Forsetinn neitar að undirrita lög gegn hinsegin fólki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. október 2024 08:43 Neitun Zourabichvili kemur líklega ekki í veg fyrir að frumvarpið verði að lögum. epa/Radek Pietruszka Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, hefur neitað að undirrita lög gegn réttindum hinsegin fólks sem samþykkt voru á þinginu í síðasta mánuði. Frumvarpið sem þingið samþykkti fól meðal annars í sér bann gegn hjónaböndum samkynja einstaklinga, bann gegn ættleiðingum samkynja einstaklinga og takmarkanir á aðgengi að kynleiðréttingarúrræðum. Þá fólu lögin í sér aðför að sýnileika hinsegin fólks, meðal annars með takmörkunum á hinsegin viðburðum í ætt við Gleðigönguna og ritskoðun á kvikmyndum og bókum. Ákvörðun forsetans þýðir þó ekki að frumvarpið verði ekki að lögum en það hefur verið sent aftur til þingsins þar sem þingforsetinn getur lögfest það með undirritun sinni. Málið er afar umdeilt í Georgíu en stjórnmálaskýrendur segja niðurstöður þingkosninga sem boðað hefur verið til í lok mánaðar munu varpa ljósi á það hvort landið er raunverulega að þokast í átt að Rússlandi, eins og umrædd löggjöf þykir gefa til kynna. Aðgerðasinnar segja lögin alvarlega aðför gegn hinsegin fólki og þá hefur Josep Borrell, framkvæmdastjóri utanríkismála hjá Evrópusambandinu, gagnrýnt lögin harðlega og sagt þau munu ýta undir ofbeldi. Einum degi eftir að frumvarpið var samþykkt í þinginu, í atkvæðagreiðslu sem stjórnarandstöðuþingmenn sniðgengu, var leikkonan og fyrirsætan Kesaria Abramidze, transkona, myrt á heimili sínu. Georgía Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Frumvarpið sem þingið samþykkti fól meðal annars í sér bann gegn hjónaböndum samkynja einstaklinga, bann gegn ættleiðingum samkynja einstaklinga og takmarkanir á aðgengi að kynleiðréttingarúrræðum. Þá fólu lögin í sér aðför að sýnileika hinsegin fólks, meðal annars með takmörkunum á hinsegin viðburðum í ætt við Gleðigönguna og ritskoðun á kvikmyndum og bókum. Ákvörðun forsetans þýðir þó ekki að frumvarpið verði ekki að lögum en það hefur verið sent aftur til þingsins þar sem þingforsetinn getur lögfest það með undirritun sinni. Málið er afar umdeilt í Georgíu en stjórnmálaskýrendur segja niðurstöður þingkosninga sem boðað hefur verið til í lok mánaðar munu varpa ljósi á það hvort landið er raunverulega að þokast í átt að Rússlandi, eins og umrædd löggjöf þykir gefa til kynna. Aðgerðasinnar segja lögin alvarlega aðför gegn hinsegin fólki og þá hefur Josep Borrell, framkvæmdastjóri utanríkismála hjá Evrópusambandinu, gagnrýnt lögin harðlega og sagt þau munu ýta undir ofbeldi. Einum degi eftir að frumvarpið var samþykkt í þinginu, í atkvæðagreiðslu sem stjórnarandstöðuþingmenn sniðgengu, var leikkonan og fyrirsætan Kesaria Abramidze, transkona, myrt á heimili sínu.
Georgía Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira