Foreldrar í Laugalækjarskóla uggandi yfir mögulegu verkfalli Lovísa Arnardóttir skrifar 9. október 2024 23:10 Bryndís Ýr Pétursdóttir, formaður foreldrafélags Laugalækjarskóla. Vísir Foreldrar barna í Laugalækjarskóla eru ósáttir við það að börn þeirra muni mögulega missa úr skóla verði verkfall í skólanum. Formaður foreldrafélagsins segist hafa heyrt háværan orðróm um að skólinn sé einn þeirra níu þar sem greidd eru atkvæði um verkfall. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands vildi ekkert tjá sig um orðróminn þegar fréttastofa hafði samband. Hann sagðist ekki ætla að tjá sig um málið fyrr en eftir morgundaginn. Á morgun lýkur atkvæðagreiðslu um verkfall í níu skólum. „Ég er formaður foreldrafélags skólans en tala líka bara sem foreldri barns í 10. bekk,“ segir Bryndís Ýr Pétursdóttir í samtali við fréttastofu. „Ég er búin að fá fjölda símtala og skilaboða í dag frá ósáttum foreldrum,“ segir Bryndís. Hún ítrekar að hún styðji kjarabaráttu kennara en telur þó að sá hópur sem verði fyrir mestum skaða af aðgerðunum verði börnin sem ekki munu geta mætt í skólann. „Upplýsingarnar um þessa skóla hafa ekki verið gefnar út en það skiptir í raun ekki máli hvaða skólar þetta eru. Með þessum aðgerðum mun kennsla falla niður vikum saman hjá ákveðnum nemendahópum og ótímabundið hjá öðrum,“ segir Bryndís Ýr. Ótækt að taka börnin úr sínu örugga umhverfi Hún segir að ef til dæmis sé litið til barna í 10. bekk séu þau núna allflest að undirbúa sig fyrir nám í framhaldsskóla. „Við vitum ekki hvaða áhrif það mun hafa á þeirra möguleika til að ná þeim markmiðum sem þau hafa sett sér. Fyrir mitt leyti, sem foreldri, neita ég að trúa því að eftir allt sem hefur undan á gengið eigi líka að leggja þetta á þau. Börnin hafi á síðustu misserum upplifað margt sem hafi mikil áhrif á þau. Til dæmi heimsfaraldur Covid og nú nýlega aukið ofbeldi. „Það er aukin félagsleg einangrun og vanlíðan og rannsóknir sem styðja það. Mér þykir ótrúlegt að það eigi að beita þennan viðkvæma hóp á þennan hátt. Þetta er hópurinn sem fer verst út úr þessu. Mér þykir ótækt að taka þennan hóp úr sínu örugga umhverfi og fyrir marga eina örugga umhverfið sem þeir hafa.“ Hún segir stóra verkefnið að styðja við velferð og öryggi barna í dag. Það hafi sem dæmi verið meginþema á stóru málþingi Foreldraþorpsins nýlega. „Það er verkefni samfélagsins og okkar allra sem stöndum að börnum. Foreldra, skóla, tómstunda og allra. Að halda utan um þennan hóp og standa vörð um þeirra velferð. Þau eru nú þegar í viðkvæmri stöðu og við höfum séð það raungerast síðustu misseri. Þessi börn munu upplifa mikla ósanngirni og þykja erfitt að vera tekin út.“ Hún vonast til þess að viðsemjendur nái saman sem fyrst. „Ég styð kjarabaráttu kennara og vona að samningar náist. En mér finnst þetta mjög sérstakar aðgerðir núna. Þegar þessi sami hópur er í sérlegra viðkvæmri stöðu akkúrat núna.“ Atkvæðagreiðslu lýkur á morgun Tilkynnt var í gær að félagsmenn aðildarfélaga Kennarasambands Íslands greiða atkvæði um verkföll sem hefjast eiga í lok mánaðar í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum og einum framhaldsskóla. Atkvæðagreiðslurnar hófust á hádegi í gær og lýkur á morgun. Ekki hefur verið greint frá því hvaða skóla um ræðir og ríkir um það mikil leynd. Í tilkynningu kom fram að verkföll í þessum skólum, verði þau samþykkt, hefjist á miðnætti 29. október næstkomandi, eða klukkan 00:01. Verkföll verði tímabundin í grunnskólunum og í framhaldsskólanum en í leikskólum verði boðað til ótímabundinna verkfalla. „Leikreglurnar eru með þeim hætti að við þurfum að hafa góðan fyrirvara til að láta vita af slíkum aðgerðum. Nú höfum við þennan kosningafrest sem hefur verið kynntur. Í hádeginu á fimmtudaginn mun koma í ljós hvort þessir átta skólar, mögulega sá níundi, hafi ákveðið að fara í verkfall til að styðja við okkar málstað,“ sagði Magnús Þór í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær. Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Tónlistarnám Reykjavík Kennaraverkfall 2024 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands vildi ekkert tjá sig um orðróminn þegar fréttastofa hafði samband. Hann sagðist ekki ætla að tjá sig um málið fyrr en eftir morgundaginn. Á morgun lýkur atkvæðagreiðslu um verkfall í níu skólum. „Ég er formaður foreldrafélags skólans en tala líka bara sem foreldri barns í 10. bekk,“ segir Bryndís Ýr Pétursdóttir í samtali við fréttastofu. „Ég er búin að fá fjölda símtala og skilaboða í dag frá ósáttum foreldrum,“ segir Bryndís. Hún ítrekar að hún styðji kjarabaráttu kennara en telur þó að sá hópur sem verði fyrir mestum skaða af aðgerðunum verði börnin sem ekki munu geta mætt í skólann. „Upplýsingarnar um þessa skóla hafa ekki verið gefnar út en það skiptir í raun ekki máli hvaða skólar þetta eru. Með þessum aðgerðum mun kennsla falla niður vikum saman hjá ákveðnum nemendahópum og ótímabundið hjá öðrum,“ segir Bryndís Ýr. Ótækt að taka börnin úr sínu örugga umhverfi Hún segir að ef til dæmis sé litið til barna í 10. bekk séu þau núna allflest að undirbúa sig fyrir nám í framhaldsskóla. „Við vitum ekki hvaða áhrif það mun hafa á þeirra möguleika til að ná þeim markmiðum sem þau hafa sett sér. Fyrir mitt leyti, sem foreldri, neita ég að trúa því að eftir allt sem hefur undan á gengið eigi líka að leggja þetta á þau. Börnin hafi á síðustu misserum upplifað margt sem hafi mikil áhrif á þau. Til dæmi heimsfaraldur Covid og nú nýlega aukið ofbeldi. „Það er aukin félagsleg einangrun og vanlíðan og rannsóknir sem styðja það. Mér þykir ótrúlegt að það eigi að beita þennan viðkvæma hóp á þennan hátt. Þetta er hópurinn sem fer verst út úr þessu. Mér þykir ótækt að taka þennan hóp úr sínu örugga umhverfi og fyrir marga eina örugga umhverfið sem þeir hafa.“ Hún segir stóra verkefnið að styðja við velferð og öryggi barna í dag. Það hafi sem dæmi verið meginþema á stóru málþingi Foreldraþorpsins nýlega. „Það er verkefni samfélagsins og okkar allra sem stöndum að börnum. Foreldra, skóla, tómstunda og allra. Að halda utan um þennan hóp og standa vörð um þeirra velferð. Þau eru nú þegar í viðkvæmri stöðu og við höfum séð það raungerast síðustu misseri. Þessi börn munu upplifa mikla ósanngirni og þykja erfitt að vera tekin út.“ Hún vonast til þess að viðsemjendur nái saman sem fyrst. „Ég styð kjarabaráttu kennara og vona að samningar náist. En mér finnst þetta mjög sérstakar aðgerðir núna. Þegar þessi sami hópur er í sérlegra viðkvæmri stöðu akkúrat núna.“ Atkvæðagreiðslu lýkur á morgun Tilkynnt var í gær að félagsmenn aðildarfélaga Kennarasambands Íslands greiða atkvæði um verkföll sem hefjast eiga í lok mánaðar í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum og einum framhaldsskóla. Atkvæðagreiðslurnar hófust á hádegi í gær og lýkur á morgun. Ekki hefur verið greint frá því hvaða skóla um ræðir og ríkir um það mikil leynd. Í tilkynningu kom fram að verkföll í þessum skólum, verði þau samþykkt, hefjist á miðnætti 29. október næstkomandi, eða klukkan 00:01. Verkföll verði tímabundin í grunnskólunum og í framhaldsskólanum en í leikskólum verði boðað til ótímabundinna verkfalla. „Leikreglurnar eru með þeim hætti að við þurfum að hafa góðan fyrirvara til að láta vita af slíkum aðgerðum. Nú höfum við þennan kosningafrest sem hefur verið kynntur. Í hádeginu á fimmtudaginn mun koma í ljós hvort þessir átta skólar, mögulega sá níundi, hafi ákveðið að fara í verkfall til að styðja við okkar málstað,“ sagði Magnús Þór í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær.
Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Tónlistarnám Reykjavík Kennaraverkfall 2024 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira