Innlent

Bein út­sending: Mennta­þing 2024 – Að­gerðir í mennta­um­bótum og við­brögð við PISA

Atli Ísleifsson skrifar
Hægt verður að fylgjast með þinginu í streymi.
Hægt verður að fylgjast með þinginu í streymi. Stjr

Mennta- og barnamálaráðuneytið stendur fyrir Menntaþingi 2024 í þar sem til stendur að kynna 2. aðgerðaáætlun menntastefnu stjórnvalda, þar með talið viðbrögð við niðurstöðum PISA.

Þingið stendur milli klukkan 9:00 og 15:30 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi.

„Á þinginu verður rætt um stöðu menntakerfisins, hvað verið er að gera og næstu skref í menntaumbótum. Átt verður opið samtal með þinggestum um næstu aðgerðaáætlun menntastefnu stjórnvalda fyrir árin 2024–2027 og niðurstöðurnar nýttar við að fullmóta aðgerðirnar.

Á þinginu koma saman lykilaðilar úr menntakerfinu til að eiga samtal um stöðu þess og framtíð,“ segir um þingið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×