Uppgjörið: Víkingur - FH 3-0 | Meistararnir ekki í vandræðum í Víkinni Kári Mímisson skrifar 25. september 2024 21:10 Helgi Guðjónsson skoraði fyrstu tvö mörk Víkings. vísir/Hulda Margrét Víkingur tók á móti FH í 23. umferð Bestu deildar karla nú í kvöld. Þetta var fyrsti leikur liðanna síðan deildinni var skipt upp. Svo fór að lokum að Víkingur vann sannfærandi 3-0 sigur og endurheimti því sæti sitt á toppnum. Áhorfendur þurftu ekki að bíða lengi eftir fyrsta marki leiksins en það gerði Helgi Guðjónsson á 13. mínútu eftir stórkostlega sendingu frá Aroni Elís Þrándarsyni. Sóknin byrjaði hjá Ingvari í markinu og á einu augabragði var liðið búið að spila sig í gegnum allan völlinn og þar taldi sending Arons ansi þungt. Glæsilega gert hjá heimamönnum. Víkingar voru áfram sterkari aðili leiksins og tókst trekk í trekk að spila sig í góðar stöðu og hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik. Á sama tíma leit vörn FH ansi illa út á köflum en öll aftasta varnarlínan fór inn til búningsherbergja með gult spjald á bakinu. Undir lok fyrri hálfleiks var Ingimar Stöle nálægt því að jafna fyrir FH en Ingvar Jónsson varði glæsilega frá honum og staðan því 1-0 fyrir Víkinga í hálfleik. Víkingar voru áfram sterkari aðili leiksins í seinni hálfleik. Leikurinn var opinn og skemmtilegur og FH-ingar höfðu full tök á að jafna. Arnór Borg Guðjohnsen slapp einn í gegn eftir slæm mistök Ara Sigurpálssonar. Arnór var með Kjartan Kára með sér en tókst ekki að gera sér mat úr þessu og sóknin rann út í sandinn. Það var svo á 73. mínútu leiksins sem Víkingum tókst að tvöfalda forystuna og þar var aftur að verkum Helgi Guðjónsson. Víkingar unnu þá boltann á sínum vallarhelming og brunuðu upp hægri vænginn. Davíð Örn Atlason gaf boltann á Karl Friðleif sem kom í utan á hlaupið og gaf boltann fyrir þar sem Helgi lúrði á fjærstönginni og skallaði í netið af stuttu færi. Eftir þetta opnaðist leikurinn talsvert og fengi Víkingar nokkur góð tækifæri og þurfti Daði Freyr að taka á honum stóra sínum í nokkur skipti. Það var svo á 90. mínútu sem þriðja markið kom og það skoraði Viktor Örlygur Andrason beint úr aukaspyrnu. Jóhann Ægir gerði sig sekan um slæm mistök þegar hann tapaði boltanum á slæmum stað og braut svo strax í kjölfarið á Valdimar Þór Ingimundarsyni rétt fyrir utan vítateiginn. Viktor tók spyrnuna sem endaði í netinu. Einhverjir myndu setja spurningarmerki við Daða Frey í markinu sem átti sennilega að verja spyrnuna en inn fór boltinn. Lokatölur í Víkinni því 3-0 fyrir heimamenn sem með sigrinum tilla sér aftur á toppinn. Liðið leikur næst gegn Val á sunnudaginn og fara svo í kjölfarið beint til Kýpur þar sem gömlu félagar Kára Árnasonar í Omonia bíða þeirra í fyrsta leik liðsins í Sambandsdeildinni. Atvikið Fram að marki tvö hjá Víkingum hafði maður það alveg á tilfinningunni að FH myndi nú finna eitt mark og setja leikinn í ákveðið uppnám en það voru Víkingar sem náðu inn marki í staðinn og það fór ansi langt með þennan sigur enda var það aldrei spurning eftir það hvoru megin sigurinn myndi eftir það. Þetta mark var eins dæmigert Víkings mark og þau gerast, vinna boltann á fínum stað og bruna í sókn eins og við höfum séð þá gera svo oft á undanförnum árum undir stjórn Arnars. Stjörnur og skúrkar Helgi Guðjónsson var frábær í dag. Tvö mörk frá honum og hann hefði klárlega getað náð þrennunni en Daði Freyr varði frá honum undir lok leiksins úr sannkölluðu dauðafæri. Varnarlína FH var í brasi kvöld og hún var hreinlega eins og gatasigti á köflum. Daði Freyr átti góðan leik en hefði klárlega átt að gera betur í þriðja markinu. Dómarinn Jóhann Ingi tók þennan leik í stuttermabol og fær stóran plús fyrir það. Ekki margir leikmenn á vellinum í stuttermabol en Jóhann lét kuldann ekki á sig fá og pakkaði þessum leik saman ásamt sínum mönnum. Stemning og umgjörð Það voru 606 gestir sem gerðu sér ferð á völlinn í kvöld. Ég persónulega væri til í að sjá mun fleiri mæta því þó svo að það hafi verið kalt þá var logn og í raun algjörlega frábært veður til fótboltaiðkunnar í kvöld. Víkin er alltaf skemmtilegur völlur að mæta á og virkilega vel tekið á móti manni. Besta deild karla Víkingur Reykjavík FH Tengdar fréttir Heimir „hæstánægður með FH-liðið“ eftir 3-0 tap Það mátti sjá blendnar tilfinningar í augum Heimis Guðjónssonar, þjálfara FH, þegar hann mætti í viðtal til Gunnlaugs Jónssonar strax eftir 3-0 tap hans manna gegn Íslandsmeisturum Víkings. 25. september 2024 22:16
Víkingur tók á móti FH í 23. umferð Bestu deildar karla nú í kvöld. Þetta var fyrsti leikur liðanna síðan deildinni var skipt upp. Svo fór að lokum að Víkingur vann sannfærandi 3-0 sigur og endurheimti því sæti sitt á toppnum. Áhorfendur þurftu ekki að bíða lengi eftir fyrsta marki leiksins en það gerði Helgi Guðjónsson á 13. mínútu eftir stórkostlega sendingu frá Aroni Elís Þrándarsyni. Sóknin byrjaði hjá Ingvari í markinu og á einu augabragði var liðið búið að spila sig í gegnum allan völlinn og þar taldi sending Arons ansi þungt. Glæsilega gert hjá heimamönnum. Víkingar voru áfram sterkari aðili leiksins og tókst trekk í trekk að spila sig í góðar stöðu og hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik. Á sama tíma leit vörn FH ansi illa út á köflum en öll aftasta varnarlínan fór inn til búningsherbergja með gult spjald á bakinu. Undir lok fyrri hálfleiks var Ingimar Stöle nálægt því að jafna fyrir FH en Ingvar Jónsson varði glæsilega frá honum og staðan því 1-0 fyrir Víkinga í hálfleik. Víkingar voru áfram sterkari aðili leiksins í seinni hálfleik. Leikurinn var opinn og skemmtilegur og FH-ingar höfðu full tök á að jafna. Arnór Borg Guðjohnsen slapp einn í gegn eftir slæm mistök Ara Sigurpálssonar. Arnór var með Kjartan Kára með sér en tókst ekki að gera sér mat úr þessu og sóknin rann út í sandinn. Það var svo á 73. mínútu leiksins sem Víkingum tókst að tvöfalda forystuna og þar var aftur að verkum Helgi Guðjónsson. Víkingar unnu þá boltann á sínum vallarhelming og brunuðu upp hægri vænginn. Davíð Örn Atlason gaf boltann á Karl Friðleif sem kom í utan á hlaupið og gaf boltann fyrir þar sem Helgi lúrði á fjærstönginni og skallaði í netið af stuttu færi. Eftir þetta opnaðist leikurinn talsvert og fengi Víkingar nokkur góð tækifæri og þurfti Daði Freyr að taka á honum stóra sínum í nokkur skipti. Það var svo á 90. mínútu sem þriðja markið kom og það skoraði Viktor Örlygur Andrason beint úr aukaspyrnu. Jóhann Ægir gerði sig sekan um slæm mistök þegar hann tapaði boltanum á slæmum stað og braut svo strax í kjölfarið á Valdimar Þór Ingimundarsyni rétt fyrir utan vítateiginn. Viktor tók spyrnuna sem endaði í netinu. Einhverjir myndu setja spurningarmerki við Daða Frey í markinu sem átti sennilega að verja spyrnuna en inn fór boltinn. Lokatölur í Víkinni því 3-0 fyrir heimamenn sem með sigrinum tilla sér aftur á toppinn. Liðið leikur næst gegn Val á sunnudaginn og fara svo í kjölfarið beint til Kýpur þar sem gömlu félagar Kára Árnasonar í Omonia bíða þeirra í fyrsta leik liðsins í Sambandsdeildinni. Atvikið Fram að marki tvö hjá Víkingum hafði maður það alveg á tilfinningunni að FH myndi nú finna eitt mark og setja leikinn í ákveðið uppnám en það voru Víkingar sem náðu inn marki í staðinn og það fór ansi langt með þennan sigur enda var það aldrei spurning eftir það hvoru megin sigurinn myndi eftir það. Þetta mark var eins dæmigert Víkings mark og þau gerast, vinna boltann á fínum stað og bruna í sókn eins og við höfum séð þá gera svo oft á undanförnum árum undir stjórn Arnars. Stjörnur og skúrkar Helgi Guðjónsson var frábær í dag. Tvö mörk frá honum og hann hefði klárlega getað náð þrennunni en Daði Freyr varði frá honum undir lok leiksins úr sannkölluðu dauðafæri. Varnarlína FH var í brasi kvöld og hún var hreinlega eins og gatasigti á köflum. Daði Freyr átti góðan leik en hefði klárlega átt að gera betur í þriðja markinu. Dómarinn Jóhann Ingi tók þennan leik í stuttermabol og fær stóran plús fyrir það. Ekki margir leikmenn á vellinum í stuttermabol en Jóhann lét kuldann ekki á sig fá og pakkaði þessum leik saman ásamt sínum mönnum. Stemning og umgjörð Það voru 606 gestir sem gerðu sér ferð á völlinn í kvöld. Ég persónulega væri til í að sjá mun fleiri mæta því þó svo að það hafi verið kalt þá var logn og í raun algjörlega frábært veður til fótboltaiðkunnar í kvöld. Víkin er alltaf skemmtilegur völlur að mæta á og virkilega vel tekið á móti manni.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík FH Tengdar fréttir Heimir „hæstánægður með FH-liðið“ eftir 3-0 tap Það mátti sjá blendnar tilfinningar í augum Heimis Guðjónssonar, þjálfara FH, þegar hann mætti í viðtal til Gunnlaugs Jónssonar strax eftir 3-0 tap hans manna gegn Íslandsmeisturum Víkings. 25. september 2024 22:16
Heimir „hæstánægður með FH-liðið“ eftir 3-0 tap Það mátti sjá blendnar tilfinningar í augum Heimis Guðjónssonar, þjálfara FH, þegar hann mætti í viðtal til Gunnlaugs Jónssonar strax eftir 3-0 tap hans manna gegn Íslandsmeisturum Víkings. 25. september 2024 22:16
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti