Drukkinn undir stýri og enn í „lederhosen“ Sindri Sverrisson skrifar 25. september 2024 09:31 Jens Lehmann lék um árabil með Arsenal og hefur tekið þátt í góðgerðaleikjum félagsins eftir að hanskarnir fóru í hilluna. Getty/Stuart MacFarlane Jens Lehmann, fyrrverandi markvörður Arsenal og þýska landsliðsins, er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis á Októberfest í München. Lehmann var stöðvaður af lögreglu um klukkan hálftvö um nótt og var þá enn klæddur í „lederhosen“, leðurstuttbuxurnar sem eru svo einkennandi fyrir Októberfest. „Lögreglan segir að hann hafi lyktað af áfengi og ekið með glæfralegum hætti,“ segir saksóknarinn Anne Leiding. Októberfest er í fullum gangi í München en þessi mikla hátíð, sem einkennist meðal annars af mikilli bjórdrykkju, stendur yfir í sextán daga, fram til 6. október að þessu sinni. Áætlað er að um sex milljónir gesta heimsæki þýsku borgina vegna hátíðarinnar. Lehmann var einn af þeim sem skemmtu sér vel á hátíðinni en þýska blaðið Bild segir að sést hafi til hans standandi og dansandi uppi á einum af löngu bekkjunum á hátíðinni, á sunnudagskvöld. Eftir það settist hann undir stýri. Gat ekki blásið í mælinn Lögreglan reyndi að mæla áfengismagnið í Lehmann en það tókst ekki þar sem að hann blés ekki nógu fast. Því var farið með hann á lögreglustöðina og þar tekið blóðsýni. „Rannsóknin er enn í gangi. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis,“ segir saksóknarinn. Bild óskaði eftir viðbrögðum frá Lehmann en hann hefur ekki viljað tjá sig. Jens Lehmann gæti átt yfir höfði sér dóm fyrir að aka undir áhrifum áfengis.Getty/Sven Hoppe Lehmann er 54 ára gamall. Hann lék á sínum tíma 61 A-landsleik fyrir Þýskaland, síðast árið 2008. Lehmann varði um árabil mark Arsenal, frá 2003-2008 og svo aftur í einum deildarleik árið 2011. Hann lék einnig með Stuttgart, Dortmund og AC Milan en hóf ferilinn með Schalke. Lehmann var markmannsþjálfari hjá Arsenal 2017-2018 og svo aðstoðarþjálfari hjá þýska félaginu Augsburg árið 2019. Lehmann tók svo sæti í stjórn Hertha Berlin árið 2020 en var rekinn ári síðar eftir að hafa sent skilaboð til Dennis Aogo, sérfræðings hjá Sky, um að hann væri aðeins í því starfi til að uppfylla kröfu um að hafa svartan mann í sérfræðingahópnum. Hann baðst síðar afsökunar á þeim skilaboðum. Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Sjá meira
Lehmann var stöðvaður af lögreglu um klukkan hálftvö um nótt og var þá enn klæddur í „lederhosen“, leðurstuttbuxurnar sem eru svo einkennandi fyrir Októberfest. „Lögreglan segir að hann hafi lyktað af áfengi og ekið með glæfralegum hætti,“ segir saksóknarinn Anne Leiding. Októberfest er í fullum gangi í München en þessi mikla hátíð, sem einkennist meðal annars af mikilli bjórdrykkju, stendur yfir í sextán daga, fram til 6. október að þessu sinni. Áætlað er að um sex milljónir gesta heimsæki þýsku borgina vegna hátíðarinnar. Lehmann var einn af þeim sem skemmtu sér vel á hátíðinni en þýska blaðið Bild segir að sést hafi til hans standandi og dansandi uppi á einum af löngu bekkjunum á hátíðinni, á sunnudagskvöld. Eftir það settist hann undir stýri. Gat ekki blásið í mælinn Lögreglan reyndi að mæla áfengismagnið í Lehmann en það tókst ekki þar sem að hann blés ekki nógu fast. Því var farið með hann á lögreglustöðina og þar tekið blóðsýni. „Rannsóknin er enn í gangi. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis,“ segir saksóknarinn. Bild óskaði eftir viðbrögðum frá Lehmann en hann hefur ekki viljað tjá sig. Jens Lehmann gæti átt yfir höfði sér dóm fyrir að aka undir áhrifum áfengis.Getty/Sven Hoppe Lehmann er 54 ára gamall. Hann lék á sínum tíma 61 A-landsleik fyrir Þýskaland, síðast árið 2008. Lehmann varði um árabil mark Arsenal, frá 2003-2008 og svo aftur í einum deildarleik árið 2011. Hann lék einnig með Stuttgart, Dortmund og AC Milan en hóf ferilinn með Schalke. Lehmann var markmannsþjálfari hjá Arsenal 2017-2018 og svo aðstoðarþjálfari hjá þýska félaginu Augsburg árið 2019. Lehmann tók svo sæti í stjórn Hertha Berlin árið 2020 en var rekinn ári síðar eftir að hafa sent skilaboð til Dennis Aogo, sérfræðings hjá Sky, um að hann væri aðeins í því starfi til að uppfylla kröfu um að hafa svartan mann í sérfræðingahópnum. Hann baðst síðar afsökunar á þeim skilaboðum.
Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Sjá meira