Húsnæði fyrir fólk, ekki fjárfesta Gísli Rafn Ólafsson skrifar 25. september 2024 09:01 Það er orðin staðreynd að húsnæðismarkaðurinn á Íslandi hefur tekið á sig mynd sem þjónar ekki hagsmunum almennings og sérstaklega ekki ungs fólks. Fjárfestar kaupa upp fasteignir með það að markmiði að leigja þær út til ferðamanna eða halda þeim auðum í von um verðhækkun. Á sama tíma stendur ungt og efnaminna fólk frammi fyrir því að geta hvorki keypt né leigt húsnæði á sanngjörnu verði. Skammtímaleiga, eins og Airbnb, hefur gjörbreytt húsnæðismarkaðnum í borgum og bæjum landsins. Í stað þess að húsnæði sé nýtt til búsetu fyrir íbúa, er það tekið af markaðnum og sett í skammtímaleigu fyrir ferðamenn. Þetta eykur eftirspurn eftir húsnæði fyrir ferðamenn en minnkar framboð fyrir almenna leigjendur. Afleiðingin er ekki aðeins hækkandi leiguverð og skortur á húsnæði fyrir þá sem þurfa mest á því að halda, heldur minnkar skammtímaleiga félagsauð samfélaga, stöðugleika og lífsgæði Fjárfestingareignir eru annað vandamál. Þegar fjársterkir aðilar kaupa upp fasteignir með það að markmiði að græða á verðhækkunum, en ekki með það í huga að veita fólki heimili, skapast ójafnvægi á markaðnum. Þetta leiðir til þess að húsnæði stendur autt eða er leigt út á óheyrilegu verði. Unnt er að mæta þessum áskorunum með því að beita skattalegum hvötum til að breyta hegðun á markaðnum. Skattlagning á skammtímaleigu Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur bent stjórnvöldum á hvernig tækla megi þennan vanda og betrumbæta húsnæðismarkaðinn. Með því að auka skattlagningu á skammtímaleigu og fjárfestingareignir, getum við hvatt eigendur til að setja eignir sínar aftur á langtímaleigumarkaðinn eða selja þær til fyrstu kaupenda. Hærri skattar á þessar tegundir eignarhalds myndu draga úr aðdráttarafli þess til fjárfestinga. Framboð yrði aukið til þeirra sem þurfa á húsnæði að halda til að búa sér heimili, hvort heldur til kaups eða leigu og þrýstingur myndi minnka á fasteignamarkaðnum. Það er mikilvægt að skilja að skattlagning er ekki refsing, heldur tæki til að stýra hegðun á markaðnum. Þegar markaðurinn bregst og þjónar ekki hagsmunum samfélagsins, er það hlutverk ríkisins að grípa um stýrið og koma skútunni á réttan kjöl. Með því að skattleggja skammtímaleigu og fjárfestingareignir hærra, erum við að senda skýr skilaboð um að húsnæði eigi fyrst og fremst að vera heimili, ekki fjárfestingartæki. Húsnæði fyrir heimili í forgang En skattlagning ein og sér er ekki lausnin. Við þurfum einnig að huga að öðrum aðgerðum til að bæta stöðu ungs fólks og efnaminna á húsnæðismarkaðnum. Sveitarfélög geta til dæmis sett reglur um hámarksfjölda skammtímaleigu í hverfum til að tryggja að heilu hverfin verði ekki einungis samansafn af gististöðum fyrir ferðamenn. Auk þess þarf að auðvelda uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði fyrir ungt og efnaminna fólk. Þetta gæti verið gert með því að veita skattalega hvata til byggingaraðila sem sérhæfa sig í slíkri uppbyggingu, eða með því að ríkið og sveitarfélög taki sjálf þátt í byggingu á viðeigandi húsnæði. Það er einnig nauðsynlegt að endurskoða reglur um lánveitingar og útborgunarkröfur til að gera ungu fólki kleift að kaupa sína fyrstu eign. Sanngjarnari húsnæðismarkaður til framtíðar Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að markaðurinn mun ekki leysa þetta vandamál af sjálfsdáðum. Það er kominn tími til að við setjum hagsmuni heildarinnar ofar sérhagsmunum. Með auknum takmörkunum á skammtímaleigu og fjárfestingareignum getum við stuðlað að sanngjarnari húsnæðismarkaði sem þjónar okkur öllum, ekki aðeins þeim fáu sem hafa efni á að græða á neyð annarra. Það þarf pólitíska forystu og kjark til að taka þær ákvarðanir sem nauðsynlegar eru. Með því að beita skattalegum hvötum getum við stýrt þróuninni í þá átt sem þjónar best hagsmunum samfélagsins. Við megum ekki gleyma því að ungt fólk er framtíð samfélagsins. Ef við gerum þeim ókleift að koma sér upp eigin heimili, erum við að grafa undan framtíðinni. Það er ekki aðeins spurning um fjármál heldur einnig um félagslegt réttlæti og jöfnuð. Allir ættu að hafa rétt á öruggu húsnæði óháð efnahag eða aldri. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Það er orðin staðreynd að húsnæðismarkaðurinn á Íslandi hefur tekið á sig mynd sem þjónar ekki hagsmunum almennings og sérstaklega ekki ungs fólks. Fjárfestar kaupa upp fasteignir með það að markmiði að leigja þær út til ferðamanna eða halda þeim auðum í von um verðhækkun. Á sama tíma stendur ungt og efnaminna fólk frammi fyrir því að geta hvorki keypt né leigt húsnæði á sanngjörnu verði. Skammtímaleiga, eins og Airbnb, hefur gjörbreytt húsnæðismarkaðnum í borgum og bæjum landsins. Í stað þess að húsnæði sé nýtt til búsetu fyrir íbúa, er það tekið af markaðnum og sett í skammtímaleigu fyrir ferðamenn. Þetta eykur eftirspurn eftir húsnæði fyrir ferðamenn en minnkar framboð fyrir almenna leigjendur. Afleiðingin er ekki aðeins hækkandi leiguverð og skortur á húsnæði fyrir þá sem þurfa mest á því að halda, heldur minnkar skammtímaleiga félagsauð samfélaga, stöðugleika og lífsgæði Fjárfestingareignir eru annað vandamál. Þegar fjársterkir aðilar kaupa upp fasteignir með það að markmiði að græða á verðhækkunum, en ekki með það í huga að veita fólki heimili, skapast ójafnvægi á markaðnum. Þetta leiðir til þess að húsnæði stendur autt eða er leigt út á óheyrilegu verði. Unnt er að mæta þessum áskorunum með því að beita skattalegum hvötum til að breyta hegðun á markaðnum. Skattlagning á skammtímaleigu Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur bent stjórnvöldum á hvernig tækla megi þennan vanda og betrumbæta húsnæðismarkaðinn. Með því að auka skattlagningu á skammtímaleigu og fjárfestingareignir, getum við hvatt eigendur til að setja eignir sínar aftur á langtímaleigumarkaðinn eða selja þær til fyrstu kaupenda. Hærri skattar á þessar tegundir eignarhalds myndu draga úr aðdráttarafli þess til fjárfestinga. Framboð yrði aukið til þeirra sem þurfa á húsnæði að halda til að búa sér heimili, hvort heldur til kaups eða leigu og þrýstingur myndi minnka á fasteignamarkaðnum. Það er mikilvægt að skilja að skattlagning er ekki refsing, heldur tæki til að stýra hegðun á markaðnum. Þegar markaðurinn bregst og þjónar ekki hagsmunum samfélagsins, er það hlutverk ríkisins að grípa um stýrið og koma skútunni á réttan kjöl. Með því að skattleggja skammtímaleigu og fjárfestingareignir hærra, erum við að senda skýr skilaboð um að húsnæði eigi fyrst og fremst að vera heimili, ekki fjárfestingartæki. Húsnæði fyrir heimili í forgang En skattlagning ein og sér er ekki lausnin. Við þurfum einnig að huga að öðrum aðgerðum til að bæta stöðu ungs fólks og efnaminna á húsnæðismarkaðnum. Sveitarfélög geta til dæmis sett reglur um hámarksfjölda skammtímaleigu í hverfum til að tryggja að heilu hverfin verði ekki einungis samansafn af gististöðum fyrir ferðamenn. Auk þess þarf að auðvelda uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði fyrir ungt og efnaminna fólk. Þetta gæti verið gert með því að veita skattalega hvata til byggingaraðila sem sérhæfa sig í slíkri uppbyggingu, eða með því að ríkið og sveitarfélög taki sjálf þátt í byggingu á viðeigandi húsnæði. Það er einnig nauðsynlegt að endurskoða reglur um lánveitingar og útborgunarkröfur til að gera ungu fólki kleift að kaupa sína fyrstu eign. Sanngjarnari húsnæðismarkaður til framtíðar Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að markaðurinn mun ekki leysa þetta vandamál af sjálfsdáðum. Það er kominn tími til að við setjum hagsmuni heildarinnar ofar sérhagsmunum. Með auknum takmörkunum á skammtímaleigu og fjárfestingareignum getum við stuðlað að sanngjarnari húsnæðismarkaði sem þjónar okkur öllum, ekki aðeins þeim fáu sem hafa efni á að græða á neyð annarra. Það þarf pólitíska forystu og kjark til að taka þær ákvarðanir sem nauðsynlegar eru. Með því að beita skattalegum hvötum getum við stýrt þróuninni í þá átt sem þjónar best hagsmunum samfélagsins. Við megum ekki gleyma því að ungt fólk er framtíð samfélagsins. Ef við gerum þeim ókleift að koma sér upp eigin heimili, erum við að grafa undan framtíðinni. Það er ekki aðeins spurning um fjármál heldur einnig um félagslegt réttlæti og jöfnuð. Allir ættu að hafa rétt á öruggu húsnæði óháð efnahag eða aldri. Höfundur er þingmaður Pírata.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun