Skerða orku til stórnotenda Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2024 16:02 Forsvarsmenn Landsvirkjunar segja að ekki þyrfti að skerða orku til stórnotenda á suðvesturhorninu ef flutningskerfið væri betra og benda á yfirflæði úr Hálslóni. Vísir/Vilhelm Orka verður skert til stórnotenda á suðvesturhluta landsins. Skerðingarnar eiga að hefjast þann 24. október, nema eitthvað breytist, og eru þær tilkomnar vegna slæmrar stöðu miðlunarlóna á Þjórsársvæðinu. Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að forgangsorka verði ekki skert, heldur sé verið að skerða orku sem búið sé að semja við viðskiptavini um að megi skerða þegar staða miðlunarlóna sé lág. Staðið verði við alla samninga um afhendingu forgangsorku til stórnotenda og heildsölu. Þar segir einnig að staðan hafi verið svipuð á undanförnum árum og þó vætusamt hafi verið á láglendi í sumar, hafi staðan verið önnur á hálendinu. Þar hafi verið þurrt og kalt og þá sérstaklega í júní og ágúst, svo jöklar hafi lítið bráðnað. Verði haustið úrkomusamt gæti staðan skánað og enn er óljóst hver þróunin verði á næstu vikum. Grunnvatnsstaða Tungnaár er sögð í sögulegu lágmarki og mun það hafa áhrif á rennsli árinnar á komandi vetri. Í áðurnefndri tilkynningu segir einnig að ekki hefði þurft að koma til þessarar skerðingar ef flutningskerfið gerði Landsvirkjun kleift að færa nægilega orku milli landshluta. Hálslón við Kárahnjúka sé til dæmis á yfirfalli. Þá hefði líklega ekki þurft að skerða orkuna ef vindorkuverið við Vaðöldu væri komið í gang. Vonast sé til að svo verði undir árslok árið 2026. „Forgangsröðun Landsvirkjunar er sú að megináhersla er lögð á að anna eftirspurn eftir raforku til aukinnar almennrar notkunar í samfélaginu og til innlendra orkuskipta, til að styðja við aukna stafræna vegferð og nýsköpun og til að styðja við framþróun núverandi stórnotenda. Landsvirkjun hefur dregið úr sölu til gagnavera um 50% til þess að fasa út rafmyntir og gert samning við fjarvarmaveitur um forgangsorku sem kemur í veg fyrir olíunotkun á skerðingatímabilinu,“ segir í tilkynningunni. Orkumál Landsvirkjun Tengdar fréttir Vinna málið saman og nýta greinargerð vegna fyrri umsóknar Oddvitar Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps eiga von á því að geta unnið umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá fljótt og örugglega. Stefnt er að því að sveitarfélögin afgreiði umsóknina á sama tíma. 20. september 2024 13:58 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að forgangsorka verði ekki skert, heldur sé verið að skerða orku sem búið sé að semja við viðskiptavini um að megi skerða þegar staða miðlunarlóna sé lág. Staðið verði við alla samninga um afhendingu forgangsorku til stórnotenda og heildsölu. Þar segir einnig að staðan hafi verið svipuð á undanförnum árum og þó vætusamt hafi verið á láglendi í sumar, hafi staðan verið önnur á hálendinu. Þar hafi verið þurrt og kalt og þá sérstaklega í júní og ágúst, svo jöklar hafi lítið bráðnað. Verði haustið úrkomusamt gæti staðan skánað og enn er óljóst hver þróunin verði á næstu vikum. Grunnvatnsstaða Tungnaár er sögð í sögulegu lágmarki og mun það hafa áhrif á rennsli árinnar á komandi vetri. Í áðurnefndri tilkynningu segir einnig að ekki hefði þurft að koma til þessarar skerðingar ef flutningskerfið gerði Landsvirkjun kleift að færa nægilega orku milli landshluta. Hálslón við Kárahnjúka sé til dæmis á yfirfalli. Þá hefði líklega ekki þurft að skerða orkuna ef vindorkuverið við Vaðöldu væri komið í gang. Vonast sé til að svo verði undir árslok árið 2026. „Forgangsröðun Landsvirkjunar er sú að megináhersla er lögð á að anna eftirspurn eftir raforku til aukinnar almennrar notkunar í samfélaginu og til innlendra orkuskipta, til að styðja við aukna stafræna vegferð og nýsköpun og til að styðja við framþróun núverandi stórnotenda. Landsvirkjun hefur dregið úr sölu til gagnavera um 50% til þess að fasa út rafmyntir og gert samning við fjarvarmaveitur um forgangsorku sem kemur í veg fyrir olíunotkun á skerðingatímabilinu,“ segir í tilkynningunni.
Orkumál Landsvirkjun Tengdar fréttir Vinna málið saman og nýta greinargerð vegna fyrri umsóknar Oddvitar Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps eiga von á því að geta unnið umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá fljótt og örugglega. Stefnt er að því að sveitarfélögin afgreiði umsóknina á sama tíma. 20. september 2024 13:58 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Vinna málið saman og nýta greinargerð vegna fyrri umsóknar Oddvitar Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps eiga von á því að geta unnið umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá fljótt og örugglega. Stefnt er að því að sveitarfélögin afgreiði umsóknina á sama tíma. 20. september 2024 13:58