barns í 10. bekk,“ segir Bryndís Ýr Pétursdóttir í samtali við fréttastofu. „Ég er búin að fá fjölda símtala og skilaboða í dag frá ósáttum foreldrum,“ segir Bryndís. Hún ítrekar að hún styðji kjarabaráttu kennara en telur þó að sá hópur sem verði fyrir mestum skaða af aðgerðunum verði börnin sem ekki munu geta mætt í skólann. „Upplýsingarnar um þessa skóla hafa ekki verið gefnar út en það skiptir í raun ekki máli hvaða skólar þetta eru. Með þessum aðgerðum mun kennsla falla niður vikum saman hjá ákveðnum nemendahópum og ótímabundið hjá öðrum,“ segir Bryndís Ýr. Ótækt að taka börnin úr sínu örugga umhverfi Hún segir að ef til dæmis sé litið til barna í 10. bekk séu þau núna allflest að undirbúa sig fyrir nám í framhaldsskóla. „Við vitum ekki hvaða áhrif það mun hafa á þeirra möguleika til að ná þeim markmiðum sem þau hafa sett sér. Fyrir mitt leyti, sem foreldri, neita ég að trúa því að eftir allt sem hefur undan á gengið eigi líka að leggja þetta á þau. Börnin hafi á síðustu misserum upplifað margt sem hafi mikil áhrif á þau. Til dæmi heimsfaraldur Covid og nú nýlega aukið ofbeldi. „Það er aukin félagsleg einangrun og vanlíðan og rannsóknir sem styðja það. Mér þykir ótrúlegt að það eigi að beita þennan viðkvæma hóp á þennan hátt. Þetta er hópurinn sem fer verst út úr þessu. Mér þykir ótækt að taka þennan hóp úr sínu örugga umhverfi og fyrir marga eina örugga umhverfið sem þeir hafa.“ Hún segir stóra verkefnið að styðja við velferð og öryggi barna í dag. Það hafi sem dæmi verið meginþema á stóru málþingi Foreldraþorpsins nýlega. „Það er verkefni samfélagsins og okkar allra sem stöndum að börnum. Foreldra, skóla, tómstunda og allra. Að halda utan um þennan hóp og standa vörð um þeirra velferð. Þau eru nú þegar í viðkvæmri stöðu og við höfum séð það raungerast síðustu misseri. Þessi börn munu upplifa mikla ósanngirni og þykja erfitt að vera tekin út.“ Hún vonast til þess að viðsemjendur nái saman sem fyrst. „Ég styð kjarabaráttu kennara og vona að samningar náist. En mér finnst þetta mjög sérstakar aðgerðir núna. Þegar þessi sami hópur er í sérlegra viðkvæmri stöðu akkúrat núna.“ Atkvæðagreiðslu lýkur á morgun Tilkynnt var í gær að félagsmenn aðildarfélaga Kennarasambands Íslands greiða atkvæði um verkföll sem hefjast eiga í lok mánaðar í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum og einum framhaldsskóla. Atkvæðagreiðslurnar hófust á hádegi í gær og lýkur á morgun. Ekki hefur verið greint frá því hvaða skóla um ræðir og ríkir um það mikil leynd. Í tilkynningu kom fram að verkföll í þessum skólum, verði þau samþykkt, hefjist á miðnætti 29. október næstkomandi, eða klukkan 00:01. Verkföll verði tímabundin í grunnskólunum og í framhaldsskólanum en í leikskólum verði boðað til ótímabundinna verkfalla. „Leikreglurnar eru með þeim hætti að við þurfum að hafa góðan fyrirvara til að láta vita af slíkum aðgerðum. Nú höfum við þennan kosningafrest sem hefur verið kynntur. Í hádeginu á fimmtudaginn mun koma í ljós hvort þessir átta skólar, mögulega sá níundi, hafi ákveðið að fara í verkfall til að styðja við okkar málstað,“ sagði Magnús Þór í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær.
Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Tónlistarnám Reykjavík Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent