Innlent

Nokkur vitni að banaslysi við Brúar­á

Lovísa Arnardóttir skrifar
Hlauptungufoss í Brúará.
Hlauptungufoss í Brúará. Getty

Þó nokkrir urðu vitni að því þegar karlmaður féll í Hlauptungufoss í Brúará um klukkan 13 í dag. Maðurinn fannst látinn skömmu síðar. Um var að ræða erlendan ferðamenn.

Þorsteinn M. Kristinsson aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi  segir lögreglu vera með tildrög slyssins til rannsóknar. Ekkert sé hægt að segja eins og stendur um hvað gerðist í dag þegar maðurinn féll í ánna.

Hlauptungufoss er í Brúará.Vísir/Sara

Hann segir að búið sé að hafa samband við aðstandendur og að hefðbundin rannsókn fari nú fram þar sem til dæmis verði rætt við vitni að slysinu. Hann segir aðstæður ekki sérstaklega hættulegar núna við ánna. Um vinsælan ferðamannastað er að ræða.

Fram kom í tilkynningu frá lögreglunni fyrr í dag að lögreglu hafi borist tilkynning laust fyrir klukkan 13. Viðbragðsaðilar héldu þá á vettvang og fannst maðurinn skömmu síðar. 

Banaslys 2022

Brúará, og þá sérstaklega Brúarárfoss, er vinsæll ferðamannastaður á Suðurlandi. Hann er þekktur fyrir fagurbláan lit sinn og þangað leggja fjölmargir ferðamenn, Íslendingar sem erlendir, leið sína allan ársins hring.

Banaslys varð í Brúará sumarið 2022 þegar kanadískur ríkisborgari kom syni sínum til bjargar sem fallið hafði í ána. Maðurinn féll hins vegar sjálfur í ána og lést. Brúará getur verið mjög straumhörð og köld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×