Uppgjörið: Omonia - Víkingur 4-0 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2024 19:00 Víkingur spilaði vel í fyrri hálfleiknum gegn Omonia en í þeim seinni seig á ógæfuhliðina. vísir/diego Víkingur tapaði fyrir Omonia á Kýpur, 4-0, í fyrsta leik sínum í Sambandsdeild Evrópu í dag. Andronikos Kakoullis skoraði tvö mörk og Senou Coulibaly og Saidou Alioum sitt markið hvor. Öll mörkin komu í seinni hálfleik. Víkingar spiluðu fyrri hálfleikinn vel, sérstaklega fyrri hluta hans þar sem þeir voru hættulegri aðilinn. Danijel Dejan Djuric komst næst því að skora á 25. mínútu en Fabiano, fyrirliði og markvörður Kýpverjanna, varði skalla hans frábærlega. Hann varði einnig frá Nikolaj Hansen og Valdimar Þór Ingimundarsyni. Þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik meiddist Tarik Ibrahimagic og við það riðlaðist leikur Víkinga. Þeir vörðust þó vel í fyrri hálfleiknum og Kýpverjarnir ógnuðu lítið sem ekkert. Á 51. mínútu sváfu Víkingar á verðinum í hornspyrnu og heljarmennið Coulibaly skallaði boltann í netið. Eftir þetta var róður Íslandsmeistaranna þungur og þeir gerðu sig ekki líklega til að jafna metin. Þeir reyndu þó að færa sig framar og við það opnaðist vörn þeirra. Og það nýttu Kýpverjarnir sér vel og skoruðu þrjú mörk á síðustu níu mínútum leiksins, tvö þeirra eftir agaleg mistök Víkinga. Lokatölur í Nikósíu því 4-0. Sigurinn var helst til of stór miðað við gang leiksins og frammistöðu Víkings í fyrri hálfleik. En í þeim seinni áttu þeir ekki mikla möguleika og Omonia var með fulla stjórn á leiknum. Atvikið Vendipunktur leiksins var þegar Tarik þurfti að fara meiddur af velli eftir að Oliver Ekroth, samherji hans, sparkaði óvart í höfuð hans. Eftir það sá á Víkingsliðinu og það náði ekki sama dampi. Tarik er ekki búinn að vera lengi í Víkingi en hann er þegar orðinn einn mikilvægasti leikmaður liðsins eins og kom bersýnilega í ljós í dag. Stjörnur og skúrkar Fabiano varði frábærlega frá Danijel um miðjan fyrri hálfleik og Coulibaly skoraði svo markið sem kom Omonia í bílstjórasætið. Varamennirnir Kakoullis og Alioum nýttu sér síðan hver mistök Víkings undir lok leiksins. Davíð Örn Atlason átti ekkert sérstaka innkomu í lið Víkings og gaf þriðja markið. Valdimar Þór Ingimundarson gerði sig svo sekan um slæm mistök í fjórða markinu. Dómarinn Hollendingurinn Sander van der Eijk svitnaði ekki mikið við að dæma leikinn í dag. Hann gerði það vel og var með góða stjórn á leiknum. Umgjörð og stemmning Víkingar voru undirmannaðir í stúkunni á GSP vellinum en létu vel í sér heyra og fá mikið hrós fyrir að fylgja sínum mönnum alla leið til Kýpur. Annars virtist allt fara vel fram í Nikósíu. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík
Víkingur tapaði fyrir Omonia á Kýpur, 4-0, í fyrsta leik sínum í Sambandsdeild Evrópu í dag. Andronikos Kakoullis skoraði tvö mörk og Senou Coulibaly og Saidou Alioum sitt markið hvor. Öll mörkin komu í seinni hálfleik. Víkingar spiluðu fyrri hálfleikinn vel, sérstaklega fyrri hluta hans þar sem þeir voru hættulegri aðilinn. Danijel Dejan Djuric komst næst því að skora á 25. mínútu en Fabiano, fyrirliði og markvörður Kýpverjanna, varði skalla hans frábærlega. Hann varði einnig frá Nikolaj Hansen og Valdimar Þór Ingimundarsyni. Þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik meiddist Tarik Ibrahimagic og við það riðlaðist leikur Víkinga. Þeir vörðust þó vel í fyrri hálfleiknum og Kýpverjarnir ógnuðu lítið sem ekkert. Á 51. mínútu sváfu Víkingar á verðinum í hornspyrnu og heljarmennið Coulibaly skallaði boltann í netið. Eftir þetta var róður Íslandsmeistaranna þungur og þeir gerðu sig ekki líklega til að jafna metin. Þeir reyndu þó að færa sig framar og við það opnaðist vörn þeirra. Og það nýttu Kýpverjarnir sér vel og skoruðu þrjú mörk á síðustu níu mínútum leiksins, tvö þeirra eftir agaleg mistök Víkinga. Lokatölur í Nikósíu því 4-0. Sigurinn var helst til of stór miðað við gang leiksins og frammistöðu Víkings í fyrri hálfleik. En í þeim seinni áttu þeir ekki mikla möguleika og Omonia var með fulla stjórn á leiknum. Atvikið Vendipunktur leiksins var þegar Tarik þurfti að fara meiddur af velli eftir að Oliver Ekroth, samherji hans, sparkaði óvart í höfuð hans. Eftir það sá á Víkingsliðinu og það náði ekki sama dampi. Tarik er ekki búinn að vera lengi í Víkingi en hann er þegar orðinn einn mikilvægasti leikmaður liðsins eins og kom bersýnilega í ljós í dag. Stjörnur og skúrkar Fabiano varði frábærlega frá Danijel um miðjan fyrri hálfleik og Coulibaly skoraði svo markið sem kom Omonia í bílstjórasætið. Varamennirnir Kakoullis og Alioum nýttu sér síðan hver mistök Víkings undir lok leiksins. Davíð Örn Atlason átti ekkert sérstaka innkomu í lið Víkings og gaf þriðja markið. Valdimar Þór Ingimundarson gerði sig svo sekan um slæm mistök í fjórða markinu. Dómarinn Hollendingurinn Sander van der Eijk svitnaði ekki mikið við að dæma leikinn í dag. Hann gerði það vel og var með góða stjórn á leiknum. Umgjörð og stemmning Víkingar voru undirmannaðir í stúkunni á GSP vellinum en létu vel í sér heyra og fá mikið hrós fyrir að fylgja sínum mönnum alla leið til Kýpur. Annars virtist allt fara vel fram í Nikósíu.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“