„Það segir sig sjálft að við höfum endalausa orku“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 30. september 2024 07:02 Fv: Anton Pétur Sveinsson, Ísak Einar Ágústsson og Jóel Kristjánsson eru nýir og stórhuga eigendur fyrirtækisins Björninn innréttingar. Þótt saga Björnsins sé um hálfrar aldar gömul, eru félagarnir þrír allir rúmlega tvítugir. Félagarnir sáu strax mikla möguleika á að endurvekja framleiðsluna á stóru verkstæði Björnsins. Vísir/Vilhelm „Við viljum endilega láta landsmenn vita að Björninn, innréttingaverkstæðið mun hefja framleiðslu aftur á ný og þá með nýjum eigendum, allir rétt rúmlega tvítugir.“ Svona hefst fréttatilkynning til fjölmiðla sem nýir eigendur Björnsins sendu frá sér fyrir skömmu. Enda stórhuga menn! „Við vinnum aðallega með verktökum og arkitektum, en hver sem er getur að sjálfsögðu heyrt í okkur.“ segir Anton Pétur Sveinsson, einn eigendanna þriggja, en hinir tveir eru Jóel Kristjánsson og Ísak Einar Ágústsson. Þeir segja margt gott við að vera ungir en reyndir menn í bransanum. „Það segir sig sjálft að við höfum endalausa orku og því getuna til að vinna langa vinnudaga,“ segir Jóel. „Og tölvu- og tækniþekkinguna sem er orðin meiri nú en áður. Við erum kannski fljótari að læra á tæknina miðað við marga eldri menn,“ segir Ísak. Anton, Ísak og Jóel segja mörg tækifæri framundan. „Björninn er félag sem hefur verið starfandi í rúm 50 ár og með ríka sögu,“ segir jafnframt í tilkynningu. Félagarnir segja verkstæðið bjóða upp á mikla framleiðslugetu og sjálfir séu þeir það orkumiklir að það að vinna mikið og lengi sé ekki mikið mál. Í bransanum séu margir að vinna með tveggja ára biðlista og því ekki vanþörf á að fá fleiri innlenda aðila sem ekki eru fastir í fyrirfram mótuðum stöðlum. Vísir/Vilhelm Allir með reynslu af rekstri Ísak er fæddur árið 2001 en Jóel og Anton árið 2002. Þó eru þeir engir nýgræðingar í rekstri, því allir hafa þeir starfað sjálfstætt og til viðbótar við Björninn, eiga Ísak og Jóel í fyrirtæki sem selur jakkaföt, Jökull og Co., en Anton hefur starfað sjálfstætt í verktakageiranum. Þótt félagarnir hafi keypt Björninn saman, nær vinskapurinn ekkert langt aftur í tímann. „Við kynntumst þegar við vorum að vinna saman að niðurrifi á húsi fyrir annan verktaka árið 2022,“ segir Ísak og vísar þar til þess þegar hann og Jóel kynntust. „Fljótlega eftir að við kynntumst fórum við að tala um að fara okkar eigin leiðir,“ segir Jóel. „Ég kom síðan inn í hópinn nokkru eftir að Ísak og Jóel kynntust því ég kynntist þeim í gegnum sameiginlegan vin okkar.“ Eitt af því sem félagarnir segja kost við að vera svona ungir er að þeir eru tæknisinnaðir og fljótari en margir sem eldri eru að tileinka sér tæknina. Til dæmis eru þeir með reiknivél sem reiknar út öll tilboð í smáatriðum og það á svipstundu. Vísir/Vilhelm Ísak og Jóel eru með sveinspróf í húsasmíði en Anton er að klára sinn síðasta áfanga í skólanum. En hvers vegna sáuð þið tækifæri í að kaupa Björninn? „Verkstæðið er auðvitað mjög stórt,“ svara félagarnir nánast í kór. Og bæta við að framleiðslugetan sé því mjög mikil. Varðandi tæknihlutann segjast félagarnir óvenju tæknivæddir. Tilboð og sögunarlistar séu ekki skrifaðir á blöð eins og oft er gert á gamla mátann. „Við erum með reiknivél sem reiknar út nákvæmt tilboð, þar sem allt kemur fram í smáatriðum. Nýting efnis og verð. Þetta eru mjög nákvæm tilboð og mikill plús að geta rumpað af tilboðsgerð í einum hvelli með svona reiknivél,“ segir Ísak. „Þjónustan okkar er líka sérsmíði sem er ekki háð þessum föstu stöðlum sem eru víða. Hjá Ikea og fleirum aðilum. Við getum smíðað í raun hvað sem er af innréttingum, eftir því hvað þarf hjá hverjum og einum,“ segir Jóel. Anton bætir við að fyrir verktaka og arkitekta skipti þetta miklu máli. Til dæmis bjóði þeir upp á þá möguleika að smíða allt úr plasti, þá sléttu eða úr viðarlíki en einnig geta þeir spónlagt úr ýmsum viðartegundum, ef þess er óskað. „Fólk getur komið til okkar með skissur heiman frá sér og við fíneserað teikningarnar eða ráðlagt um hvað virkar og hvað ekki. Nema auðvitað þegar unnið er fyrir arkitekta, þá er ekki hreyft við þeim teikningum,“ segir Anton. Björninn vinnur mest með verktakafyrirtækjum og arkitektum en aðrir viðskiptavinir geta líka komið með skissur að heiman, sem fólk fær hjálp við að fínesera áður en sérsmíði hefst. Fyrirtækið smíðar allar tegundir innréttinga.Vísir/Vilhelm Skýr hlutverkaskipting Félagarnir segja hlutverkaskipanina skýra innan hópsins. „Besti smiðurinn í hópnum er án efa Anton,“ segja Jóel og Ísak. „Hlutverkaskiptingin okkar er í raun mjög skýr því við búum yfir ólíkum styrkleikum,“ segir Anton og bætir við: „Jóel heldur utan um skipulag og tilboðsgerðir, á meðan Ísak sér um fjármálin, vefsíðuna og er má segja tæknimaðurinn í hópnum, líka yfir yfirfræsaranum,“ segir Anton. Sem sjálfur sér um sölumálin og sögina. „Anton kemur með peningana í baukinn,“ segja Jóel og Ísak og brosa í kambinn. Félagarnir segja Björninn vera rótgróið fyrirtæki en það hafi þó lítið verið í starfsemi síðustu árin. Mest megnist þá í verkefnum sem eigendur verkstæðisins voru að vinna að fyrir aðila sem þeir þekktu til. En hvers vegna voru þið þá að kaupa, eru ekki nógu margir í þessu nú þegar? „Nei alls ekki,“ svara félagarnir og eru snöggir að því. „Það eru allir í þessum geira nokkurn veginn að vinna með árs biðlista og það segir bara sitt um hver þörfin er,“ segir Anton. „Fyrir utan það: Ekki gleyma Veljum íslenskt og allt það,“ segir Jóel og bendir á hvernig innlend framleiðsla er allra hagur. En koma aldrei upp samtöl sem eru erfið og þið ekki allir sammála? „Nei,“ svara félagarnir og Anton bætir við: „Við náum allavega alltaf að negla einhvern milliveg.“ Þegar menn eru með sömu stefnu í grunninn og hafa sömu gildi, þá er alltaf hægt að rökræða sig í gegnum hvaða mál sem er. Það hefur okkur tekist að gera, enda teljum við okkur ágætlega greinda menn,“ segir Ísak og brosir. Verkaskipting Antons, Ísaks og Jóels er mjög skýr og ef eitthvað kemur upp, eru þau mál einfaldlega rædd í þaula. Enda segja þeir að þegar stefnan er sameiginleg og grunngildi þau sömu, sé auðveldara að ræða sig út um hlutina.Vísir/Vilhelm Stór markmið Félagarnir segjast óhræddir við að takast á við framtíðina og þær áskoranir sem verkefnum og rekstri geta fylgt. Markmiðið sé klárlega að helst allir á Íslandi læri að þekkja innréttingar frá Birninum og hver veit nema fyrirtækið muni stækka og útvíkka starfsemina seinna meir. Ætlunin sé allavega að keyra af stað í uppbyggingu og sókn af krafti. „Við erum alveg óhræddir enda höfum við unnið að allskonar verkefnum og áskorunum í verktakabransanum nú þegar, þannig að við þekkjum þetta umhverfi og hver þörfin er,“ segir Anton. „Við erum auðvitað bara góðir tækifærissinar, samhliða því að vera hagkvæmnissinnar og kunnum því að leita að gullinu,“ segir Jóel og brosir. Vinnumarkaður Starfsframi Tengdar fréttir Z kynslóðin er allt öðruvísi en eldri kynslóðir og mun breyta öllu „Við þurfum alltaf að taka samtalið. Við þurfum alltaf að passa að vera í samráði við unga fólkið því að þau munu breyta öllu. Z kynslóðin, sem nú er 10 til 27 ára, er kynslóð sem er allt öðruvísi en kynslóðin sem er ríkjandi stjórnendahópur í dag,“ segir Anna Steinsen einn eigandi KVAN. 15. desember 2022 07:01 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. 2. janúar 2023 07:00 Hló og grét þegar hún seldi fyrir milljón á einum degi „Jú það kom alveg tími þar sem ég efaðist. Hvort ég ætti að halda áfram eða hætta. Kannski gæti ég þetta ekkert, mér fannst ég ekki nógu sæt eða vita nógu mikið og svo framvegis,“ segir Gerður Huld Arinbjarnardóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Blush. 30. janúar 2024 07:00 Vilja ná sömu dreifingu um heiminn og Covid-19 „Það er ekki hægt að verða stærri en stærsti fiskurinn í sjónum nema vera með góðan grunn og okkur hefur nú þegar tekist að sanna að fólk vill nota vöruna. Það sem þarf hins vegar að gerast núna er varan þarf að sanna sig á mörkuðum utan landsteinanna og hún þarf að geta dreift sér sjálf, manna á milli, nokkurn veginn eins og kórónuveiran,“ segir Ásgeir Vísir, einn eigenda Smitten stefnumótaappsins sem kynnt var til sögunnar laust fyrir síðustu jól. 10. maí 2021 07:02 Ævintýralegt líf: Fjárfestirinn bankaði á gluggann á garðkofanum þar sem hann bjó „Heimurinn aðlagaðist tækninni fyrir rúmum tuttugu árum síðan. En nú er kominn tími til að tæknin aðlagi sig að heiminum,“ segir Hlynur Snær Andrason frumkvöðull og annar tveggja stofnanda sprotafyrirtækisins Scandinavian Algorithms Inc. í Bandaríkjunum eða Scandal í styttri útgáfu. 11. júlí 2024 07:01 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Svona hefst fréttatilkynning til fjölmiðla sem nýir eigendur Björnsins sendu frá sér fyrir skömmu. Enda stórhuga menn! „Við vinnum aðallega með verktökum og arkitektum, en hver sem er getur að sjálfsögðu heyrt í okkur.“ segir Anton Pétur Sveinsson, einn eigendanna þriggja, en hinir tveir eru Jóel Kristjánsson og Ísak Einar Ágústsson. Þeir segja margt gott við að vera ungir en reyndir menn í bransanum. „Það segir sig sjálft að við höfum endalausa orku og því getuna til að vinna langa vinnudaga,“ segir Jóel. „Og tölvu- og tækniþekkinguna sem er orðin meiri nú en áður. Við erum kannski fljótari að læra á tæknina miðað við marga eldri menn,“ segir Ísak. Anton, Ísak og Jóel segja mörg tækifæri framundan. „Björninn er félag sem hefur verið starfandi í rúm 50 ár og með ríka sögu,“ segir jafnframt í tilkynningu. Félagarnir segja verkstæðið bjóða upp á mikla framleiðslugetu og sjálfir séu þeir það orkumiklir að það að vinna mikið og lengi sé ekki mikið mál. Í bransanum séu margir að vinna með tveggja ára biðlista og því ekki vanþörf á að fá fleiri innlenda aðila sem ekki eru fastir í fyrirfram mótuðum stöðlum. Vísir/Vilhelm Allir með reynslu af rekstri Ísak er fæddur árið 2001 en Jóel og Anton árið 2002. Þó eru þeir engir nýgræðingar í rekstri, því allir hafa þeir starfað sjálfstætt og til viðbótar við Björninn, eiga Ísak og Jóel í fyrirtæki sem selur jakkaföt, Jökull og Co., en Anton hefur starfað sjálfstætt í verktakageiranum. Þótt félagarnir hafi keypt Björninn saman, nær vinskapurinn ekkert langt aftur í tímann. „Við kynntumst þegar við vorum að vinna saman að niðurrifi á húsi fyrir annan verktaka árið 2022,“ segir Ísak og vísar þar til þess þegar hann og Jóel kynntust. „Fljótlega eftir að við kynntumst fórum við að tala um að fara okkar eigin leiðir,“ segir Jóel. „Ég kom síðan inn í hópinn nokkru eftir að Ísak og Jóel kynntust því ég kynntist þeim í gegnum sameiginlegan vin okkar.“ Eitt af því sem félagarnir segja kost við að vera svona ungir er að þeir eru tæknisinnaðir og fljótari en margir sem eldri eru að tileinka sér tæknina. Til dæmis eru þeir með reiknivél sem reiknar út öll tilboð í smáatriðum og það á svipstundu. Vísir/Vilhelm Ísak og Jóel eru með sveinspróf í húsasmíði en Anton er að klára sinn síðasta áfanga í skólanum. En hvers vegna sáuð þið tækifæri í að kaupa Björninn? „Verkstæðið er auðvitað mjög stórt,“ svara félagarnir nánast í kór. Og bæta við að framleiðslugetan sé því mjög mikil. Varðandi tæknihlutann segjast félagarnir óvenju tæknivæddir. Tilboð og sögunarlistar séu ekki skrifaðir á blöð eins og oft er gert á gamla mátann. „Við erum með reiknivél sem reiknar út nákvæmt tilboð, þar sem allt kemur fram í smáatriðum. Nýting efnis og verð. Þetta eru mjög nákvæm tilboð og mikill plús að geta rumpað af tilboðsgerð í einum hvelli með svona reiknivél,“ segir Ísak. „Þjónustan okkar er líka sérsmíði sem er ekki háð þessum föstu stöðlum sem eru víða. Hjá Ikea og fleirum aðilum. Við getum smíðað í raun hvað sem er af innréttingum, eftir því hvað þarf hjá hverjum og einum,“ segir Jóel. Anton bætir við að fyrir verktaka og arkitekta skipti þetta miklu máli. Til dæmis bjóði þeir upp á þá möguleika að smíða allt úr plasti, þá sléttu eða úr viðarlíki en einnig geta þeir spónlagt úr ýmsum viðartegundum, ef þess er óskað. „Fólk getur komið til okkar með skissur heiman frá sér og við fíneserað teikningarnar eða ráðlagt um hvað virkar og hvað ekki. Nema auðvitað þegar unnið er fyrir arkitekta, þá er ekki hreyft við þeim teikningum,“ segir Anton. Björninn vinnur mest með verktakafyrirtækjum og arkitektum en aðrir viðskiptavinir geta líka komið með skissur að heiman, sem fólk fær hjálp við að fínesera áður en sérsmíði hefst. Fyrirtækið smíðar allar tegundir innréttinga.Vísir/Vilhelm Skýr hlutverkaskipting Félagarnir segja hlutverkaskipanina skýra innan hópsins. „Besti smiðurinn í hópnum er án efa Anton,“ segja Jóel og Ísak. „Hlutverkaskiptingin okkar er í raun mjög skýr því við búum yfir ólíkum styrkleikum,“ segir Anton og bætir við: „Jóel heldur utan um skipulag og tilboðsgerðir, á meðan Ísak sér um fjármálin, vefsíðuna og er má segja tæknimaðurinn í hópnum, líka yfir yfirfræsaranum,“ segir Anton. Sem sjálfur sér um sölumálin og sögina. „Anton kemur með peningana í baukinn,“ segja Jóel og Ísak og brosa í kambinn. Félagarnir segja Björninn vera rótgróið fyrirtæki en það hafi þó lítið verið í starfsemi síðustu árin. Mest megnist þá í verkefnum sem eigendur verkstæðisins voru að vinna að fyrir aðila sem þeir þekktu til. En hvers vegna voru þið þá að kaupa, eru ekki nógu margir í þessu nú þegar? „Nei alls ekki,“ svara félagarnir og eru snöggir að því. „Það eru allir í þessum geira nokkurn veginn að vinna með árs biðlista og það segir bara sitt um hver þörfin er,“ segir Anton. „Fyrir utan það: Ekki gleyma Veljum íslenskt og allt það,“ segir Jóel og bendir á hvernig innlend framleiðsla er allra hagur. En koma aldrei upp samtöl sem eru erfið og þið ekki allir sammála? „Nei,“ svara félagarnir og Anton bætir við: „Við náum allavega alltaf að negla einhvern milliveg.“ Þegar menn eru með sömu stefnu í grunninn og hafa sömu gildi, þá er alltaf hægt að rökræða sig í gegnum hvaða mál sem er. Það hefur okkur tekist að gera, enda teljum við okkur ágætlega greinda menn,“ segir Ísak og brosir. Verkaskipting Antons, Ísaks og Jóels er mjög skýr og ef eitthvað kemur upp, eru þau mál einfaldlega rædd í þaula. Enda segja þeir að þegar stefnan er sameiginleg og grunngildi þau sömu, sé auðveldara að ræða sig út um hlutina.Vísir/Vilhelm Stór markmið Félagarnir segjast óhræddir við að takast á við framtíðina og þær áskoranir sem verkefnum og rekstri geta fylgt. Markmiðið sé klárlega að helst allir á Íslandi læri að þekkja innréttingar frá Birninum og hver veit nema fyrirtækið muni stækka og útvíkka starfsemina seinna meir. Ætlunin sé allavega að keyra af stað í uppbyggingu og sókn af krafti. „Við erum alveg óhræddir enda höfum við unnið að allskonar verkefnum og áskorunum í verktakabransanum nú þegar, þannig að við þekkjum þetta umhverfi og hver þörfin er,“ segir Anton. „Við erum auðvitað bara góðir tækifærissinar, samhliða því að vera hagkvæmnissinnar og kunnum því að leita að gullinu,“ segir Jóel og brosir.
Vinnumarkaður Starfsframi Tengdar fréttir Z kynslóðin er allt öðruvísi en eldri kynslóðir og mun breyta öllu „Við þurfum alltaf að taka samtalið. Við þurfum alltaf að passa að vera í samráði við unga fólkið því að þau munu breyta öllu. Z kynslóðin, sem nú er 10 til 27 ára, er kynslóð sem er allt öðruvísi en kynslóðin sem er ríkjandi stjórnendahópur í dag,“ segir Anna Steinsen einn eigandi KVAN. 15. desember 2022 07:01 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. 2. janúar 2023 07:00 Hló og grét þegar hún seldi fyrir milljón á einum degi „Jú það kom alveg tími þar sem ég efaðist. Hvort ég ætti að halda áfram eða hætta. Kannski gæti ég þetta ekkert, mér fannst ég ekki nógu sæt eða vita nógu mikið og svo framvegis,“ segir Gerður Huld Arinbjarnardóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Blush. 30. janúar 2024 07:00 Vilja ná sömu dreifingu um heiminn og Covid-19 „Það er ekki hægt að verða stærri en stærsti fiskurinn í sjónum nema vera með góðan grunn og okkur hefur nú þegar tekist að sanna að fólk vill nota vöruna. Það sem þarf hins vegar að gerast núna er varan þarf að sanna sig á mörkuðum utan landsteinanna og hún þarf að geta dreift sér sjálf, manna á milli, nokkurn veginn eins og kórónuveiran,“ segir Ásgeir Vísir, einn eigenda Smitten stefnumótaappsins sem kynnt var til sögunnar laust fyrir síðustu jól. 10. maí 2021 07:02 Ævintýralegt líf: Fjárfestirinn bankaði á gluggann á garðkofanum þar sem hann bjó „Heimurinn aðlagaðist tækninni fyrir rúmum tuttugu árum síðan. En nú er kominn tími til að tæknin aðlagi sig að heiminum,“ segir Hlynur Snær Andrason frumkvöðull og annar tveggja stofnanda sprotafyrirtækisins Scandinavian Algorithms Inc. í Bandaríkjunum eða Scandal í styttri útgáfu. 11. júlí 2024 07:01 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Z kynslóðin er allt öðruvísi en eldri kynslóðir og mun breyta öllu „Við þurfum alltaf að taka samtalið. Við þurfum alltaf að passa að vera í samráði við unga fólkið því að þau munu breyta öllu. Z kynslóðin, sem nú er 10 til 27 ára, er kynslóð sem er allt öðruvísi en kynslóðin sem er ríkjandi stjórnendahópur í dag,“ segir Anna Steinsen einn eigandi KVAN. 15. desember 2022 07:01
24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. 2. janúar 2023 07:00
Hló og grét þegar hún seldi fyrir milljón á einum degi „Jú það kom alveg tími þar sem ég efaðist. Hvort ég ætti að halda áfram eða hætta. Kannski gæti ég þetta ekkert, mér fannst ég ekki nógu sæt eða vita nógu mikið og svo framvegis,“ segir Gerður Huld Arinbjarnardóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Blush. 30. janúar 2024 07:00
Vilja ná sömu dreifingu um heiminn og Covid-19 „Það er ekki hægt að verða stærri en stærsti fiskurinn í sjónum nema vera með góðan grunn og okkur hefur nú þegar tekist að sanna að fólk vill nota vöruna. Það sem þarf hins vegar að gerast núna er varan þarf að sanna sig á mörkuðum utan landsteinanna og hún þarf að geta dreift sér sjálf, manna á milli, nokkurn veginn eins og kórónuveiran,“ segir Ásgeir Vísir, einn eigenda Smitten stefnumótaappsins sem kynnt var til sögunnar laust fyrir síðustu jól. 10. maí 2021 07:02
Ævintýralegt líf: Fjárfestirinn bankaði á gluggann á garðkofanum þar sem hann bjó „Heimurinn aðlagaðist tækninni fyrir rúmum tuttugu árum síðan. En nú er kominn tími til að tæknin aðlagi sig að heiminum,“ segir Hlynur Snær Andrason frumkvöðull og annar tveggja stofnanda sprotafyrirtækisins Scandinavian Algorithms Inc. í Bandaríkjunum eða Scandal í styttri útgáfu. 11. júlí 2024 07:01