Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-2 | Óbreytt staða á toppnum eftir jafntefli á Kópavogsvelli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. október 2024 18:30 Breiðablik og Valur skiptu stigunum á milli sín. Vísir/Diego Breiðablik gerði 2-2 jafntefli við Val líkt og Víkingur gerði 2-2 jafntefli við Stjörnuna svo staðan er óbreytt á toppi Bestu deildar karla í knattspyrnu þegar það eru tvær umferðir eftir. Blikar voru sterkari aðilinn stærstan hluta fyrri hálfleiks og sköpuðu sér nokkur hálffæri til að taka forystuna. Það voru þó Valsmenn sem urðu fyrri til að brjóta ísinn þegar Tryggvi Rafn Haraldsson slapp einn í gegn eftir vandræðagang í vörn Blika á 21. mínútu. Viktor Örn Margeirsson átti þá slakan skalla sem ætlaður var Arnóri Gauta Jónssyni, en boltinn datt þess í stað fyrir Tryggva. Arnór átti ekki séns í kapphlaupið við Tryggva sem kláraði af mikilli yfirvegun framhjá Antoni Ara Einarssyni í marki Breiðabliks. Svipað atvik átti sér svo stað þegar rúmar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik þar sem Tryggi Rafn slapp aftur inn fyrir vörn Blika. Í þetta sinn komst hann framhjá Antoni Ara, en Viktor Örn vann vel til baka og kom í veg fyrir annað mark gestanna. Blikar vildu hins vegar fá víti í þrígang í fyrri hálfleik. Fyrst féll Höskuldur Gunnlaugsson við inni á vítateig Valsmanna á 14. mínútu áður en Hörður Ingi Gunnarsson braut af sér á vítateigslínunni eftir um hálftíma leik. Stuttu síðar fór boltinn svo í hönd Harðar Inga innan vítateigs, en eins og í fyrri tvö skiptin varð Blikum ekki að ósk sinni og staðan því 0-1 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Eftir fjörugan fyrri hálfleik fór seinni hálfleikur svo heldur rólega af stað. Allavega fyrstu mínúturnar. Á 55. mínútu var allt orðið jafnt eftir að Davíð Ingvarsson lét vaða af vítateigslínunni og fann nærhornið. Skotið ekki fast, en Frederik Schram greip í tómt. Rétt rúmum tíu mínútum síðar náðu Valsmenn þó aftur forystunni þegar Tryggvi Rafn átti hárnákvæma sendingu inn á markteig þar sem Patrick Pedersen mætti á ferðinni og sneiddi boltann í netið. Blikar þurftu því að færa sig ofar á völlinn og voru komnir í einhverja útfærslu af 4-2-4 kerfi. Það skilaði sér á 76. mínútu þegar boltinn var lagður út á Davíð Ingvarsson sem lúðraði honum upp í nærhornið. Hans annað mark og þetta var af dýrari gerðinni. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að stela sigrinum á lokametrunum, en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan varð 2-2 jafntefli. Eftir jafntefli Víkings og Stjörnunnar fyrr í kvöld er því óbreytt staða á toppnum fyrir síðustu tvær umferðir mótsins. Atvik leiksins Þegar Valsmenn fögnuðu öðru marki sínu í kvöld ákvað Aron Jóhannsson að hlaupa upp að Arnóri Gauta Jónssyni og láta nokkur vel valin orð falla. Arnór ýtti frá sér og Aron lét sig detta með miklum tilþrifum. Hann lá svo heillengi í jörðinni og reyndi að selja viðstöddum söguna, en dómarar leiksins sáu í gegnum þetta. Stjörnur og skúrkar Davíð Ingvarsson er stjarna heimamanna eftir kvöldið. Tvö frábær mörk og það seinna af dýrari gerðinni. Í liði Vals getur Tryggvi Rafn Haraldsson gengið stoltur frá borði, en hann skoraði fyrra mark liðsins og lagði það seinna upp. Þá átti Frederik Schram í það minnsta tvær, ef ekki þrjár, frábærar vörslur í marki Valsmanna. Hins vegar verður að setja spurningamerki við hann í fyrra marki Breiðabliks. Skúrkarnir koma úr liði heimamanna. Viktor Örn Margeirsson átti afleitan skalla til baka í fyrra marki Vals sem varð til þess að Arnór gauti Jónsson tapaði kapphlaupi við Tryggva sem skoraði. Dómarinn Elías Ingi Árnason og hans teymi fengu ekki beint auðveldasta verkefnið upp í hendurnar í kvöld. Blikar vildu í þrígang fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en miðað við hvernig þetta leit út uppi í blaðamannastúku náði dómarateymið að taka réttar ákvarðanir í þeim atvikum. Auðvitað er hægt að tína til einhver atvik þar sem hefði átt að gera hitt og þetta, en í heildina komust þeir félagar ágætlega frá verkefninu. Stemning og umgjörð Stúkan á Kópavogsvelli var þétt setin og áhorfendur létu vel í sér heyra. Eins og við var að búast var nokkur hiti í fólkinu á vellinum og stuðningsfólk Breiðabliks lét skoðanir sínar alveg í ljós. Þá var ekkert hægt að setja út á umgjörð Breiðabliks, ekki frekar en fyrri daginn. Besta deild karla Breiðablik Valur
Breiðablik gerði 2-2 jafntefli við Val líkt og Víkingur gerði 2-2 jafntefli við Stjörnuna svo staðan er óbreytt á toppi Bestu deildar karla í knattspyrnu þegar það eru tvær umferðir eftir. Blikar voru sterkari aðilinn stærstan hluta fyrri hálfleiks og sköpuðu sér nokkur hálffæri til að taka forystuna. Það voru þó Valsmenn sem urðu fyrri til að brjóta ísinn þegar Tryggvi Rafn Haraldsson slapp einn í gegn eftir vandræðagang í vörn Blika á 21. mínútu. Viktor Örn Margeirsson átti þá slakan skalla sem ætlaður var Arnóri Gauta Jónssyni, en boltinn datt þess í stað fyrir Tryggva. Arnór átti ekki séns í kapphlaupið við Tryggva sem kláraði af mikilli yfirvegun framhjá Antoni Ara Einarssyni í marki Breiðabliks. Svipað atvik átti sér svo stað þegar rúmar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik þar sem Tryggi Rafn slapp aftur inn fyrir vörn Blika. Í þetta sinn komst hann framhjá Antoni Ara, en Viktor Örn vann vel til baka og kom í veg fyrir annað mark gestanna. Blikar vildu hins vegar fá víti í þrígang í fyrri hálfleik. Fyrst féll Höskuldur Gunnlaugsson við inni á vítateig Valsmanna á 14. mínútu áður en Hörður Ingi Gunnarsson braut af sér á vítateigslínunni eftir um hálftíma leik. Stuttu síðar fór boltinn svo í hönd Harðar Inga innan vítateigs, en eins og í fyrri tvö skiptin varð Blikum ekki að ósk sinni og staðan því 0-1 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Eftir fjörugan fyrri hálfleik fór seinni hálfleikur svo heldur rólega af stað. Allavega fyrstu mínúturnar. Á 55. mínútu var allt orðið jafnt eftir að Davíð Ingvarsson lét vaða af vítateigslínunni og fann nærhornið. Skotið ekki fast, en Frederik Schram greip í tómt. Rétt rúmum tíu mínútum síðar náðu Valsmenn þó aftur forystunni þegar Tryggvi Rafn átti hárnákvæma sendingu inn á markteig þar sem Patrick Pedersen mætti á ferðinni og sneiddi boltann í netið. Blikar þurftu því að færa sig ofar á völlinn og voru komnir í einhverja útfærslu af 4-2-4 kerfi. Það skilaði sér á 76. mínútu þegar boltinn var lagður út á Davíð Ingvarsson sem lúðraði honum upp í nærhornið. Hans annað mark og þetta var af dýrari gerðinni. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að stela sigrinum á lokametrunum, en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan varð 2-2 jafntefli. Eftir jafntefli Víkings og Stjörnunnar fyrr í kvöld er því óbreytt staða á toppnum fyrir síðustu tvær umferðir mótsins. Atvik leiksins Þegar Valsmenn fögnuðu öðru marki sínu í kvöld ákvað Aron Jóhannsson að hlaupa upp að Arnóri Gauta Jónssyni og láta nokkur vel valin orð falla. Arnór ýtti frá sér og Aron lét sig detta með miklum tilþrifum. Hann lá svo heillengi í jörðinni og reyndi að selja viðstöddum söguna, en dómarar leiksins sáu í gegnum þetta. Stjörnur og skúrkar Davíð Ingvarsson er stjarna heimamanna eftir kvöldið. Tvö frábær mörk og það seinna af dýrari gerðinni. Í liði Vals getur Tryggvi Rafn Haraldsson gengið stoltur frá borði, en hann skoraði fyrra mark liðsins og lagði það seinna upp. Þá átti Frederik Schram í það minnsta tvær, ef ekki þrjár, frábærar vörslur í marki Valsmanna. Hins vegar verður að setja spurningamerki við hann í fyrra marki Breiðabliks. Skúrkarnir koma úr liði heimamanna. Viktor Örn Margeirsson átti afleitan skalla til baka í fyrra marki Vals sem varð til þess að Arnór gauti Jónsson tapaði kapphlaupi við Tryggva sem skoraði. Dómarinn Elías Ingi Árnason og hans teymi fengu ekki beint auðveldasta verkefnið upp í hendurnar í kvöld. Blikar vildu í þrígang fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en miðað við hvernig þetta leit út uppi í blaðamannastúku náði dómarateymið að taka réttar ákvarðanir í þeim atvikum. Auðvitað er hægt að tína til einhver atvik þar sem hefði átt að gera hitt og þetta, en í heildina komust þeir félagar ágætlega frá verkefninu. Stemning og umgjörð Stúkan á Kópavogsvelli var þétt setin og áhorfendur létu vel í sér heyra. Eins og við var að búast var nokkur hiti í fólkinu á vellinum og stuðningsfólk Breiðabliks lét skoðanir sínar alveg í ljós. Þá var ekkert hægt að setja út á umgjörð Breiðabliks, ekki frekar en fyrri daginn.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti