Ákærður fyrir mútuþægni og fjársvik Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2024 16:40 Eric Adams, borgarstjóri New York, er sakaður um að hafa þegið gjafir og ferðalög frá árinu 2014. AP/Yuki Iwamura Eric Adams, borgarstjóri New York, hefur verið ákærður í fimm liðum, og þar á meðal fyrir mútuþægni og fjársvik. Hann er sagður hafa þegið gjafir og ferðir að verðmæti rúmra hundrað þúsund dala, frá aðilum tengdum yfirvöldum í Tyrklandi. Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa frá árinu 2021 meðal annars skoðað hvort Adams og framboð hans hafi tekið við ólöglegum greiðslum frá yfirvöldum í Tyrklandi, áður en hann varð borgarstjóri, og það hvort Adams hafi þrýst á yfirmenn slökkviliðsins í borginni til að samþykkja opnun ræðismannsskrifstofu í borginni, þrátt fyrir áhyggjur um öryggisráðstafanir í háhýsinu. Saksóknarar sögðu á blaðamannafundi í dag að Adams hafi frá árinu 2014 tekið við gjöfum sem þessum en þá var hann æðsti kjörni fulltrúi Brooklyn í New York. Damian Williams, saksóknari, með mynd af háhýsi Tyrkja í New York.AP/Julia Demaree Nikhinson New York Times hefur eftir saksóknurum að Adams hafi reynt að hylma yfir þessar gjafir eða reynt að láta líta út fyrir að hann hefði greitt fyrir þær. Saksóknarar vísa til þess þegar starfsmaður Adams var að bóka ferð til Tyrklands og starfsmaður flugfélagsins lagði til að hann myndi gista á Four Seasons hótelinu. Starfsmaður Adams sagði það of dýrt en starfsmaður flugfélagsins spurði á móti: „Af hverju skiptir það máli? Hann er ekki að borga. Nafn hans verður ekki heldur á neinu?“ „Frábært,“ svaraði starfsmaður Adams. Í þessum samskiptum kemur einnig fram að starfsmaður borgarstjórans bað hinn um að rukka Adams um þúsund dali. Rukkunin yrði að vera trúverðug, sökum þess að fjölmiðlar væru að vakta borgarstjórann. Þá er því haldið fram að einn embættismaður í slökkviliði New York hafi sagt að Adams hafi hótað því að reka sig ef hann stæði í veg fyrir opnun ræðismannsskrifstofunnar. Adams segist ekki ætla að segja af sér. Á blaðamannafundi sem hann hélt í dag bað Adams íbúa New York borgar að vera þolinmóða og hlusta á varnir hans. Þó nokkrir háttsettir embættismenn í New York hafa sagt af sér á undanförnum dögum. Þeirra á meðal eru yfirmaður lögreglunnar í New York, lögmaður borgarstjórans, yfirmaður heilbrigðissviðs og yfirmaður skólamála en það gerði hann eftir að starfsmenn FBI lögðu hald á síma hans vegna spillingarrannsóknar. Kathy Hochul, ríkisstjóri New York, hefur vald til að vísa Adams úr starfi. Hún sagðist í dag vera að skoða ákærurnar gegn borgarstjóranum og íhuga málið. Bandaríkin Erlend sakamál Tyrkland Tengdar fréttir Lögðu hald á síma borgarstjórans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, framkvæmdu í morgun húsleit hjá Eric Adams, borgarstjóra New York, og lögðu meðal annars hald á síma hans. Hann hefur verið ákærður af svokölluðum ákærudómstól en efni ákæranna verður opinberað klukkan hálf fjögur í dag. 26. september 2024 14:04 Alríkisákærur gefnar út á hendur borgarstjóra New York Ákærur hafa verið gefnar út á hendur Eric Adams, borgarstjóra New York og fyrrverandi lögreglustjóra. Ekki er vitað hvað nákvæmlega Adams er sakaður um. 26. september 2024 06:48 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa frá árinu 2021 meðal annars skoðað hvort Adams og framboð hans hafi tekið við ólöglegum greiðslum frá yfirvöldum í Tyrklandi, áður en hann varð borgarstjóri, og það hvort Adams hafi þrýst á yfirmenn slökkviliðsins í borginni til að samþykkja opnun ræðismannsskrifstofu í borginni, þrátt fyrir áhyggjur um öryggisráðstafanir í háhýsinu. Saksóknarar sögðu á blaðamannafundi í dag að Adams hafi frá árinu 2014 tekið við gjöfum sem þessum en þá var hann æðsti kjörni fulltrúi Brooklyn í New York. Damian Williams, saksóknari, með mynd af háhýsi Tyrkja í New York.AP/Julia Demaree Nikhinson New York Times hefur eftir saksóknurum að Adams hafi reynt að hylma yfir þessar gjafir eða reynt að láta líta út fyrir að hann hefði greitt fyrir þær. Saksóknarar vísa til þess þegar starfsmaður Adams var að bóka ferð til Tyrklands og starfsmaður flugfélagsins lagði til að hann myndi gista á Four Seasons hótelinu. Starfsmaður Adams sagði það of dýrt en starfsmaður flugfélagsins spurði á móti: „Af hverju skiptir það máli? Hann er ekki að borga. Nafn hans verður ekki heldur á neinu?“ „Frábært,“ svaraði starfsmaður Adams. Í þessum samskiptum kemur einnig fram að starfsmaður borgarstjórans bað hinn um að rukka Adams um þúsund dali. Rukkunin yrði að vera trúverðug, sökum þess að fjölmiðlar væru að vakta borgarstjórann. Þá er því haldið fram að einn embættismaður í slökkviliði New York hafi sagt að Adams hafi hótað því að reka sig ef hann stæði í veg fyrir opnun ræðismannsskrifstofunnar. Adams segist ekki ætla að segja af sér. Á blaðamannafundi sem hann hélt í dag bað Adams íbúa New York borgar að vera þolinmóða og hlusta á varnir hans. Þó nokkrir háttsettir embættismenn í New York hafa sagt af sér á undanförnum dögum. Þeirra á meðal eru yfirmaður lögreglunnar í New York, lögmaður borgarstjórans, yfirmaður heilbrigðissviðs og yfirmaður skólamála en það gerði hann eftir að starfsmenn FBI lögðu hald á síma hans vegna spillingarrannsóknar. Kathy Hochul, ríkisstjóri New York, hefur vald til að vísa Adams úr starfi. Hún sagðist í dag vera að skoða ákærurnar gegn borgarstjóranum og íhuga málið.
Bandaríkin Erlend sakamál Tyrkland Tengdar fréttir Lögðu hald á síma borgarstjórans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, framkvæmdu í morgun húsleit hjá Eric Adams, borgarstjóra New York, og lögðu meðal annars hald á síma hans. Hann hefur verið ákærður af svokölluðum ákærudómstól en efni ákæranna verður opinberað klukkan hálf fjögur í dag. 26. september 2024 14:04 Alríkisákærur gefnar út á hendur borgarstjóra New York Ákærur hafa verið gefnar út á hendur Eric Adams, borgarstjóra New York og fyrrverandi lögreglustjóra. Ekki er vitað hvað nákvæmlega Adams er sakaður um. 26. september 2024 06:48 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Lögðu hald á síma borgarstjórans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, framkvæmdu í morgun húsleit hjá Eric Adams, borgarstjóra New York, og lögðu meðal annars hald á síma hans. Hann hefur verið ákærður af svokölluðum ákærudómstól en efni ákæranna verður opinberað klukkan hálf fjögur í dag. 26. september 2024 14:04
Alríkisákærur gefnar út á hendur borgarstjóra New York Ákærur hafa verið gefnar út á hendur Eric Adams, borgarstjóra New York og fyrrverandi lögreglustjóra. Ekki er vitað hvað nákvæmlega Adams er sakaður um. 26. september 2024 06:48