Körfubolti

Helena tekin inn í heiðurshöll TCU

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Helena Sverrisdóttir ásamt manni sínum, Finni Atla Magnússyni, á fótboltaleik TCU í gær. Þar var hún tekin inn í heiðurshöll skólans.
Helena Sverrisdóttir ásamt manni sínum, Finni Atla Magnússyni, á fótboltaleik TCU í gær. Þar var hún tekin inn í heiðurshöll skólans. úr einkasafni

Helena Sverrisdóttir var tekin inn í heiðurshöll Texas Christian University (TCU) í gær. Hún lék við góðan orðstír með körfuboltaliði skólans 2007-11.

Helena var tekin inn í heiðurshöllina á leik fótboltaliðs TCU í gær ásamt fimm öðrum.

Helena var valin nýliði ársins í Mountain West deildinni á sínu fyrsta tímabili í TCU (2007-08) og var síðan valin besti leikmaður deildarinnar tímabilið 2009-10.

Engin leikmaður TCU hefur verið valin oftar leikmaður vikunnar í Mountain West deildinni en þann heiður hlaut Helena níu sinnum á ferli sínum.

Helena er líka eini leikmaðurinn í sögu skólans með að lágmarki sautján hundruð stig, átta hundruð fráköst og fimm hundruð stoðsendingar á ferlinum sínum. Helena gaf 546 stoðsendingar í búningi TCU sem er það mesta í sögu skólans. Hún er einnig fjórða stigahæst (1764) og í fimmta sæti í stolnum boltum (227) í sögu skólans.

Helena er fimmta körfuboltakonan sem er tekin inn í heiðurshöll TCU.úr einkasafni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×