Íslenski boltinn

Á­horf­enda­met slegið í úr­slita­leiknum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Stúkan að Hlíðarenda er troðfull.
Stúkan að Hlíðarenda er troðfull. Vísir/Pawel

Slagurinn um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild kvenna er að hefjast á N1-vellinum að Hlíðarenda. Staðfest er að áhorfendamet í efstu deild kvenna verður slegið á leiknum í dag.

Slagurinn um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild kvenna er að hefjast á N1-vellinum að Hlíðarenda. Staðfest er að áhorfendamet í efstu deild kvenna verður slegið á leiknum í dag.

Í aðdraganda leiksins var rætt um að svo gæti farið að áhorfendametið í efstu deild kvenna yrði slegið og í viðtali rétt fyrir leik staðfesti Styrmir Bragason framkvæmdastjóri Vals að búið væri að slá metið.

„Það er ljóst nú þegar að það verður áhorfendamet í Bestu deild kvenna frá upphafi. Við sjáum það á sölutölum nú þegar,“ sagði Styrmir í samtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport fyrir leik.

Gamla metið á leik í efstu deild kvenna var 1372 áhorfendur en Styrmir sagði að áhofendur á N1-vellinum í dag yrðu um 1500 talsins.

Leikurinn hefst klukkan 16:15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í beinni textalýsingu á Vísi.

Uppfært: Alls eru 1625 áhorfendur á N1-vellinum


Tengdar fréttir

Í beinni: Valur - Breiðablik | Bikarinn fer á loft

Valur tekur á móti Breiðabliki í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í fótbolta 2024. Blikum dugar jafntefli í leiknum til að landa titlinum. Bein útsending er á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×