Erlent

Læknir játar sök í tengslum við dauða Matt­hew Perry

Telma Tómasson skrifar
Perry hafði barist við fíkn í marga áratugi en var sagður á góðu róli þegar hann lést.
Perry hafði barist við fíkn í marga áratugi en var sagður á góðu róli þegar hann lést. Getty

Læknir sem ákærður er fyrir að hafa átt þátt í fíkniefnatengdum dauða leikarans Matthew Perry hefur játað sök í málinu.

Dr. Mark Chavez viðurkennir að hafa átt þátt í að útvega Perry ketamín, sem er svæfinga- og deyfingalyf, en einnig notað við þunglyndi, kvíða og verkjum. Þá er ketamín einnig notað af fólki með fíknivanda til að komast í vímu og er oft nefnt erlendis sem Special K. 

Chavez rak læknastöð þar sem hann hafði milligöngu um sölu á ketamíni til annars læknis sem afhenti leikaranum lyfið. 

Fimm eru ákærðir í málinu sem taldir eru hafa átt aðkomu að dauða Friends stjörnunnar, sem fannst örendur í nuddpotti í bakgarði við heimili sitt í Kalíforníu fyrir um ári. 

Við krufningu kom í ljós mikið hátt hlutfall af ketamíni í blóði Perry, sem var talið að hefði dregið hann til dauða, eftir því sem segir í frétt BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×