Ekki hægt að aldursskipta börnum á Stuðlum í miðjum stormi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. september 2024 19:41 Funi Sigurðsson, sálfræðingur og framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu. Vísir/Ívar Fannar Vernda þarf börnin á Stuðlum fyrir hvert öðru en húsakosturinn býður ekki upp á aldursskiptingu að sögn framkvæmdastjóra hjá Barna- og fjölskyldustofu. Leitað sé logandi ljósi að nýju húsnæði en þangað til sé uppi "skítastaða" eins og hann kemst að orði vegna óheillaþróunar. Í kvöldfréttum okkar í gær furðaði móðir sig á því að engin aldursskipting væri á Stuðlum. Þrettán ára sonur hennar var neyðarvistaður þar fjórum sinnum í ár en á Stuðlum kynntist hann mun eldri drengjum sem eru þar að auki í mun verri málum, sumir sæta gæsluvarðhaldi vegna alvarlegra glæpa. Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Barna-og fjölskyldustofu tekur undir með henni en bendir á að staðan á Stuðlum sé óvenjuþung, stökkbreyting hafi orðið í málaflokknum. „Við erum að ganga í gengum mikinn storm,“ segir Funi vísar til fjölgunar alvarlegra ofbeldismála og áhættuhegðunar á meðal ungmenna. „Í venjulegu árferði höfum við einhver tækifæri til að aðgreina bæði út frá aldri, alvarleika og sjálfsögðu kynjum. Möguleikarnir skerðast við að það sé meira og minna fullt þarna dag eftir dag eftir dag. Þá gerist þetta að það eru einstaklingar sem eru ungir sem vistast með þeim eldri.“ Húsakosturinn bjóði ekki upp á aðgreiningu eins og sakir standa. „En það er kappkostað við að hlífa börnunum við hvert öðru, ef svo má að orði komast.“ Fáir vilji Stuðla í næsta nágrenni Hann leiti logandi ljósi að hentugu húsnæði en bendir á að fólk vilji almennt ekki Stuðla sem nágranna og því taki það óhemjutíma að finna húsnæði. „Og á meðan erum við í skítastöðu, við getum sagt sem svo. Það sem þarf að gerast, og við erum í ferli með, er að við þurfum að koma upp deild fyrir börn sem eru í gæsluvarðhaldi og afplánun. Síðan þurfa að verða ennþá frekari breytingar á kerfinu.“ Funi bendir á að starfsfólkið hafi varað við óheillaþróun undanfarin ár. „En það sem slær okkur er hvað þetta kemur inn með miklum þunga og á stuttum tíma. Þetta er rosalega þungt og tekur gríðarlega á.“ Plástrar á sjónmáli en verði að finna varanlega lausn Funi segir að á næstu tveimur mánuðum ættu þau að vera búin að færa meðferðardeild Stuðla í annað húsnæði sem sé bót í máli. „Þetta er bráðabirgðalausn. Þetta er plástur - við erum bara í því en á sama tíma erum við að leita að varanlegri lausn.“ Vistunardögum barna, ýmist í gæsluvarðhaldi eða afplánun á Stuðlum hefur fjölgað gríðarlega á skömmum tíma. Árið 2022 var eitt barn í tíu daga, í fyrra voru þrjú börn samanlagt í 360 daga og það sem af er ári hafa fjögur börn samanlagt verið í 560 daga. Tölur yfir dvalartíma barna á Stuðlum ýmist í gæsluvarðhaldi eða afplánun er ein birtingarmynd þeirrar óheillaþróunar sem orðið hefur hjá ungmennum landsins.Grafík/Hjalti „Vondar uppákomur“ og ofbeldi gegn starfsfólki Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur ofbeldi í garð starfsfólks Stuðla þá aukist. „Það hafa alveg komið upp uppákomur núna sem hafa verið mjög vondar og við höfum þurft að bæta talsvert í mannskap til að reyna að tryggja öryggi starfsmanna, sem er auðvitað forgangsatriði, sem og auðvitað að tryggja öryggi barnanna.“ „Starfsfólkið eru í rauninni algjörar hetjur. Maður er svo þakklátur fyrir að það sé fólk sem sé tilbúið í þessa vinnu því þetta er búið að vera mjög þungt og erfitt upp á síðkastið.“ Hann kallar eftir að samfélagið sýni umræddum börnum umburðarlyndi. „Þau þurfa umburðarlyndi frá samfélaginu til að við náum að betra þau og þannig að þau komi út sem betri einstaklingar en ekki framtíðarglæpamenn.“ Ofbeldi barna Meðferðarheimili Börn og uppeldi Málefni Stuðla Tengdar fréttir Stuðlar orðnir að gæsluvarðhaldsfangelsi fyrir börn Dómsmálaráðherra segir brýnt að bregðast við stöðu sem upp sé komin á Stuðlum sem nái ekki að sinna hlutverki sínu sem meðferðarúrræði vegna þess að meðferðarheimilið sé orðið að gæsluvarðhaldsfangelsi. Hún hefur mikla trú á samfélagslögreglu til að bregðast við vopnaburði barna. 3. september 2024 14:06 Hefur þrisvar komið að 13 ára syni sínum meðvitundarlausum Móðir þrettán ára drengs, sem er með ADHD og fíknivanda, stendur bæði ráðþrota og örmagna frammi fyrir kerfinu. Hún segir óskiljanlegt að ekki sé aldursskipt úrræði í boði hjá Stuðlum. Þar hafi sonur hennar vingast við eldri stráka í mun verri málum. 26. september 2024 19:51 Grunaður um hnífaárás eftir strok frá Stuðlum Einn þeirra þriggja sem handtekinn var í póstnúmeri 108 í Reykjavík í nótt í tengslum við hnífstunguárás skömmu áður var í stroki frá Stuðlum. Hann hefur verið vistaður aftur á meðferðarheimilinu. 10. september 2024 14:42 Drengurinn fluttur á Hólmsheiði til að tryggja öryggi hans Sextán ára drengur sem sætir gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa stungið þrjú á menningarnótt er nú vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir Fangelsismálastofnun ekki vista börn í fangelsum sínum nema það sé í samræmi við hagsmuni barnsins. 30. ágúst 2024 13:26 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Í kvöldfréttum okkar í gær furðaði móðir sig á því að engin aldursskipting væri á Stuðlum. Þrettán ára sonur hennar var neyðarvistaður þar fjórum sinnum í ár en á Stuðlum kynntist hann mun eldri drengjum sem eru þar að auki í mun verri málum, sumir sæta gæsluvarðhaldi vegna alvarlegra glæpa. Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Barna-og fjölskyldustofu tekur undir með henni en bendir á að staðan á Stuðlum sé óvenjuþung, stökkbreyting hafi orðið í málaflokknum. „Við erum að ganga í gengum mikinn storm,“ segir Funi vísar til fjölgunar alvarlegra ofbeldismála og áhættuhegðunar á meðal ungmenna. „Í venjulegu árferði höfum við einhver tækifæri til að aðgreina bæði út frá aldri, alvarleika og sjálfsögðu kynjum. Möguleikarnir skerðast við að það sé meira og minna fullt þarna dag eftir dag eftir dag. Þá gerist þetta að það eru einstaklingar sem eru ungir sem vistast með þeim eldri.“ Húsakosturinn bjóði ekki upp á aðgreiningu eins og sakir standa. „En það er kappkostað við að hlífa börnunum við hvert öðru, ef svo má að orði komast.“ Fáir vilji Stuðla í næsta nágrenni Hann leiti logandi ljósi að hentugu húsnæði en bendir á að fólk vilji almennt ekki Stuðla sem nágranna og því taki það óhemjutíma að finna húsnæði. „Og á meðan erum við í skítastöðu, við getum sagt sem svo. Það sem þarf að gerast, og við erum í ferli með, er að við þurfum að koma upp deild fyrir börn sem eru í gæsluvarðhaldi og afplánun. Síðan þurfa að verða ennþá frekari breytingar á kerfinu.“ Funi bendir á að starfsfólkið hafi varað við óheillaþróun undanfarin ár. „En það sem slær okkur er hvað þetta kemur inn með miklum þunga og á stuttum tíma. Þetta er rosalega þungt og tekur gríðarlega á.“ Plástrar á sjónmáli en verði að finna varanlega lausn Funi segir að á næstu tveimur mánuðum ættu þau að vera búin að færa meðferðardeild Stuðla í annað húsnæði sem sé bót í máli. „Þetta er bráðabirgðalausn. Þetta er plástur - við erum bara í því en á sama tíma erum við að leita að varanlegri lausn.“ Vistunardögum barna, ýmist í gæsluvarðhaldi eða afplánun á Stuðlum hefur fjölgað gríðarlega á skömmum tíma. Árið 2022 var eitt barn í tíu daga, í fyrra voru þrjú börn samanlagt í 360 daga og það sem af er ári hafa fjögur börn samanlagt verið í 560 daga. Tölur yfir dvalartíma barna á Stuðlum ýmist í gæsluvarðhaldi eða afplánun er ein birtingarmynd þeirrar óheillaþróunar sem orðið hefur hjá ungmennum landsins.Grafík/Hjalti „Vondar uppákomur“ og ofbeldi gegn starfsfólki Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur ofbeldi í garð starfsfólks Stuðla þá aukist. „Það hafa alveg komið upp uppákomur núna sem hafa verið mjög vondar og við höfum þurft að bæta talsvert í mannskap til að reyna að tryggja öryggi starfsmanna, sem er auðvitað forgangsatriði, sem og auðvitað að tryggja öryggi barnanna.“ „Starfsfólkið eru í rauninni algjörar hetjur. Maður er svo þakklátur fyrir að það sé fólk sem sé tilbúið í þessa vinnu því þetta er búið að vera mjög þungt og erfitt upp á síðkastið.“ Hann kallar eftir að samfélagið sýni umræddum börnum umburðarlyndi. „Þau þurfa umburðarlyndi frá samfélaginu til að við náum að betra þau og þannig að þau komi út sem betri einstaklingar en ekki framtíðarglæpamenn.“
Ofbeldi barna Meðferðarheimili Börn og uppeldi Málefni Stuðla Tengdar fréttir Stuðlar orðnir að gæsluvarðhaldsfangelsi fyrir börn Dómsmálaráðherra segir brýnt að bregðast við stöðu sem upp sé komin á Stuðlum sem nái ekki að sinna hlutverki sínu sem meðferðarúrræði vegna þess að meðferðarheimilið sé orðið að gæsluvarðhaldsfangelsi. Hún hefur mikla trú á samfélagslögreglu til að bregðast við vopnaburði barna. 3. september 2024 14:06 Hefur þrisvar komið að 13 ára syni sínum meðvitundarlausum Móðir þrettán ára drengs, sem er með ADHD og fíknivanda, stendur bæði ráðþrota og örmagna frammi fyrir kerfinu. Hún segir óskiljanlegt að ekki sé aldursskipt úrræði í boði hjá Stuðlum. Þar hafi sonur hennar vingast við eldri stráka í mun verri málum. 26. september 2024 19:51 Grunaður um hnífaárás eftir strok frá Stuðlum Einn þeirra þriggja sem handtekinn var í póstnúmeri 108 í Reykjavík í nótt í tengslum við hnífstunguárás skömmu áður var í stroki frá Stuðlum. Hann hefur verið vistaður aftur á meðferðarheimilinu. 10. september 2024 14:42 Drengurinn fluttur á Hólmsheiði til að tryggja öryggi hans Sextán ára drengur sem sætir gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa stungið þrjú á menningarnótt er nú vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir Fangelsismálastofnun ekki vista börn í fangelsum sínum nema það sé í samræmi við hagsmuni barnsins. 30. ágúst 2024 13:26 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Stuðlar orðnir að gæsluvarðhaldsfangelsi fyrir börn Dómsmálaráðherra segir brýnt að bregðast við stöðu sem upp sé komin á Stuðlum sem nái ekki að sinna hlutverki sínu sem meðferðarúrræði vegna þess að meðferðarheimilið sé orðið að gæsluvarðhaldsfangelsi. Hún hefur mikla trú á samfélagslögreglu til að bregðast við vopnaburði barna. 3. september 2024 14:06
Hefur þrisvar komið að 13 ára syni sínum meðvitundarlausum Móðir þrettán ára drengs, sem er með ADHD og fíknivanda, stendur bæði ráðþrota og örmagna frammi fyrir kerfinu. Hún segir óskiljanlegt að ekki sé aldursskipt úrræði í boði hjá Stuðlum. Þar hafi sonur hennar vingast við eldri stráka í mun verri málum. 26. september 2024 19:51
Grunaður um hnífaárás eftir strok frá Stuðlum Einn þeirra þriggja sem handtekinn var í póstnúmeri 108 í Reykjavík í nótt í tengslum við hnífstunguárás skömmu áður var í stroki frá Stuðlum. Hann hefur verið vistaður aftur á meðferðarheimilinu. 10. september 2024 14:42
Drengurinn fluttur á Hólmsheiði til að tryggja öryggi hans Sextán ára drengur sem sætir gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa stungið þrjú á menningarnótt er nú vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir Fangelsismálastofnun ekki vista börn í fangelsum sínum nema það sé í samræmi við hagsmuni barnsins. 30. ágúst 2024 13:26