Enski boltinn

Bann og sekt fyrir að kalla fjórða dómara „litla hel­vítis kuntu“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jack Stephens sá rautt fyrir braut á Alejandro Garnacho. Í kjölfarið lét hann fjórða dómara sem og aðaldómara heyra það.
Jack Stephens sá rautt fyrir braut á Alejandro Garnacho. Í kjölfarið lét hann fjórða dómara sem og aðaldómara heyra það. Ryan Hiscott/Getty Images

Jack Stephens, varnarmaður Southampton, er á leið í tveggja leikja bann, fyrir að missa stjórn á skapi sínu og kalla fjórða dómarann í leik liðsins gegn Manchester United „litla helvítis kuntu.“ Þá þarf leikmaðurinn að borga sekt upp á níu milljónir króna.

Stephens sá rautt þegar Southampton lá á heimavelli gegn Rauðu djöflunum þann 14. september síðatliðinn. Staðan var 0-2 þegar Stephens var sendur í sturtu en manni fleiri skoruðu gestirnir eitt mark til viðbótar.

Í kjölfarið missti Stephens algjörlega stjórn á skapi sínu og kallaði fjórða dómara leiksins „litla helvítis kuntu.“ Einnig kallaði hann aðaldómara leiksins „kuntu“ eftir að spjaldið fór á loft.

Stephens fékk hefðbundið þriggja leikja bann í kjölfarið en hefur nú verið úrskurðaður í tveggja leikja bann til viðbótar. Þá þarf hann að greiða 50 þúsund pund eða níu milljónir króna í sekt.

Stephens hefur beðist afsökunar á ummælum sínum og segir þau úr karakter fyrir sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×