Eins og þú kallar í skóginn….. – við þurfum að þora að ræða viðkvæmu málin Björn Bjarki Þorsteinsson og Unnur Valborg Hilmarsdóttir skrifa 23. september 2024 20:02 Síðustu vikur hefur líðan ungmenna og birtingarmyndir að því er virðist mikillar vanlíðunar ákveðinna hópa þeirra verið mikið í umræðunni í kjölfar skelfilegra atburða. Þjóðin er í áfalli yfir þeim atburðum og hugur okkar er hjá aðstandendum þeirra sem í hlut eiga. Eðlilega fer af stað umræða um hvað hafi farið úrskeiðis hjá okkur sem þjóð og settir eru af stað átakshópar til að bregðast við stöðunni. Er það vel því unga fólkið er fjöregg þjóðarinnar og mikilvægt að hlúa að þeim og grípa þau sem á aðstoð þurfa að halda. Undanfarin misseri hafa átt sér stað verulegar kerfisbreytingar í meðferð málefna barna með innleiðingu farsældarlaga sem hafa einmitt það að markmiði, þ.e. að grípa þá hópa barna sem hafa siglt milli skers og báru í kerfinu og samþætta nálgun við meðferð mála til að grípa börnin sem þurfa aðstoð. Þau sem þetta skrifa hafa séð jákvæð áhrif þeirra breytinga á ýmsum sviðum í þjónustu við börn og víða um land er sömu sögu að segja. Atburðir síðustu vikna og mánaða hafa þó berlega leitt í ljós að betur má ef duga skal. Einn er sá hópur barna sem afar brýnt er að huga betur að en það eru börn með fjölþættan vanda sem þurfa flókna og mjög kostnaðarsama þjónustu – sem í flestum tilfellum er þeim lífsnauðsynleg. Þörf á meðferð við slíkum vanda hefur aukist undanfarin ár og vera má að bætt þjónusta við börn með innleiðingu farsældarlaganna geri það að verkum að við verðum nú meira vör við þennan hóp barna. Í dag eru úrræði fyrir þennan stækkandi hóp barna okkar mjög takmörkuð og að mestu rekin af einkaaðilum. Sem slík eru þau afar kostnaðarsöm og hefur kostnaðurinn sem af þeim hlýst að lang mestu leyti fallið á sveitarfélögin, þrátt fyrir að verkefnið sé á forræði ríkisins samkvæmt lögum. Sveitarfélögin hafa auðvitað axlað þá ábyrgð að standa straum af kostnaði enda vill enginn setja krónur og aura á vogarskálarnar þegar um er að ræða velferð barna og oft á tíðum lífsnauðsynleg úrræði fyrir bæði börnin og fjölskyldur þeirra. Hins vegar verður að horfast í augu við þá staðreynd að tilfelli sem þessi geta sett rekstur jafnvel stærstu sveitarfélaga á hliðina. Hér verður ríkið að stíga mun fastar inn og bæði tryggja og kosta viðhlítandi úrræði. Birtingarmyndir úrræðaleysis í meðferð barna með fjölþættan vanda eru fjölmargar. Vanlíðan barnanna sjálfra, erfiðleikar í námi, félagsleg einangrun, álag á fjölskyldur, aukin hætta á því að börn leiðist út af brautinni svo sem í fíkniefnaneyslu og afbrot svo fátt eitt sé talið. Það má velta fyrir sér hvort ein birtingamyndanna sé þáttur í þeirri aukningu sem við erum að sjá á ofbeldi meðal barna? Eins og þú kallar í skóginn færðu svar segir máltækið. Hvernig við byggjum kerfin okkar upp hefur áhrif á hvernig okkur tekst að búa ungmennunum okkar umhverfi til að þau megi vaxa og dafna. Kerfið hefur verið of seint í að bregðast við auknum fjölda barna með fjölþættan vanda sem hefur margvísleg vandamál í för með sér. Við þurfum öll að leggjast á eitt til að bregðast við vandanum og þar leikur hið opinbera lykilhlutverk í allra erfiðustu tilfellunum. Við getum ekki ætlast til þess að leysa vandamál án úrræða og án nauðsynlegs fjármagns til að reka þau úrræði og þess vegna þurfum við að þora að ræða viðkvæmu málin, líka stöðu barna með fjölþættan vanda. Við skuldum börnunum okkar að gera betur. Höfundar eru sveitarstjórar í Dalabyggð og Húnaþingi vestra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Húnaþing vestra Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Fíkn Heilbrigðismál Barnavernd Björn Bjarki Þorsteinsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hefur líðan ungmenna og birtingarmyndir að því er virðist mikillar vanlíðunar ákveðinna hópa þeirra verið mikið í umræðunni í kjölfar skelfilegra atburða. Þjóðin er í áfalli yfir þeim atburðum og hugur okkar er hjá aðstandendum þeirra sem í hlut eiga. Eðlilega fer af stað umræða um hvað hafi farið úrskeiðis hjá okkur sem þjóð og settir eru af stað átakshópar til að bregðast við stöðunni. Er það vel því unga fólkið er fjöregg þjóðarinnar og mikilvægt að hlúa að þeim og grípa þau sem á aðstoð þurfa að halda. Undanfarin misseri hafa átt sér stað verulegar kerfisbreytingar í meðferð málefna barna með innleiðingu farsældarlaga sem hafa einmitt það að markmiði, þ.e. að grípa þá hópa barna sem hafa siglt milli skers og báru í kerfinu og samþætta nálgun við meðferð mála til að grípa börnin sem þurfa aðstoð. Þau sem þetta skrifa hafa séð jákvæð áhrif þeirra breytinga á ýmsum sviðum í þjónustu við börn og víða um land er sömu sögu að segja. Atburðir síðustu vikna og mánaða hafa þó berlega leitt í ljós að betur má ef duga skal. Einn er sá hópur barna sem afar brýnt er að huga betur að en það eru börn með fjölþættan vanda sem þurfa flókna og mjög kostnaðarsama þjónustu – sem í flestum tilfellum er þeim lífsnauðsynleg. Þörf á meðferð við slíkum vanda hefur aukist undanfarin ár og vera má að bætt þjónusta við börn með innleiðingu farsældarlaganna geri það að verkum að við verðum nú meira vör við þennan hóp barna. Í dag eru úrræði fyrir þennan stækkandi hóp barna okkar mjög takmörkuð og að mestu rekin af einkaaðilum. Sem slík eru þau afar kostnaðarsöm og hefur kostnaðurinn sem af þeim hlýst að lang mestu leyti fallið á sveitarfélögin, þrátt fyrir að verkefnið sé á forræði ríkisins samkvæmt lögum. Sveitarfélögin hafa auðvitað axlað þá ábyrgð að standa straum af kostnaði enda vill enginn setja krónur og aura á vogarskálarnar þegar um er að ræða velferð barna og oft á tíðum lífsnauðsynleg úrræði fyrir bæði börnin og fjölskyldur þeirra. Hins vegar verður að horfast í augu við þá staðreynd að tilfelli sem þessi geta sett rekstur jafnvel stærstu sveitarfélaga á hliðina. Hér verður ríkið að stíga mun fastar inn og bæði tryggja og kosta viðhlítandi úrræði. Birtingarmyndir úrræðaleysis í meðferð barna með fjölþættan vanda eru fjölmargar. Vanlíðan barnanna sjálfra, erfiðleikar í námi, félagsleg einangrun, álag á fjölskyldur, aukin hætta á því að börn leiðist út af brautinni svo sem í fíkniefnaneyslu og afbrot svo fátt eitt sé talið. Það má velta fyrir sér hvort ein birtingamyndanna sé þáttur í þeirri aukningu sem við erum að sjá á ofbeldi meðal barna? Eins og þú kallar í skóginn færðu svar segir máltækið. Hvernig við byggjum kerfin okkar upp hefur áhrif á hvernig okkur tekst að búa ungmennunum okkar umhverfi til að þau megi vaxa og dafna. Kerfið hefur verið of seint í að bregðast við auknum fjölda barna með fjölþættan vanda sem hefur margvísleg vandamál í för með sér. Við þurfum öll að leggjast á eitt til að bregðast við vandanum og þar leikur hið opinbera lykilhlutverk í allra erfiðustu tilfellunum. Við getum ekki ætlast til þess að leysa vandamál án úrræða og án nauðsynlegs fjármagns til að reka þau úrræði og þess vegna þurfum við að þora að ræða viðkvæmu málin, líka stöðu barna með fjölþættan vanda. Við skuldum börnunum okkar að gera betur. Höfundar eru sveitarstjórar í Dalabyggð og Húnaþingi vestra
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun