Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sindri Sverrisson skrifar 2. október 2024 11:02 Michael Schumacher, sem er orðinn 55 ára gamall, varð sjö sinnum heimsmeistari í Formúlu 1. Getty/Lars Baron Fyrrverandi Formúlu 1 ökuþórinn Michael Schumacher var viðstaddur brúðkaup dóttur sinnar á Mallorca á Spáni um helgina og sást þar meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár. Schumacher lenti í skelfilegu slysi í desember 2013 þegar hann var á skíðum í frönsku Ölpunum, er hann féll og skall með höfuðið í stein. Hann lifði slysið af en var í dái. Hann var fluttur á heimili sitt í Sviss í september 2014 en síðan þá hefur ríkt mikil leynd um ástand þessa sjöfalda heimsmeistara. Gestum skipað að láta frá sér síma Spænskir og þýskir miðlar greina hins vegar frá því að Schumacher hafi nú í fyrsta sinn frá slysinu sést á meðal fólks, vegna brúðkaups dóttur sinnar Ginu-Mariu. Hún giftist Iain Bethke á laugardaginn í glæsilegri villu fjölskyldunnar á Mallorca. Villan var áður í eigu Florentino Pérez, forseta Real Madrid. Corinna, eiginkona Schumachers, hefur séð til þess að aðeins örfáir nánustu aðstandendur fái að heimsækja hann og þegar gestir mættu í brúðkaupið fengu allir skýr fyrirmæli um að láta frá sér síma og myndavélar. Engar myndir af Schumacher hafa því birst opinberlega og spænska blaðið Marca segir það bæði gert til að forðast óæskilegar myndir sem og fjárkúganir. Því sé ekki vitað með hvaða hætti þátttaka hans í athöfninni hafi verið. Athöfnin hafi hins vegar verið tiltölulega stutt, eða um hálftími. View this post on Instagram A post shared by Gina Schumacher (@gina_schumacher) Einu myndirnar úr brúðkaupinu sem deilt hefur verið eru þær sem brúðurin, Gina-Maria, birti af sér og eiginmanninum. Ralf og Mick meðal gesta Á meðal annarra gesta í brúðkaupinu voru Ralf Schumacher, bróðir Michaels og fyrrverandi Formúlu 1 ökuþór, sem mætti með manni sínum Étienne eftir að hafa greint frá því opinberlega í sumar að hann væri samkynhneigður. Mick Schumacher, sonur Michaels sem staldraði stutt við í Formúlu 1, var einnig mættur með dönsku fyrirsætunni Laila Hasanovic. Slúðurblöðin telja að stutt gæti verið í þeirra brúðkaup, eftir að Hasanovic birti mynd af demantshring á Instagram. Akstursíþróttir Þýskaland Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Sjá meira
Schumacher lenti í skelfilegu slysi í desember 2013 þegar hann var á skíðum í frönsku Ölpunum, er hann féll og skall með höfuðið í stein. Hann lifði slysið af en var í dái. Hann var fluttur á heimili sitt í Sviss í september 2014 en síðan þá hefur ríkt mikil leynd um ástand þessa sjöfalda heimsmeistara. Gestum skipað að láta frá sér síma Spænskir og þýskir miðlar greina hins vegar frá því að Schumacher hafi nú í fyrsta sinn frá slysinu sést á meðal fólks, vegna brúðkaups dóttur sinnar Ginu-Mariu. Hún giftist Iain Bethke á laugardaginn í glæsilegri villu fjölskyldunnar á Mallorca. Villan var áður í eigu Florentino Pérez, forseta Real Madrid. Corinna, eiginkona Schumachers, hefur séð til þess að aðeins örfáir nánustu aðstandendur fái að heimsækja hann og þegar gestir mættu í brúðkaupið fengu allir skýr fyrirmæli um að láta frá sér síma og myndavélar. Engar myndir af Schumacher hafa því birst opinberlega og spænska blaðið Marca segir það bæði gert til að forðast óæskilegar myndir sem og fjárkúganir. Því sé ekki vitað með hvaða hætti þátttaka hans í athöfninni hafi verið. Athöfnin hafi hins vegar verið tiltölulega stutt, eða um hálftími. View this post on Instagram A post shared by Gina Schumacher (@gina_schumacher) Einu myndirnar úr brúðkaupinu sem deilt hefur verið eru þær sem brúðurin, Gina-Maria, birti af sér og eiginmanninum. Ralf og Mick meðal gesta Á meðal annarra gesta í brúðkaupinu voru Ralf Schumacher, bróðir Michaels og fyrrverandi Formúlu 1 ökuþór, sem mætti með manni sínum Étienne eftir að hafa greint frá því opinberlega í sumar að hann væri samkynhneigður. Mick Schumacher, sonur Michaels sem staldraði stutt við í Formúlu 1, var einnig mættur með dönsku fyrirsætunni Laila Hasanovic. Slúðurblöðin telja að stutt gæti verið í þeirra brúðkaup, eftir að Hasanovic birti mynd af demantshring á Instagram.
Akstursíþróttir Þýskaland Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Sjá meira