Innlent

Kona á fer­tugs­aldri lést í slysinu á Sæ­braut

Atli Ísleifsson skrifar
92B68254855AF4D9657A4F81104D20D4D73DECA1970E4D8AE4B68B0D63C39113

Vegfarandinn sem lést í umferðarslysi á Sæbraut aðfaranótt sunnudags var kona á fertugsaldri.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

Þar segir að ekki sé unnt að greina frá nafni hennar að svo stöddu.

Slysið var aðfaranótt sunnudagsins þar sem fólksbíl var ekið norður Sæbraut, á milli Súðarvogs og Kleppsmýrarvegar, og á gangandi vegfaranda sem var á leið yfir götuna til austurs.


Tengdar fréttir

Íbúar kalla eftir úrbótum á hættulegum gatnamótum við Sæbraut

Íbúar í Vogabyggð lýsa yfir miklum áhyggjum af gatnamótum Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar, þar sem banaslys varð í nótt er ekið var á gangandi vegfaranda, og krefjast úrbóta. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum og rætt verður við G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar.  

Vegfarandinn er látinn

Gangandi vegfarandi sem var ekið á laust eftir miðnætti á Sæbraut við Vogabyggð er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Ekið á gangandi vegfaranda við Sæbraut

Laust eftir miðnætti var ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut við Vogabyggð og sjúkraflutningafólk og lögregla kölluð út vegna þessa. Um alvarlegt umferðarslys var að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×