Þar sem hanar og hænur gala Yngvi Sighvatsson skrifar 8. október 2024 14:02 Það sló marga hversu mikil slagsíðan var í Silfrinu í gærkvöldi. Þar voru þrír sjóaðir fjölmiðla- og stjórnmálamenn mættir: einn kominn vel yfir hæðina, ungur ráðherra Sjálfstæðisflokks og borgarstjóri Framsóknar, sem ávallt fær sérmeðferð á sínum gamla vinnustað. Þeim til aðstoðar var þáttastjórnandi Sigríður Hagalín. Til andsvars mætti ung og efnileg kona úr röðum Pírata, sem ég hef aldrei heyrt um áður; hún fékk, að mig minnir, að taka til máls einu sinni. Það var um margt óhugnanlegt að horfa á þennan þátt, en ætli tvennt standi ekki upp úr. Í fyrsta lagi hvernig þetta fólk gefur sér að við Íslendingar séum bara vitleysingar sem kunnum ekki að meta það sem þau gera fyrir okkur. Í öðru lagi, vitleysið í þeim sjálfum að halda að við Íslendingar séum svo vitlausir að við sjáum ekki í gegnum þau. Í atriði tvö liggur nefnilega mergur málsins og ástæða fylgisins. Þegar gamli haninn byrjaði að kvarta yfir vanþakklæti okkar, að við höfum það miklu betur en við höldum, þá vitum við samt að búið er að hola heilbrigðiskerfið okkar niður. Að markaðsvæðing húsnæðiskerfisins á þeirra vakt hefur valdið því að ríkið þarf að greiða niður aðgang fólks að húsnæði hérlendis, sem hefur hækkað margfalt miðað við launaþróun undir þeirra forystu. Við vitum líka að börnin okkar koma illa lesin úr skólakerfinu, að þeim líður verr, og að misskipting meðal barna hefur aukist gríðarlega undir þeirra stjórn. Svo tók til máls ungi efnilegi haninn, þessi sem hóf vegferð sína í pólitík á því að viðhalda borgarstjórnarmeirihluta sem ber mikla ábyrgð á ástandi húsnæðismála, í skiptum fyrir góðan stól og laun sem toppa laun borgarstjóra stærstu borga heims. Hann vildi halda því fram að ástæða lélegs fylgis væri rifrildi milli hinna tveggja flokkanna sem með flokki hans eru í stjórn. Það virðist ekki skipta máli hvaða verk hafa (ekki) verið framkvæmd og ástandið í þjóðfélaginu; vandamálið var rifrildi og óeining út á við. Ekki skortur á húsnæði og gríðarhátt verð á því,skortur á leikskólaplássi, vextirnir, leiguverðið og allt hitt—heldur ósamstaða út á við. Kannski er það skiljanlegt að sá maður sé í Framsókn, þar sem grasið er alltaf grænt og fallegar glærusýningar leysa vandamálin. Þá var komið að sjónarmiði ungs ráðherra úr Sjálfstæðisflokknum, sem vildi auðvitað kenna útlendingum um. Þetta veldur venjulegu fólki, og þá sérstaklega kjósendum flokks hennar, miklum áhyggjum, því þeir vita að flokkur þeirra hefur farið með stjórn útlendingamála lengi. Það var flokkur þeirra sem tók ákvörðun um að veita flóttamönnum frá tveimur ríkjum sérstakan aðgang. Því finnst fólki pínlegt að horfa upp á fulltrúa fyrrum stærsta stjórnmálaafls landsins snúa svona út úr sannleikanum á þann hátt að börn á grunnskólaaldri sjá í gegnum það. Slíkt skilningsleysi lofar ekki góðu og það að sjá ekki vandamálin fyrir útlendingunum er risastórt vandamál í sjálfu sér. Nú viðurkenni ég fúslega að ég man ekkert hvað ungi Píratinn sagði, en hún kom vel fyrir og allt það, en hafði lítið um hrútskýringar og gaslýsingar hinna fjögurra að segja. Enda var henni varla boðið í þáttinn til að skemma stemninguna sem búið var að sérhanna á ríkisfjölmiðli fyrir ríkistjórnarflokkana. Það sem stendur eftir er skömm, skömm á því hvernig þetta fólk vogar sér að tala við okkur og að við sem þjóð látum það yfir okkur ganga. Sem er þó kannski ekki staðan lengur? Erum við ekki að opna augun fyrir svona augljósri vitleysu? Allavega þá stendur fylgi þessara flokka í 20% samanlagt; það er sem sagt ekki í erfðaefni okkar að kaupa bull lengur—vonum það! Höfundur er tölvuleikjahönnuður og í stjórn Samtaka leigjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Sjá meira
Það sló marga hversu mikil slagsíðan var í Silfrinu í gærkvöldi. Þar voru þrír sjóaðir fjölmiðla- og stjórnmálamenn mættir: einn kominn vel yfir hæðina, ungur ráðherra Sjálfstæðisflokks og borgarstjóri Framsóknar, sem ávallt fær sérmeðferð á sínum gamla vinnustað. Þeim til aðstoðar var þáttastjórnandi Sigríður Hagalín. Til andsvars mætti ung og efnileg kona úr röðum Pírata, sem ég hef aldrei heyrt um áður; hún fékk, að mig minnir, að taka til máls einu sinni. Það var um margt óhugnanlegt að horfa á þennan þátt, en ætli tvennt standi ekki upp úr. Í fyrsta lagi hvernig þetta fólk gefur sér að við Íslendingar séum bara vitleysingar sem kunnum ekki að meta það sem þau gera fyrir okkur. Í öðru lagi, vitleysið í þeim sjálfum að halda að við Íslendingar séum svo vitlausir að við sjáum ekki í gegnum þau. Í atriði tvö liggur nefnilega mergur málsins og ástæða fylgisins. Þegar gamli haninn byrjaði að kvarta yfir vanþakklæti okkar, að við höfum það miklu betur en við höldum, þá vitum við samt að búið er að hola heilbrigðiskerfið okkar niður. Að markaðsvæðing húsnæðiskerfisins á þeirra vakt hefur valdið því að ríkið þarf að greiða niður aðgang fólks að húsnæði hérlendis, sem hefur hækkað margfalt miðað við launaþróun undir þeirra forystu. Við vitum líka að börnin okkar koma illa lesin úr skólakerfinu, að þeim líður verr, og að misskipting meðal barna hefur aukist gríðarlega undir þeirra stjórn. Svo tók til máls ungi efnilegi haninn, þessi sem hóf vegferð sína í pólitík á því að viðhalda borgarstjórnarmeirihluta sem ber mikla ábyrgð á ástandi húsnæðismála, í skiptum fyrir góðan stól og laun sem toppa laun borgarstjóra stærstu borga heims. Hann vildi halda því fram að ástæða lélegs fylgis væri rifrildi milli hinna tveggja flokkanna sem með flokki hans eru í stjórn. Það virðist ekki skipta máli hvaða verk hafa (ekki) verið framkvæmd og ástandið í þjóðfélaginu; vandamálið var rifrildi og óeining út á við. Ekki skortur á húsnæði og gríðarhátt verð á því,skortur á leikskólaplássi, vextirnir, leiguverðið og allt hitt—heldur ósamstaða út á við. Kannski er það skiljanlegt að sá maður sé í Framsókn, þar sem grasið er alltaf grænt og fallegar glærusýningar leysa vandamálin. Þá var komið að sjónarmiði ungs ráðherra úr Sjálfstæðisflokknum, sem vildi auðvitað kenna útlendingum um. Þetta veldur venjulegu fólki, og þá sérstaklega kjósendum flokks hennar, miklum áhyggjum, því þeir vita að flokkur þeirra hefur farið með stjórn útlendingamála lengi. Það var flokkur þeirra sem tók ákvörðun um að veita flóttamönnum frá tveimur ríkjum sérstakan aðgang. Því finnst fólki pínlegt að horfa upp á fulltrúa fyrrum stærsta stjórnmálaafls landsins snúa svona út úr sannleikanum á þann hátt að börn á grunnskólaaldri sjá í gegnum það. Slíkt skilningsleysi lofar ekki góðu og það að sjá ekki vandamálin fyrir útlendingunum er risastórt vandamál í sjálfu sér. Nú viðurkenni ég fúslega að ég man ekkert hvað ungi Píratinn sagði, en hún kom vel fyrir og allt það, en hafði lítið um hrútskýringar og gaslýsingar hinna fjögurra að segja. Enda var henni varla boðið í þáttinn til að skemma stemninguna sem búið var að sérhanna á ríkisfjölmiðli fyrir ríkistjórnarflokkana. Það sem stendur eftir er skömm, skömm á því hvernig þetta fólk vogar sér að tala við okkur og að við sem þjóð látum það yfir okkur ganga. Sem er þó kannski ekki staðan lengur? Erum við ekki að opna augun fyrir svona augljósri vitleysu? Allavega þá stendur fylgi þessara flokka í 20% samanlagt; það er sem sagt ekki í erfðaefni okkar að kaupa bull lengur—vonum það! Höfundur er tölvuleikjahönnuður og í stjórn Samtaka leigjenda.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun