Starfsfólkið slegið eftir brunann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2024 11:02 Eins og sjá má eru miklar skemmdir á húsnæðinu. Vísir/vilhelm Viðbúið er að tannlæknastofan Krýna geti þurft að hafa lokað í einhverja daga eða vikur eftir eldsvoða sem kom upp í húsnæðinu á öðrum tímanum í nótt. Einn eigenda stofunnar segir starfsfólk slegið og unnið sé að því að fresta tannlæknatímum og ná utan um skipulagið. Eldurinn kom upp á tannlæknastofunni sem er til húsa í Fellsmúla 26. Rúnar Vilhjálmsson tannlæknir er einn eigenda stofunnar. Hann hefur ekki enn getað farið inn á stofuna til að meta tjón. „Við þurfum að bíða eftir að lögregla ljúki sér af þarna,“ segir Rúnar. Í kjölfar eldsvoða tekur lögregla við rannsókn málsins. Fellsmúli 26 stendur á mörkum Miklubrautar, Grensásvegar og Fellsmúla.Vísir/vilhelm Rúnar vísar til upplýsinga frá slökkviliðinu þess efnis að tjónið hafi verið töluvert, bæði af völdum eldsins og reyks. „Það verður sjálfsagt lokað í einhverja daga eða vikur.“ Ummerkin eru töluverð eftir eldsvoðann og skemmdir miklar.Vísir/vilhelm Um er að ræða nokkuð stóra tannlæknastofu þar sem fimm tannlæknar, þrír tannfræðingar og þrír tannsmiðir taka þátt í rekstri auk annars starfsfólks. Allt í allt um tuttugu manns. „Starfsfólkið er auðvitað slegið yfir þessum fréttum. Við erum að reyna að halda utan um það,“ segir Rúnar. Fyrir mestu sé að enginn hafi slasast. Eins og sjá má var um töluverðan eldsvoða að ræða.vísir/vilhelm Hann segist ekki hafa neina hugmynd um líkleg eldsupptök. Lögregla verði að fá að ljúka sinni rannsókn. Rúnar segir stofuna hafa fengið inni í Grensáskirkju þar sem starfsfólkið vinni að því að komast inn í bókunarkerfið sitt sem sé sem betur fer geymt í skýi enda liggi netþjónn stofunnar niðri. Spónaplötu hefur verið komið fyrir við inngang stofunnar. Lögregla innsiglaði vettvanginn á meðan hann er til rannsóknar.vísir/vilhelm Eldsvoði kom upp á dekkjaverkstæði í sama húsnæði í febrúar. „Það var við hliðina á okkur en þetta er auðvitað alls ótengt. Bara óskemmtileg tilviljun. Það er fyrir mestu að enginn slasaðist og ekkert tjón varð á fólki. Allt hitt má bæta.“ Slökkvilið Tannheilsa Reykjavík Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
Eldurinn kom upp á tannlæknastofunni sem er til húsa í Fellsmúla 26. Rúnar Vilhjálmsson tannlæknir er einn eigenda stofunnar. Hann hefur ekki enn getað farið inn á stofuna til að meta tjón. „Við þurfum að bíða eftir að lögregla ljúki sér af þarna,“ segir Rúnar. Í kjölfar eldsvoða tekur lögregla við rannsókn málsins. Fellsmúli 26 stendur á mörkum Miklubrautar, Grensásvegar og Fellsmúla.Vísir/vilhelm Rúnar vísar til upplýsinga frá slökkviliðinu þess efnis að tjónið hafi verið töluvert, bæði af völdum eldsins og reyks. „Það verður sjálfsagt lokað í einhverja daga eða vikur.“ Ummerkin eru töluverð eftir eldsvoðann og skemmdir miklar.Vísir/vilhelm Um er að ræða nokkuð stóra tannlæknastofu þar sem fimm tannlæknar, þrír tannfræðingar og þrír tannsmiðir taka þátt í rekstri auk annars starfsfólks. Allt í allt um tuttugu manns. „Starfsfólkið er auðvitað slegið yfir þessum fréttum. Við erum að reyna að halda utan um það,“ segir Rúnar. Fyrir mestu sé að enginn hafi slasast. Eins og sjá má var um töluverðan eldsvoða að ræða.vísir/vilhelm Hann segist ekki hafa neina hugmynd um líkleg eldsupptök. Lögregla verði að fá að ljúka sinni rannsókn. Rúnar segir stofuna hafa fengið inni í Grensáskirkju þar sem starfsfólkið vinni að því að komast inn í bókunarkerfið sitt sem sé sem betur fer geymt í skýi enda liggi netþjónn stofunnar niðri. Spónaplötu hefur verið komið fyrir við inngang stofunnar. Lögregla innsiglaði vettvanginn á meðan hann er til rannsóknar.vísir/vilhelm Eldsvoði kom upp á dekkjaverkstæði í sama húsnæði í febrúar. „Það var við hliðina á okkur en þetta er auðvitað alls ótengt. Bara óskemmtileg tilviljun. Það er fyrir mestu að enginn slasaðist og ekkert tjón varð á fólki. Allt hitt má bæta.“
Slökkvilið Tannheilsa Reykjavík Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira