Skorti langtímarannsóknir á áhrifum Ozempic og Wegovy Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. október 2024 15:02 Aðalsteinn Arnarson er skurðlæknir á Klíníkinni. Hann aðstoðar fólk sem glímir við efnaskiptavanda og framkvæmir meðal annars efnaskiptaaðgerðir. vísir/kompás Læknir segir skynsamlegt að setja vinnureglur um hvenær skuli ávísa þyngdarstjórnunarlyfjum og hvenær ekki. Það muni taka nokkur ár í viðbót áður en góður skilningur fáist á langtímaávinningi og mögulegum aukaverkunum af lyfjunum. Í Kompás sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöld var fjallað um sprengingu í ásókn þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Rætt var við lækna um þeirra skoðun á lyfjunum og konu sem hefur sprautað sig með þeim í von um að léttast. Finnst frjálslega farið með lyfin Hvaða læknir sem er má ávísa lyfjunum og óttast Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir að aðgengi að þeim sé of auðvelt og að margir séu á lyfjunum sem eigi ekki að vera á þeim. Aðalsteinn Arnarson, skurðlæknir á Klíníkinni, segir skynsamlegt að settar verði vinnureglur um ávísun lyfjanna. „Ég held að á meðan að lyfin eru ný og meðan okkur skortir langtíma rannsóknir til að sjá hvert öryggi lyfjanna er varðandi alvarlega fylgikvilla þá held ég að það sé mjög skynsamlegt að búa til einhvers konar vinnureglur eða ramma varðandi hvenær þessi meðferð er ráðlögð og hvenær ekki.“ Vonast til að lyfjaflokkurinn sé kominn til að vera Ýmsar rannsóknir eru til um lyfin sem séu þó ný og segir Aðalsteinn skorta langtímarannsóknir á áhrifum þeirra. „Við höfum alveg séð önnur lyf koma og fara. Og það hefur snúist annað hvort um skort á virkni eða hreinlega alvarlegar aukaverkanir. Þau lyf voru kannski á markaði í tíu ár áður en fólk fór að skilja að það væru aukaverkanir þarna. Vonandi er þetta nýr lyfjaflokkur sem er öruggari og minni aukaverkanir en það breytir ekki því að við erum enn í einhvers konar tilraunarfasa þar sem það mun taka nokkur ár í viðbót áður en við fáum góðan skilning á bæði langtímaávinningi og líka mögulegum aukaverkunum.“ Kompás Þyngdarstjórnunarlyf Heilbrigðismál Heilsa Lyf Tengdar fréttir Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Sprenging hefur orðið í notkun þyngdarstjórnarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Ætla má að þúsundir Íslendinga sprauti sig í von um að léttast. Lyfin eru sögð öflugt tól í baráttunni við offitu en aðgengi að þeim virðist stjórnlaust og læknir óttast misnotkun. Í Kompás skoðum við notkun þessara lyfja á Íslandi. 8. október 2024 07:02 Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Innlent Fleiri fréttir Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Sjá meira
Í Kompás sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöld var fjallað um sprengingu í ásókn þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Rætt var við lækna um þeirra skoðun á lyfjunum og konu sem hefur sprautað sig með þeim í von um að léttast. Finnst frjálslega farið með lyfin Hvaða læknir sem er má ávísa lyfjunum og óttast Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir að aðgengi að þeim sé of auðvelt og að margir séu á lyfjunum sem eigi ekki að vera á þeim. Aðalsteinn Arnarson, skurðlæknir á Klíníkinni, segir skynsamlegt að settar verði vinnureglur um ávísun lyfjanna. „Ég held að á meðan að lyfin eru ný og meðan okkur skortir langtíma rannsóknir til að sjá hvert öryggi lyfjanna er varðandi alvarlega fylgikvilla þá held ég að það sé mjög skynsamlegt að búa til einhvers konar vinnureglur eða ramma varðandi hvenær þessi meðferð er ráðlögð og hvenær ekki.“ Vonast til að lyfjaflokkurinn sé kominn til að vera Ýmsar rannsóknir eru til um lyfin sem séu þó ný og segir Aðalsteinn skorta langtímarannsóknir á áhrifum þeirra. „Við höfum alveg séð önnur lyf koma og fara. Og það hefur snúist annað hvort um skort á virkni eða hreinlega alvarlegar aukaverkanir. Þau lyf voru kannski á markaði í tíu ár áður en fólk fór að skilja að það væru aukaverkanir þarna. Vonandi er þetta nýr lyfjaflokkur sem er öruggari og minni aukaverkanir en það breytir ekki því að við erum enn í einhvers konar tilraunarfasa þar sem það mun taka nokkur ár í viðbót áður en við fáum góðan skilning á bæði langtímaávinningi og líka mögulegum aukaverkunum.“
Kompás Þyngdarstjórnunarlyf Heilbrigðismál Heilsa Lyf Tengdar fréttir Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Sprenging hefur orðið í notkun þyngdarstjórnarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Ætla má að þúsundir Íslendinga sprauti sig í von um að léttast. Lyfin eru sögð öflugt tól í baráttunni við offitu en aðgengi að þeim virðist stjórnlaust og læknir óttast misnotkun. Í Kompás skoðum við notkun þessara lyfja á Íslandi. 8. október 2024 07:02 Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Innlent Fleiri fréttir Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Sjá meira
Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Sprenging hefur orðið í notkun þyngdarstjórnarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Ætla má að þúsundir Íslendinga sprauti sig í von um að léttast. Lyfin eru sögð öflugt tól í baráttunni við offitu en aðgengi að þeim virðist stjórnlaust og læknir óttast misnotkun. Í Kompás skoðum við notkun þessara lyfja á Íslandi. 8. október 2024 07:02